19.7.2009 | 13:12
Evrópusambandið og Ísland
Hættan af því að Íslendingar missi yfirráðaréttinn yfir fiskveiðiauðlindinni við inngöngu í ESB hefur talsvert verið í umræðunni. Sanntrúaðir fylgismenn Evrópusambandsins hafa gert lítið úr þessari hættu og látið jafnvel í veðri vaka þá barnalegu skoðun að Íslendingar muni við inngöngu ráða meira og minna því sem þeir vilja í sjávarútvegsstefnu ESB. Íslendingar ættu að þekkja manna best raunverulega hættu af því þegar fiskveiðiheimildir eru seldar landshorna og jafnvel landa á milli enda hafa íslenskar útgerðir keypt upp fiskveiðiheimildir annarra þjóða, s.s. úthafskvóta Breta og Þjóðverja, og vita að ef farið yrði eftir sömu leikreglum, þ.e. leikreglum ESB, hvað varðar íslensku fiskimiðin gætu þau þess vegna lent í höndunum á Grikkjum eða Bretum.
Í sjálfu sér væri hægt að girða fyrir mesta skaðann af því ef samið yrði um þá ófrávíkjanlegu reglu að öllum afla sem veiddur yrði á Íslandsmiðum yrði landað í íslenskum höfnum og hann boðinn þar upp.
Íslendingar geta einnig gengið út frá því sem vísu að hval- og selveiðar heyri sögunni til ef við göngum í Evrópusambandið. Það sem er þó allra allra verst er að áhrif sérfræðinga sem reikna stöðuga ofveiði á nánast öllum hafsvæðum sem þeir rannsaka eru miklu sterkari í Evrópusambandinu, og sjómenn og aðrir þeir sem nýta auðlindina hafa miklum mun minna um leikreglurnar að segja en hér á Íslandi, og hvað þá í Færeyjum. Í Evrópusambandinu eru t.d. áhrif græningja á regluverkið gríðarlega mikil. Ef farið er yfir nýlega reglugerð Evrópusambandsins nr. 1342/2008, um veiðar í Norðursjónum, Kattegat, Skagerak, vestur af Skotlandi og Írska hafinu, sem er afrakstur reglugerðabáknsins í Evrópusambandinu, sést að sjómönnum verður nánast meinað að draga þorsk úr sjó á næstu árum. Rauði þráðurinn í regluverkinu er ekki að um undirstöðuatvinnugrein sé að ræða heldur starfsemi sem beri fyrst og fremst að hefta og setja þröngar skorður.
Það er ekki einungis ætlunin að stjórna með kvótum, heldur einnig með flókinni sóknarstýringu. Reglurnar eru það flóknar að veiðar eru ekki einungis takmarkaðar út frá umdeildum stofnstærðarmælingum heldur er einnig notaður til grundallar svokallaður fiskveiðidánarstuðull um hvort og þá hvað megi veiða, en hann er einungis reiknaður út frá mjög umdeildum rannsóknaveiðum. Aukinheldur verða reglurnar æ flóknari og veiðarfæri eiga að miða að því að sniðganga þorsk.
Áhyggjuefni mitt í oft og tíðum billegri umræðu íslenskra stjórnmálamanna, fjölmiðlunga og stéttar álitsgjafa er að mjög fáir hafa sett sig inn í þær leikreglur sem gilda um fiskveiðar í Evrópu og munu örugglega verða undirstöðuatvinnugrein Íslendinga fjötur um fót.
Grein sem birtist í Fréttablaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ætla að vera þér hjartanlega sammála. Það sem hættulegast er að nú þegar er farið að tala um afslátt af kröfum okkar varðandi sjávarútveginn og landbúnaðinn, með þeim rökum að það séu nú fleiri atvinnugreinar. Samfylkingin ætlar sér í ESB hvað sem það kostar þjóðina.
Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2009 kl. 21:49
Blesaður. Er nú að vissu leyti sammála þér um hættu matið. En það er ein lausn sem ESB adstæðingar hugsa ekki til enda.
Spurningin er einföld. Ef íslendingar halda stjórn yfir sjávarfangi því sem er hér í hafi, eru menn þá til í að ganga í ESB? Eða er þetta bara fyrirsláttur og menn eru bara á móti ESB?
Ég er með ESB, móti því að gefa alla stjórnun veiða frá okkur. Einfallt.
Jón (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:14
Fyrst þá er ég á móti aðild og umsókn um aðild. Það vita allir að það verður sagt já við öllum kröfum okkar. Þetta er pokergame. Allt verður látið líta vel út til að gera þjóðina ginnkeypta ef þjóðaratkvæðagreiðsla verður. EF. Hvað svo??? Þeir koma til með að stjórna hve mikið við megum selja að afurðum okkar. Þeir koma til með að stjórna hvort við megum selja afurðir okkar til landa utan ESB. Sjáið við munum senda já menn til samningaviðræðna.
Valdimar Samúelsson, 20.7.2009 kl. 07:57
Mjög hnitmiðuð lýsing á staðreyndum Sigurjón. Ég þekki hvernig EB murkar lífið úr sjávarbyggðum Bretlands. Talið um ofveiði er kjaftæði. Ég hef farið í rannsóknaleiðangra í Norðursjó og Írska hafið. Norðursjórinn var eins og silungatjörn, fullur af gamalli ýsu í síldarstærð. Þokkalegt var af þorski í Írska hafinu, nóg til að veiðar væru arðbærar. Áður var landað svart, en nú eru menn fangelsaðir fyrir það enda búið að herða eftirlitið all hressilega og gera löndunarkallana meðseka.
Togaraflotinn hefur minnkað úr 35 skipum árið 2003 niður í 4 skip í ár. Að sögn er enn ofveiði og 8 ára "cod saving plan" (nánast veiðistopp) hefur ekki skilað neinu. Nýlega hafði ég samband við skipstjóra á svæðinu og sagðst hann ekki hafa veitt eins vel af þorski í mörg ár.
EB fer aldrei á sjó frekar en ICES.
Jón Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.