Leita í fréttum mbl.is

FM 95,7 er stöðin

Góð leið til að hvíla sig á krepputalinu er að hlusta á útvarpsstöðina 95,7. Ég hef stundum gert það til að dreifa huganum enda veitir ekki af. Núna keppast fjölmiðlar við að rifja upp dagana fyrir bankahrunið, en fáir spyrja hvaða skynsamlega ákvörðun hafi verið tekin og hvaða breytingar hafi orðið í íslensku þjóðlífi. Allt er á sínum stað, fjórflokkurinn er við völd, Baldur Guðlaugsson ennþá ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson, sem var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, og allt liðið í bönkunum situr sem fastast. Enginn hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald.

Ennþá eru keyrð mannréttindabrot í sjávarútvegi.

Samfylkingin kemur með sinn venjulega spuna um að eitthvað eigi að gera rétt áður en hagsmunasamtök heimilanna ætla að láta til skarar skríða. Leiðtogar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar koma fram sameinaðir eins og síamstvíburar og boða óbreytta stefnu þar sem Seðlabankinn er skammaður - rétt eins og hann hefur verið skammaður og hafður fyrir blóraböggul síðustu 20 árin - fyrir efnahagsstjórnina, rétt eins og Seðlabankinn komi stjórnvöldum ekkert við.

Í dag brá svo við að ég var að leita að Útvarpi Sögu á gamla útvarpstækinu mínu en útsendingar stöðvarinnar lágu þá niðri í Skagafirðinum. Ég lenti þá á Bylgjunni þar sem sömu álitsgjafarnir voru og hafa verið síðustu 20 árin. Annar var Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og hann kom þarna fram eins og maður sannleikans sem hefði boðað breytingar á lífeyrissjóðakerfinu um áratugaskeið en enginn hefði hlustað. Mér fannst þetta vægast sagt hálfruglað upplegg hjá honum í ljósi þess að það var einmitt hann sem átti drjúgan þátt í að eyðileggja og bora gat á sparisjóðakerfið með þau orð á vörunum að þar væri „fé án hirðis“. Hann hefur verið einn helsti verndari verðtryggingarinnar sem er drjúgur þáttur í vandanum, ekki lausninni.

Hinn spekingurinn var mættur á Rás 2 og sá hefur sömuleiðis um áratugaskeið dásamað undur íslensks viðskiptalífs. Hann flutti þjóðinni þann boðskap að það væri miklu mikilvægara að bjarga veðsettum fyrirtækjum en heimilum landsmanna.

Mér fannst ég heppinn að losna frá þessari umræðu og komast í poppið á FM 95,7.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það getur verið góð hvíld í að hlusta á skallapopparana á FM 95,7 og stundum bráðnausynlegt að losna við þessar innantómu fréttir af því sem á að fara að gera en virðist aldrei gerast. "það þarf að......" er algengasta byrjun á setningum stjórnmálamanna og framámanna í þjóðlífinu en samt er ekkert gert af því sem þarf að gera!

, 29.9.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, ég hlusta nú ekki svo mikið á poppið, en ég set á útvarpsrásina Rondo í sama tilgangi og þú!

Góð grein! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.9.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Maður verður bara svo heiladauður á því að hlusta á þetta yfir-þjappaða R'nB tölvupopp eða ameríkurokk sem er spilað einungis til að heilaþvo hlustendur og skapa þannig afleiddar tekjur fyrir eigendur stöðvarinnar, aðallega í gegnum önnur fyrirtæki í þeirra eigu. Þetta er svo allt gert eftir góðri formúlu frá Ameríkusýslunni.

Mæli sterklega með góðum geisladisk eða mp3 spilara!

Stefán Örn Viðarsson, 30.9.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband