Leita í fréttum mbl.is

Vinstristjórnin stórhækkar skattbyrðar á lægstu laun

Núna hefur ríkisstjórnin boðað stórhækkun á tryggingagjaldinu sem er ekkert annað en liðlega 5% flatur launaskattur sem leggst með hlutfallslega sama þunga á háar sem lágar tekjur.  Launagreiðendur standa skil á tryggingagjaldinu rétt eins og staðgreiddum tekjusköttum en nánast eini munurinn sköttunum er að venjulegur launaskattur er einungi greiddur af launum sem eru umfram skattleysismörkin, sem eru í kringum 120 þúsund krónur.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir þessar upplýsingar, var ekki viss um hvað þetta tryggingagjald var eiginlega. Lúmskt.

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 13:02

2 identicon

Er ekki réttara að kalla þetta gjald á þá sem hafa vinnu sem dreifist á þá sem eru atvinnulausir? Það er vissulega erfitt fyrir lágtekjufólk að greiða skatta, en atvinnuleysistryggingasjóður verður ekki til úr engu, því miður.

GH (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég held þú ættir nú að fara á námskeið í skattarétti. Eða bara fara inná rsk.is.

Sigurður Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Ég ætla vona að þú sért viljandi að fara fram með þessa rökleysu Sigurjón. Annars verð ég að draga í efa að þú vitir eitthvað um skatta og hugtök á borð við þau sem þú notar í þessari fullyrðingu hér að ofan. Það væri skrítið eftir veru þína á löggjafarþinginu.

Gunnar Axel Axelsson, 16.6.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gunnar Axel og Sigurður,  hér er tengill á lögin um tryggingagjaldið og við lestur laganna hljótið þið að sjá að tryggingagjaldið er ekkert annað en launaskattur sem atvinnurekendum er ætlað að standa skil á.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2009 kl. 16:42

6 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

En skattbyrði á laun er auðvitað bara vitlaust, það hlýtur þú líka að sjá Sigurjón.

Gunnar Axel Axelsson, 16.6.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Gunnar Axel, það er ekkert vitlaust og það væri ekki úr vegi að þú rökstyddir stóryrtar fullyrðingar þínar um kunnáttuleysi og vitleysu.

Það hefur reyndar mátt merkja í gegnum tíðina nokkurn áhuga hjá þeim sem barist hafa fyrir flatri skattlagningu á öll laun og afnámi persónuafsláttarins að hækka tryggingagjaldið á launagreiðslur og lækka þá á móti skattprósentuna.

 Það kemur því á óvart að það skuli koma í hlut Vg og Samfylkingarinnar að hækka umtalsvert flatan skatt á öll laun.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2009 kl. 17:13

8 identicon

Ég er atvinnurekandi og ég lít á þetta sem hreinan launaskatt.  Á næstu áramótum mun ég hækka laun minna en ég hefði annars gert vegna þessa.  Þegar ég reikna út laun þá er mér nokkuð sama hver hluti rennur til launamanns og hver rennur til lífeyrissjóðs ofl.  Þessu má líkja við það þegar venjulegur maður kaupir bensín, honum er raunverulega slétt sama um hvað rennur til ríkisins, hvað er vsk og hvað er innkaupsverð.  Hann horfir einungis á það hvað bensínlíterinn kostar.  Sama er um okkur atvinnurekendur og þetta verður klárlega tekið inn í næstu ákvarðanir um launahækkanir.  Þannig að á endanum er það launþeginn sem ber þennan skatt og leggst hann með mestum þunga á þau fyrirtæki sem eru með mannaflsfreka starfsemi.  Þau fyrirtæki munu ekki geta hækkað laun sem þessu nemur eða munu lækka laun sem þessu nemur.  Svo einfalt er það í raun og veru.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:52

9 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Siðuritari getur mín vegna ruglað með hugtök skattaréttarins að vild sinni. Launaskattur hefur löngu verið afnuminn. Og tryggingagjaldið hefur ekkert með skattleysismörk að gera. Það eina rétta í þessu er, að allar launatengdar skattahækkanir lenda með einum eða öðrum hætti út í verðlagið og íþyngja þeim mest sem minnst hafa.

Sigurður Sveinsson, 17.6.2009 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband