Leita í fréttum mbl.is

Alþingismenn monta sig í Kastljósinu

Það er mjög jákvætt að vera ánægður með sjálfan sig og mér finnst gott að sjá að alþingismenn geti litið yfir erfiði næturvinnu umliðinna vikna með stolti og fullnægju. Mér fannst þetta þó ganga fulllangt í Kastljósi þegar stjórnarþingmenn nánast hreyktu sér af afreki þingsins - í einu mesta klúðursmáli íslenskra stjórnvalda, Icesave-málinu. Mér finnst að þingmenn ættu að sýna þjóðinni örlítið meiri auðmýkt þar sem stjórnmálastéttin hefur sent og samþykkt samninganefnd með opinn tékka á börn framtíðarinnar á Íslandi.

Allt liðið á Alþingi lætur undir höfuð leggjast að velta fyrir sér hvernig eigi að afla frekari tekna. Umræðan snýst alfarið um að slá lán úti um allar heimsins banka jarðir.


mbl.is Unnið að breytingum fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála Sigurjón

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Hrokaglottið" á Helga Hjörvari þyrfti nú að fara í "umhverfismat".

Jóhann Elíasson, 14.8.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ójá,það meiddi mig.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2009 kl. 12:50

4 identicon

Sæll.

Gott að þú hefur tekið eftir þessari lensku ríkisstjórnarinnar að taka lán. Lán á lán ofan eru hluti skýringarinnar á vanda okkar.

Steingrímur virðist ekki átta sig á því að lán þarf að borga til baka með vöxtum. Kannski er honum sama, fattar að hann verður ekki við völd eftir nokkur ár þegar borga þarf þessa skuldsúpu sem hann ætlar að koma okkur í. Voru menn ekki á tímabili að gagnrýna það að dýralæknir væri fjármálaráðherra? Er einhver framför í jarðfræðingi sem sífellt ber höfðinu við stein og neitar að horfast í augu við staðreyndir?

Annars fer ansi lítið fyrir málflutningi þeirra sem vildu afþakka lán frá IMF (sem er til að halda krónunni í vitlausu gengi en það er eitt af því sem kom okkur í þennan vanda) en samþykkja áætlun þeirra. Robert Aliber vildi að sú leið væri farin. Þá stæðu hér útflutningsatvinnuvegirnir uppi með pálmann í höndunum (ferðaþjónustan núna er sönnun þess að hann hafði rétt fyrir sér) og fjölmörg störf yrðu til. Þetta myndi að auki koma sjávarútveginum vel, þeir 99 milljarðar sem við höfðum í útflutningstekjur vegna hans í fyrra gætu auðveldlega orðið nálægt 150 milljörðum í ár. Munar ekki um þá aukningu? Aukningin hefði orðið enn meiri ef farið hefði verið að ráðum Robert Aliber en núverandi ríkisstjórn passar sig alltaf að hlusta alls ekki á skynsama menn (hlustar ekki á Aliber eða Bucheit). Ætli næst sé ekki að fá Mugabe sem ráðgjafa? Hann hefur jú mikla reynslu líkt og Svavar og fleiri sem settir hafa verið í mikilvæg störf.

Varðandi tekjurnar. Vinavæðing Steingrímur hefur komið málum þannig fyrir að við fengum ónýtan Icesave samning og svo fær hann vini sína sem eru á móti stóriðju til að skrifa lærða skýrslu um hve óarðbær stóriðja er en þessi skýrsla er auðvitað ekki pappírsins virði sem hún er skrifuð á og menn hafa séð sig knúna til að leiðrétta delluna þar. Steingrímur vill að við borgum Icesave en svo má ekki gera neitt til að auka tekjur okkar? Fattar maðurinn ekki hvað hann er að gera?

Jon (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 08:06

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jon, það fer kannski "lítið" fyrir þeim sem telja lánið frá AGS óþarfa en við erum jafnóðum "plaffaðir" niður, ég hef nokkru sinnum bloggað um þetta og það hafa verið skrifaðar greinar en fylgismenn ríkisstjórnarinnar mega ekki vita til þess að nokkur gagnrýni sé á störf hennar, FORINGJADÝRKUNIN er eins og var í ráðstjórnarríkjunum hér á árum áður.  Að lokum vil ég hvetja þig til að lesa ÞETTA.

Jóhann Elíasson, 16.8.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband