Leita í fréttum mbl.is

Ekkert frá rannsóknarnefndinni

Stjórnmálastéttin hefur dregið lappirnar við rannsókn fjármálahrunsins, enda tengjast ráðandi öfl kúlulánaliðinu eða þau hafa sjálf jafnvel tekið sér kúlu. Það tók talsverðan tíma að koma rannsóknarnefndinni af stað og sömuleiðis sérstökum saksóknara, og fengu þessi embætti í fyrstu mjög takmarkaða fjármuni. Sérstaki saksóknarinn fékk takmörkuð fjárráð til þess að rannsaka mestu fjármálamisferli sögunnar í stað þess að nýta alla krafta efnahagsbrotadeildar lögreglunnar.

Núna kemur á daginn að rannsóknarnefndin getur ekki gefið út skýrsluna á fyrirhuguðum tíma, 1. nóvember, og tilkynnir það rétt áður en stóri dagurinn rennur upp. Það er lélegt. Í lögunum um rannsóknarnefndina kemur fram að hún eigi að geta skilað áfangaskýrslu og það verður eiginlega að segja að það er lágmarkskrafa að rannsóknarnefndin skili áfangaskýrslu um rannsókn málsins.

Er ekki t.d. hægt að gefa út kaflann um Icesave og tengsl stjórnmálamanna við það klúður?

Jafnvel þótt einhver ástæða sé til frestunar er enn meiri ástæða til að slá á skiljanlega tortryggni gagnvart því að hrunið verði gert upp á sanngjarnan hátt. Einhverjir kaflar hljóta að vera orðnir birtingarhæfir og þeir hefðu átt að koma út núna - jafnvel þótt það þýddi nokkur aukahandtök hjá rannsóknarnefndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill, innilega sammála þér.

Ína (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt því sem ég hef hlerað hefur aldrei verið ætlunin að NEINN svari fyrir þetta fjármálahrun, en það var mikill "þrýstingur" á stjórnvöld að gera eitthvað og ég held að það sé verið að leita leiða til þess að "hákarlarnir" sleppi en það sé verið að leita að einhverjum "smápeðum" til að hengja svo allir geti nú verið "sáttir".

Jóhann Elíasson, 15.10.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki er ólíklegt að það sé búið að velja þá sem eiga að taka á sig skellinn. Líklegt er að þeir geri það með þeim formerkjum að það verði gert "vel" við þá seinna meir. Veit ekki af hverju nafnið Smárason kemur upp í huga mér!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.10.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sko, skýrslan hlýtur að vera tilbúin. Þetta er hið einkennilegasta mál því að drögin hljóta að vera tilbúin og komin í yfirlestur. Það er undarlegt að slá þetta af, ég meina á frest þegar aðeins hálfur mánuður er í skil. Er það ekki?

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2009 kl. 13:45

5 identicon

Stjórnmálamenn og fjölskyldumafíur er þjófagengi sem hefur rænt þjóðfélagið,sjávarútveginn,bankana,sín fyrirtæki innanfrá t.d.Eimskip,sjóvá,olíufélög,lífeyrissjóði,flugleiðir,og hundruð annarra smærri fyrirtæki innan hringeignabanda þessara félagasamtaka.Erlendar lánastofnarnir hafa fengið nóg á mafíueyjunni og þá er síðasta hálmstráið lán (rán) hjá ríkissjóð Íslands.

Skýrslur frá þessum sömu aðilum dæma sig sjálf.Almenningseinyrkjagærur einsog ég og fleiri,er eins og sauðfé á beit er álit þessara sömu einstaklinga.Eina sem duga á þessir alvitru vitlýsinga er vald og blóð.Ekki meiri ríkislántökur handa þessum landráðamönnum.Eg vil sjá þá Brennimerkta með heitu járni, kagstrýkingu,ásamt sleggju beitt á útlimi og að lokum og það mikilvægasta hengdir í beinni sjónvarpútsendingu einsog Saddan Hussein her í denn,svo væri upplagt að láta þá gera skýrslu um afglöp fyrri starfa en hún mætti ekki taka nema 700. klukkustundir hengdir strax og penna sleppir. 

Ludvik (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála Sigurjón. Það var ljóst þegar á fyrstu dögum eftir hrun að mestar áhyggjur pólitíkusanna sem næst stóðu á vettvangi beindust að skilvirkri rannsókn og því að einhverjir úr stjórnmálaelítunni kæmust í vandræði. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að enginn óskar eftir því að hann sjálfur, nánustu vinir eða frændur fengju skyndilega stöðu sakamanns og refsingu því samkvæmt.

Jafnframt er nú greinilegt að enn eru pólitíkusar og embættismenn ekki reiðubúnir til að upplýst verði um spillingu þeirra og hagsmunatengsl.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 16:46

7 identicon

Góð ábending hjá þér. Orð í tíma töluð.

Sigríður Helga Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:51

8 identicon

Ágætt bréf frá Jenný Stefaníu Jensdóttir til "Nefndarinnar", og hún segist meira að segja hafa fengið svar frá einum nefndarmanni - nokkuð víst hver það er!  Mál til komið að einhver gerði kröfur beint til viðkomandi um skil og skýringar - það er orðið augljóst að blogg eingöngu dugir skammt!

 http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/964897/

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband