Leita í fréttum mbl.is

Hval-leki Steingríms

Icesave-lekinn er mikill hvalreki fyrir Steingrím J. Sigfússon. Í stað þess að allir fréttatímar og umræðan í samfélaginu snúist um vandræðagang ríkisstjórnarinnar við að koma í gegn alvondum samningi sem stendur skiljanlega í ábyrgum þingmönnum sem vilja ekki vera leiddir í flokksböndum til atkvæðagreiðslu, heldur vilja staldra við í svo veigamiklu máli og láta skynsemina ráða.

Steingrímur reynir hvað hann getur til að þyrla upp miklu moldviðri um lekann á trúnaðargögnum sem flokksformönnum var treyst fyrir. Það verður að segjast eins og er að Steingrími tekst vel upp og á hann sannarlega hrós skilið fyrir þennan leik sinn. Sá sem liggur undir grun í málinu er formaður Framsóknarflokksins og má segja að hann hafi þá fallið kylliflatur í gildru Steingríms.

Ef til vill má skrifa þetta á ákveðið reynsluleysi, ekki bara hjá þeim sem lak/láku heldur líka hjá þeim blaðamönnum sem skrúfa gagnrýnislaust frá krana Steingríms um að hér hafi verið unnið eitthvert skemmdarverk.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ótrúleg færsla. Steingrímur lak.

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og sjölmiðlar leika leikinn með þeim...eins og þægir hvolpar til í að gera allt.....

Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband