Leita í fréttum mbl.is

Kristján Möller besti ráðherrann

Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu starfað lítt breytt um nokkurt skeið og vert að velta því upp hver ráðherranna hafi staðið sig best. VG-ráðherrarnir hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum, sneru öll nema Jón við blaðinu í grundvallarstefnu flokksins og sviku þar með kjósendur.

Jón sem var andstæðingur kvótakerfisins er hins vegar orðinn kvótaóður eftir að hann settist í stól sjávarútvegsráðherra og hefur m.a. sett tegundir í kvóta sem hafa ekki verið fullnýttar og stöðvað veiðar á makríl.

Kata litla fylgir aðalritaranum í blindni enda er hún upptekin við að byggja dýrindis tónlistarhús.

Gylfi hélt að hann væri að fá lottóvinning þegar Svavar Gestsson mætti með Icesave-gjörninginn og Ragna nær helst áttum þegar Jolie mætir í Kastljósið. Þá sér hún að sitthvað er athugavert við að liðið sem setti landið á hausinn valsi inn og út úr landinu á einkaþotum.

Samfylkingin er eins og sértrúar-költ sem bíður eftir að það birti yfir Íslandi hvað úr hverju vegna þess að hún sendi umsóknina til Brussel. Það kemst mest lítið að hjá öðrum, nema þá helst Árna Páli sem er á fullu við að klípa af gamla fólkinu og setja upp eftirlitssveitir til að klófesta stórhættulega örorkubófa.

Eini ráðherrann sem virkilega stendur undir væntingum er Kristján sem heldur allur sjó. Hann hefur gefið út að Vaðlaheiðargöng séu framar á forgangslista en tvöföldun Suðurlandsvegar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég held að VG og eurofylkingin séu betur settar hinumegin á hnettinum. Og þó.... þeim myndi sjálfsagt takast að gera einhvern óskunda þar líka.

Jóhann Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Vaðlaheiði hlýtur að vera mikilvægari en suðurlandsvegur.. enda er hann fyrir norðan þar sem KM býr.. og þú líka Sigurjón..

Óskar Þorkelsson, 20.7.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurjón:

Ég á bara ekki til orð að þú teljir Vaðlaheiðagöng mikilvægari en Suðurlandsveg.

Ekki er ég nú hissa á að Frjálslyndi flokkurinn hafi þurrkast út þegar maður les svona þvælu.

Ætli Össur hafi ekki staðið sig einna best og síðan auðvitað Steingrímur. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðbjörn, það er gaman að sjá hve þú ert orðinn hallur undir Samfylkinguna.

Sigurjón Þórðarson, 20.7.2009 kl. 00:29

5 identicon

Síðastliðinn laugardag myndaðist 24 km bílalest norðan við Gotthardgöngin í Sviss. Þetta voru bílar á leiðinni suður yfir Alpana og varð töfin ca. 6 klst. Svo fara Reykvíkingar á límingunni ef það skyldist seinkast um nokkrar mínútur að taka tappann úr flöskunni í sumarbústaðnum. Öll stækkun Suðurlandsvegar, svo ég minnist nú ekki á ruglið Sundarbraut, er óþörf með öllu. Mér finnst að þetta fólk ætti að láta minna, eftir að hafa gert þjóðinna gjaldþrot með sínum vilta dansi í kringum gullkálfinn. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 05:55

6 identicon

Guðbjörn er áhugaverður maður.

Hann er ánægður með flest það sem Samfylkingin tekur sér fyrir hendur og styður hana í meginmálum.

Samt er hann harður á því að hann sé óbreytanlega sjálfstæðismaður og er mjög óhamingjusamur yfir því Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki taka upp stefnumál Samfylkingarinnar.

Maður veltir því fyrir sér hvort að Guðbjörn sé ekki sjaldgæft dæmi í bloggheimum um nokkuð algenga tegund Íslendings. Það gæti útskýrt ansi margt í sambandi við flokkakerfið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 06:29

7 Smámynd: Reputo

Nei, Kristján  er sko ekki að standa sig best. Það eru einmitt svona sérhagsmunapotarar eins og hann sem við þurfum síst á að halda á þingi. Áður en Vaðlaheiðargöng verða byggð þyrfti að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum og tvöfalda frá Rvk til Selfoss og Borgarness. Þegar ég hugsa aðeins nánar um þetta að þá væri sennilega best að klára líka tónlistarhúsið og Sundabraut ásamt því að endurnýja bílaflota ráðamanna eða m.ö.o. að þá má ráðast í flestar framkvæmdir áður en þessi göng ættu að verða byggð.

Reputo, 20.7.2009 kl. 07:49

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Reyto, það er rétt að ýmis verk Kristjáns eru umdeilanleg en mannstu eftir einhvrjum öðrum sem hefur staðið sig betur.

Sigurjón Þórðarson, 20.7.2009 kl. 08:46

9 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Á undan gæluverkefnum í vegagerð eiga að koma, ekki bara Vaðlaheiðargöng, heldur og Dýrafjarðargöng og heilsársvegur milli suður-og norðursvæðis Vestfjarða.

Bjarni Líndal Gestsson, 20.7.2009 kl. 10:06

10 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ég veit nú ekki hversu mikil upphefð það er að vera bestur af þeim verstu

Hinsvegar er það athygglisvert að verða vitni að því hversu fáránleg umræðan getur orðið.  Á sama tíma og verið er að skera niður á öllum sviðum útgjalda og háværar raddir heyrast um að skilgreina grunnþjónustu sem línu sem ekki má fara yfir, er umræðan á þessu plani.  Talað er um að gera Vaðlaheiðargöng, sem gerir styttingu upp á tæpa 20 km og blaðrað er um Suðurlandsveg sem tekur ílla við umferð sumarhúsagesta í hvað 6 tíma á viku tvo mánuði á ári.

Á fimmtudaginn síðasta var ég í fimmtugs-afmælisveislu.  Afmælisbarnið er Dynjandisheiði sem ásamt 60 ára gamalli Hrafnseyrarheiði tengir saman norðan og sunnanverða Vestfirði 4-6 mánuði á ári.  Á veturna eru þessir vegir lokaðir.  Það þýðir að vegalengdin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar breitist úr 174 km í 639 km.  Lengingin samsvarar því að í stað þess að aka frá Selfossi til Reykjavíkur um Hellisheiði, sé ekið norður Kjöl, um Blönduós, Holtavörðuheiði og Hvalfjarðargöng.

Í ljósi þessa væri einhver tilbúinn að skýra frá því hvað grunnþjónusta þýðir og hvar henni er einna helst ábótavant.

Sigurður Jón Hreinsson, 20.7.2009 kl. 11:18

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég tek undir með þér Sigurjón að Kristján L. Möller hefur staðið sig vel. Hann vinnur verk sín í hljóði og lætur verkin tala. Til viðbótar við uppbyggingu í samgöngumálum á síðustu árum þá minni ég á þá uppbyggingu sem nú er hafin í að tryggja landsbyggðarfólki viðunandi tengingu við upplýsingahraðbrautina (háhraðanettengingar) og ég þekki nokkuð til. Það átak er ekki minna en þegar fólk fékk síma eða rafmagn.

Jón Baldur Lorange, 20.7.2009 kl. 14:47

12 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Guðbjörn Guðbjörnsson er það sem ég kalla nýfrjálshyggjukrati. Það er hans lífsskoðun og hann færir yfirleitt ágætis rök fyrir máli sínu og bloggið hans er með þeim þeim vönduðustu sem finnast í bloggheimi.

Ég er hins vegar á öndverðum meiði en hann í flestum málum og þess vegna tökumst við oft á með lýðræðislegum hætti.

Jón Baldur Lorange, 20.7.2009 kl. 14:52

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Kristján hefur klárlega staðið undir væntingum. Það skýrist ekki síst á því að maður hafði lang minstar væntingar til hans :) Hann gerir það sem hann lofar og hvorki meira né minna. Hvort sem maður er sammála honum eða ekki er það virðingarvert á sinn hátt.

Héðinn Björnsson, 20.7.2009 kl. 17:19

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ENGINN krati getur verið góður ráðherra og á því ALDREI að sitja í
ríkisstjórn íslenzka lýðveldisins. Sósíaldemókratismi vinnur ÆTÍР gegn þjóðlegum hagsmunum Íslendinga.  - Er það enn ekki orðið nokkuð  ljóst?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 17:44

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Guðmundur Jónas: Við skulum berjast með réttlæti og rökum en ekki fordómum og flokkadráttum.

Jón Baldur Lorange, 20.7.2009 kl. 20:19

16 Smámynd: Arnar Guðmundsson

HANNER GODUR

Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 23:07

17 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ertu ekki bara svona jákvæður í hans garð vegna þess að það var hann sem afhenti þér gullið fyrir sjósundið?

Helga Þórðardóttir, 20.7.2009 kl. 23:46

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað áttu við Jón Baldur Lorange?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 00:54

19 identicon

Sigurjón Þórðarson,þú ert svo mikill grínari.

Númi (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband