Leita í fréttum mbl.is

Svartsýnissjúkir fjölmiðlar

Það er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar eru ginkeyptir fyrir hverri dómsdagsspánni á fætur annarri um að algert hrun blasi við undirstöðuatvinnugrein landsmanna þ.e. fiskveiðum. 

Fyrir nokkru var það aðalfréttin í helstu fjölmiðlum landsins að algert hrun blasti við fiskistofnum heimsins árið 2048 en upp komst að sú spá var einungis fölsk beita til þess að vekja athygli fjölmiðla.

Núna hefur Einar Árnason birt grein, þar sem spáir úrkynjun og hruni þorsksins a Íslandsmiðum, byggða á  mjög hæpnum gögnum. Það er eins og við manninn mælt, helstu fjölmiðlar landsins kokgleypa beituna gagnrýnislaust og virðast vera jafn meðvirkir með sértrúarvísindaliðinu sem boðar hver endalokin á fætur öðrum og þeir voru með blessaða útrásarliðinu okkar.

Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvers vegna þeir vísindamenn s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem boða bjarta framtíð byggða á viðtekinni vistfræði,  fá enga umfjöllun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur nú alltaf verið fréttnæmt þegar íslendingar fá birtar greinar í virtum vísindatímaritum og ef umfjöllunarefnið er helsti atvinnuvegur landsins finnst mér nú alls ekki skrýtið að það vekji athygli.  Auðvitað á að taka til greina öll hættumerki sem steðja að okkar helstu auðlind.  Lokun á augunum fyrir mögulegum vanda er meira 2007...

Kristín Hildur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Ágúst Marinósson

Tek undir með Sigurjóni að þetta er með ólíkindum hvernig svona mál er sett fram af fjölmiðlum.  Þetta eru skoðanir einhverrra þriggja einstaklinga og Hafró hefur ekki sagt stakt orð enn um þetta mál.

 Skrítið að stofninn skuli ekki vera hruninn fyrir löngu síðan.  Íslendingar ásamt bretum, þjóðverjum og fleiri þjóðum veiddu áratugum saman úr þessum sama "grunnsævisstofni" og þá var ekki verið að fylgjast grannt með því hve mikið var veitt. 

Sjómenn á íslenskum togurum hafa verið að taka eftir því síðustu árin hvað fiskurinn í sjónum er vel haldinn.  Allt staðar rækja og síli og þorskurinn belgfullur af þessu góðgæti.  Ekki vafi á að  minnkandi sókn í rækju og loðnu skilar sér til okkar mikilvægustu fiskistofna.  Sjómenn eru líka allir sammála um að miklu meira sé af þorski í sjónum nú en nokkru sinni.

Þessi "vísindalega" kenning um hrun þorskstofnsins er vafasöm í meira lagi.

Ágúst Marinósson, 31.5.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kæmi mér ekki á óvart að hann myndi úrkynjast og hrynja rétt eins og þjóðin.

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 17:49

4 identicon

Sigurjón það er engin svartsýni í gangi heldur staðreyndir þótt þú sjáir ekki fílinn á eigin nefi þá sjá hann allir aðrir sjáandi og engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá,alltént finnst mér  líffræðingurinn Sigurjón  staurblindur og á margt líkt með undangengnum útrásarvíkingum sem hafa skuldset þjóðina marga áratugi fram í tímann,við höfum engan veginn efni að taka einhvern séns á útrás á fiskistofn landsins lengur og verðum að taka mjög erfiðar ákvarðanir sem fyrst fyrir þá sem ætla að búa áfram á eyjunni Íslandi.Og það er engin dauði af  náttúrulegum orsökum þorskhrygna ekki frekar en af sæði manna og ég fullyrði að náttúru aðstæður í sjó hafa aldrei verið betri gagnvart sól og tungli þótt ég viti lítið.Og fíllinn á nefi Hafró er trúlega frá Ameríku og prósentútreikningur á veiðiálagi bull,og 20% veiðiálag trúlega átt við árin ’40-70 en,eftir það fljótlega langt yfir 100% og þarf ekki annað en að sjá meðalþyngd veidds afla í dag til að sjá hvað ofveiðin er alvarleg,en það var algengt að fá 90kg þorsk snemma á öldinni,við þurfum síst á skýjaglópum að halda dag.

Lúðvík (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ágúst, það er rétt að það er furðulegt að tala stöðugt um hrun fiskistofna en það er ofureðlilegt að þeir sveiflist enda étur hver annan í hafinu.  Ég vil benda þér á merkilega bók eftir Ásgeir Jakobsson en ég gæti skotist með hana til þín einn daginn.

Mér fannst nokkuð merkilegt að heyra af því að ástand rækjustofnsins væri góður metill á breytingar á umhverfisaðstæðum en þegar ég heyrði af því fór ég að velta því fyrir mér hvort að hitamælirinn á Hafró væri týndur.  Það ætti að vera auðveldara að mæla eðlisþætti í umhverfinu beinni mælingu en að gera það með mjög ónákvæmari stofnmælingu á rækjunni.

Finnur, ég er ekki frá því að við Lúðvík getum verið sammála um að sum skrifin hér að ofan gefi vissar vísbendingar að einhver afturför geti átt sér stað meðal þjóðarinnar, þó svo að ég sé þess fullviss um að við félagarnir séum ósammála um hvaða skrif benda ákveðið í þá átt.

Sigurjón Þórðarson, 31.5.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Hér er um að ræða fræðilega þvælu eins og henni einni er unnt að vera mögulega um atriði sem eru og ættu að hafa verið mönnum augljos um áraraðir sem eru ágallar kerfisins sjálfs og þeirra hvata sem orskaka veiðar úr ákveðnum árgöngum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband