Leita í fréttum mbl.is

Heróínsamfélagið

Ein helsta orsök hrunsins er gríðarleg skuldasöfnun, og var hún svo gríðarleg að þjóðin sló hvern einasta jarðarbúa um 2.000 krónur. Þessum peningum var síðan spanderað hingað og þangað í misgáfuleg verkefni sem hafa gefið mismikið af sér eins og fram hefur komið í fréttum.

Einna óhuggulegast er að helstu „máttarstólpar samfélagsins“, s.s. ráðandi stjórnmálaöfl og talsmenn atvinnuleysis, telja fólki trú um að helsta leiðin út úr bráðum efnahagsvanda sé að taka ný lán hjá Rússum og Norðurlandaþjóðunum og telja að nauðsynlegt sé að skrifa upp á Icesave-samninginn þó að óvíst sé hversu miklar skuldbindingar hann feli í sér. Jafnvel er fullkomin óvissa um að þjóðin geti staðið við samninginn. Helsta röksemdin fyrir að skrifa upp á ríkisábyrgð fyrir samningnum er að þá fáist frekari lán!

Þetta minnir á heróínsjúkling sem vill fá skammtinn sinn, hvað sem það kostar. „Máttarstólparnir“ vilja fá lánin sín, sama hvað það kostar. Það að ætla að ræða það hvernig auka megi tekjurnar, t.d. með auknum veiðum, er talin óábyrg umræða. Sumir telja jafnvel ábyrgt að gefa frá sér fiskimið með inngöngu í ESB til að greiða fyrir næsta lánaskammti.

Er ekki tímabært að fara að láta renna af sér? Í dag eru 10 mánuðir síðan skuldirnar hrundu yfir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill ekki samþykkja Iceslave samninginn eins og hann er.  Bara segja NEI.

Láta svo reyna á hvort Bretar og Hollendingar vilja réttlátari samning eða fara dómsstólaleiðinna til að fá úr því skorið hvað við eigum að borga og hvað ekki.

Svo hörkum við þetta af okkur, borðum íslensktar landbúnaðarvörur, fisk, hvalkjöt.  Svo finnum við olíunna og getum farið á neyslufyllerí aftur.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:09

2 identicon

Þjóðin tók ekki lánin. Örfáir einstaklingar tóku þau og lánuðu eigin félögum og þar af eru felufélög.

Almenningur er ekki ábyrgur fyrir einkahlutafélögum og þar eru bankarnir innifaldir. Ábyrgðin er ekki þjóðarinnar samkvæmt „Lög um innstæðutryggingar og ... 1999 nr. 98“ sjá sérstaklega 3. og 10. gr.

Almenningur er ekki ábyrgur fyrir þessari fjármálaóreiðu einkahlutafélaga.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:58

3 identicon

Þegar allt kemur til alls..........Snýst þetta þá ekki fyrst og fremst um að sýna samningsvilja, að við druslumst til að taka dálítinn þátt í að greiða verkafólki í útlöndum til baka það sem íslendingar sviku af þeim ?  Eftir  7 ár borgum við það sem við getum, eða borgum ekki ef við getum það ekki og semjum þá upp á nýtt.  Þannig skipti svo sem litlu hvernig þessi samningsdrusla lítur út.  Mér er sagt að það sé ekkert til sem heitir gjaldþrota þjóð.  Það er ekki hægt að taka neitt af okkur nema með vopnavaldi hvort sem er og ég á ekki von á að nokkur geri það. 

Anna (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þetta er vel orðað hjá þér Sigurjón. Bið að heilsa norður.

Baldvin Björgvinsson, 29.7.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Látum þá borga sem bera ábyrgðina! Ég skal borga það sem ég tók sjálfur að láni, en það kemur ekki til greina að ég borgi það sem aðrir lánuðu sjálfum sér og eyddu svo í vitleysu.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Sigurjón þjóðinni vantar ekki skuldir. Ætli stjórnmálamenn eigi nokkurn tíma eftir að fatta það?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 01:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já, hvernig væri að fara í meðferð?

Getur einhver sagt mér hvað er búið að loka mörgum sendiráðum?

Sigurður Þórðarson, 30.7.2009 kl. 07:19

8 identicon

verður ekki að láta þá sem komu okkur í þessa fráleitu stöðu axla byrðarnar dálítið meir en við hin, það þýðir ekki að brenna niður hús nágrannans og senda reikninginn á bæjarfélagið eða hvað? Á Íslandi gerast furðulegustu hlutir...

óli (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:59

10 identicon

Eftir að hafa mjólkað öll réttindi sem EES samningurinn gaf að er þá hægt að neita að axla ábyrgðina á EES sem er óaðskiljanlegur hluti af réttindunum? 

Hvað er réttlátt?  Framsókn og Sjálfsæðisflokkurinn unnu skemmdarverk sín í umboði sinna kjósenda - og útrásarþjófarnir voru skjólstæðingar þessara flokka og studdu þá með hundruðum milljóna.  Hvernig væri að þeir sem kusu þessa flokka sæju sóma sinn í að bjóða fram eigur sínar til að greiða upp tjónið.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:23

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, gæfulegt er þeta ekki, óhófleg lántaka siðblindra bissnessmanna(og þeirra sem trúðu á ruglið) keyrði þjóðina í þrot með dyggri aðstoð ýmist spilltra eða vanhæfra sjtórnmálamanna og bullukolla á borð við Hannes Hólmstein og fleyri pótintáta, óhófleg lántaka á síðan að laga málin!...held að okkur nú vanti flest annað en meiri skuldir og okurvexti á þær og vaxtavexti á þá.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.7.2009 kl. 15:46

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að það besta sem geti gerst fyrir okkur er að við fyrirgerum okkur erlendu lánstrausti og neyðumst til að þurfa að greiða allt í reiðufé í framtíðinni. Mæli persónulega með leið Ekvador en hana má sjá hérna.

Héðinn Björnsson, 30.7.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband