Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og Ísland

Hættan af því að Íslendingar missi yfirráðaréttinn yfir fiskveiðiauðlindinni við inngöngu í ESB hefur talsvert verið í umræðunni. Sanntrúaðir fylgismenn Evrópusambandsins hafa gert lítið úr þessari hættu og látið jafnvel í veðri vaka þá barnalegu skoðun að Íslendingar muni við inngöngu ráða meira og minna því sem þeir vilja í sjávarútvegsstefnu ESB. Íslendingar ættu að þekkja manna best raunverulega hættu af því þegar fiskveiðiheimildir eru seldar landshorna og jafnvel landa á milli enda hafa íslenskar útgerðir keypt upp fiskveiðiheimildir annarra þjóða, s.s. úthafskvóta Breta og Þjóðverja, og vita að ef farið yrði eftir sömu leikreglum, þ.e. leikreglum ESB, hvað varðar íslensku fiskimiðin gætu þau þess vegna lent í höndunum á Grikkjum eða Bretum.

Í sjálfu sér væri hægt að girða fyrir mesta skaðann af því ef samið yrði um þá ófrávíkjanlegu reglu að öllum afla sem veiddur yrði á Íslandsmiðum yrði landað í íslenskum höfnum og hann boðinn þar upp.
Íslendingar geta einnig gengið út frá því sem vísu að hval- og selveiðar heyri sögunni til ef við göngum í Evrópusambandið. Það sem er þó allra allra verst er að áhrif sérfræðinga sem reikna stöðuga ofveiði á nánast öllum hafsvæðum sem þeir rannsaka eru miklu sterkari í Evrópusambandinu, og sjómenn og aðrir þeir sem nýta auðlindina hafa miklum mun minna um leikreglurnar að segja en hér á Íslandi, og hvað þá í Færeyjum. Í Evrópusambandinu eru t.d. áhrif græningja á regluverkið gríðarlega mikil. Ef farið er yfir nýlega reglugerð Evrópusambandsins nr. 1342/2008, um veiðar í Norðursjónum, Kattegat, Skagerak, vestur af Skotlandi og Írska hafinu, sem er afrakstur reglugerðabáknsins í Evrópusambandinu, sést að sjómönnum verður nánast meinað að draga þorsk úr sjó á næstu árum. Rauði þráðurinn í regluverkinu er ekki að um undirstöðuatvinnugrein sé að ræða heldur starfsemi sem beri fyrst og fremst að hefta og setja þröngar skorður.

Það er ekki einungis ætlunin að stjórna með kvótum, heldur einnig með flókinni sóknarstýringu. Reglurnar eru það flóknar að veiðar eru ekki einungis takmarkaðar út frá umdeildum stofnstærðarmælingum heldur er einnig  notaður til grundallar svokallaður fiskveiðidánarstuðull um hvort og þá hvað megi veiða, en hann er einungis reiknaður út frá mjög umdeildum rannsóknaveiðum. Aukinheldur verða reglurnar æ flóknari og veiðarfæri eiga að miða að því að sniðganga þorsk.

Áhyggjuefni mitt í oft og tíðum billegri umræðu íslenskra stjórnmálamanna, fjölmiðlunga og stéttar álitsgjafa er að mjög fáir hafa sett sig inn í þær leikreglur sem gilda um fiskveiðar í Evrópu og munu örugglega verða undirstöðuatvinnugrein Íslendinga fjötur um fót.

Grein sem birtist í Fréttablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ætla að vera þér hjartanlega sammála. Það sem hættulegast er að nú þegar er farið að tala um afslátt af kröfum okkar varðandi sjávarútveginn og landbúnaðinn, með þeim rökum að það séu nú fleiri atvinnugreinar. Samfylkingin ætlar sér í ESB hvað sem það kostar þjóðina.

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2009 kl. 21:49

2 identicon

Blesaður. Er nú að vissu leyti sammála þér um hættu matið. En það er ein lausn sem ESB adstæðingar hugsa ekki til enda.

Spurningin er einföld. Ef íslendingar halda stjórn yfir sjávarfangi því sem er hér í hafi, eru menn þá til í að ganga í ESB? Eða er þetta bara fyrirsláttur og menn eru bara á móti ESB?

Ég er með ESB, móti því að gefa alla stjórnun veiða frá okkur. Einfallt.

Jón (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fyrst þá er ég á móti aðild og umsókn um aðild. Það vita allir að það verður sagt já við öllum kröfum okkar. Þetta er pokergame. Allt verður látið líta vel út til að gera þjóðina ginnkeypta ef þjóðaratkvæðagreiðsla verður. EF. Hvað svo??? Þeir koma til með að stjórna hve mikið við megum selja að afurðum okkar. Þeir koma til með að stjórna hvort við megum selja afurðir okkar til landa utan ESB. Sjáið við munum senda já menn til samningaviðræðna.

Valdimar Samúelsson, 20.7.2009 kl. 07:57

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Mjög hnitmiðuð lýsing á staðreyndum Sigurjón. Ég þekki hvernig EB murkar lífið úr sjávarbyggðum Bretlands. Talið um ofveiði er kjaftæði. Ég hef farið í rannsóknaleiðangra í Norðursjó og Írska hafið. Norðursjórinn var eins og silungatjörn, fullur af gamalli ýsu í síldarstærð. Þokkalegt var af þorski í Írska hafinu, nóg til að veiðar væru arðbærar. Áður var landað svart, en nú eru menn fangelsaðir fyrir það enda búið að herða eftirlitið all hressilega og gera löndunarkallana meðseka.

Togaraflotinn hefur minnkað úr 35 skipum árið 2003 niður í 4 skip í ár. Að sögn er enn ofveiði og 8 ára "cod saving plan"  (nánast veiðistopp) hefur ekki skilað neinu. Nýlega hafði ég samband við skipstjóra á svæðinu og sagðst hann ekki hafa veitt eins vel af þorski í mörg ár.

EB fer aldrei á sjó frekar en ICES. 

Jón Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband