Leita í fréttum mbl.is

Byrjendabragur hjá Davíð

Ef Andrés Magnússon fjölmiðlamógúll er samkvæmur sjálfum sér mun hann ekki gefa frumskrifum Davíðs í Moggann á árinu 2009 háa einkunn. Davíð fellur nefnilega í þá gryfju að ýja að einu og gefa annað í skyn, hálft um hálft nafnlaust, og dylgja eiginlega hreint út án þess að nefna dæmi, s.s. þegar hann kynnir ýmsa og iðulega til leiks.

Það sem mér finnst miður er að Davíð komi ekki fram í byrjun með örlítið meiri auðmýkt, en hann gagnrýnir í fyrsta leiðaranum sínum stjórn efnahagsmála án þess að víkja einu orði að eigin ábyrgð. Ef hann hefði vikið að henni - einu orði eða svo - hefðu eflaust margar konur í vesturbæjum landsins, og jafnvel karlar, séð aumur á karlgarminum og sagt að það væri svo sem rétt að gefa skáldinu í Skerjafirðinum annað tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú mátt hlusta á hann Davíð meira. Veit ekki betur en að hann hafi verið einn af fáum sem gagnrýndu útrásarskrímslið.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:49

2 identicon

Sigurjón, fræddu Viðar meir um manninn sem sagði: (klippið er til) "Þar sem ég er með fullar hendur, (heldur á glasi og viðurkenningu) ætla ég að biðja viðstadda að hrópa ferfallt húrra fyrir þessum útrásarvíkingum!" (á mynd með Sig.E, Heiðari etc.)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gísli, ég er ekki viss um að það sé á minni könnu að halda uppi fræðslu um arkitekt skuldasöfnunar, einkavinavæðingar og hárra stýrivaxta sem settu þjóðfélagið á hliðina.

Ég reikna með því að viðar sé að spauga.

Sigurjón Þórðarson, 27.9.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Jens Guð

  DO dró hvergi af sér sem klappstýra útrásarvíkinganna,  hvort sem var með húrrahrópum eða sjálfshóli um að hafa búið til þjóðfélag sem gerði Íslendingum hina dásamlegu útrás mögulega.  Þess á milli hamaðist DO við að telja efasemdamönnum í útlöndum trú um að Icesave væri traust fyrirbæri og engin ástæða fyrir neinn að hafa áhyggjur.  Jafnframt sendi hann frá sér,  síðast í maí í fyrra,  skýrslu sem vottaði að íslenskir bankar stæðu vel og á traustum fótum.

  Hitt er rétt að af og til spáði kallinn fyrirtækjum Baugsfeðga öllu illu.

Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Orðið "auðmýkt" er ekki til í orðasafni DO.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 13:33

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Afhverju kallarðu Andrés mógúl?  Hvaða máli skiptir álit Andrésar til eða frá. Hver er þessi Andrés eiginlega?  Var hann ekki fyrst dreginn fram í dagsljósið af Agli Helgasyni?  Og er ekki Mogginn áskriftarblað og er ekki Árvakur hlutafélag? Ég kaupi ekki moggann og tel það ekki koma mér við hver skrifar hvað í því blaði. Ef eftirlaunaþegi ríkisins no.1,  þarf að drýgja tekjurnar í kreppunni sem hann sjálfur olli, þá kemur mér það ekki við. Það flýgur hver eins og hann er fiðraður

Í guðanna bænum tölum um eitthvað annað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes mér finnst nú Andrés mjög góður penni en skrifar stundum heldur langar greinar fyrir minn smekk. 

Það er svo annað mál hvort að maður sé alltaf sammála Andrési en ég er viss um að hann getur hjálpað Davíð með leiðarana

Sigurjón Þórðarson, 28.9.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju ekki einfaldlega að taka afstöðu til þess sem Davíð er að segja í dag, um stöðu mála ?

Nei, ykkur finnst auðveldara að tala um eitthvað annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband