Leita í fréttum mbl.is

Miðborgarelíta Samfylkingarinnar mismunar landsbyggðinni gróflega

Samfylkingin hefur haldið því á lofti að nauðsynlegt sé að tryggja aðkomu sem fjölbreyttastra sjónarmiða að allri ákvarðanatöku. Meðal annars er rík áhersla lögð á að konur séu ekki færri en karlar í ríkisstjórninni. Það vekur athygli að Samfylkingin virðist sniðganga sérstaklega landsbyggðarþingmenn sína við val á ráðherrum. Að vísu fær Kristján Möller enn að hanga inni en háværar raddir miðborgarelítunnar vilja hann einnig út úr ríkisstjórninni.

Þegar farið er yfir ráðherralistann sést að hann er að mestu úr 101 Reykjavík. Ef maður á að sýna fulla sanngirni má kannski halda því fram að Katrín Júlíusdóttir sé hálfgildings landsbyggðarþingmaður þar sem hún býr í Kópavogi.


mbl.is Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Landsbygðin hefur 3 af 12 ráðherrum eða 25% og 29 af 63 þingmönnum eða 46% og þar búa 36 % af kjósendum landsins. Mér sýnist landsbygðin vera nokkuð á pari þarna.

Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég bý í 101 og einum. Við erum ekki ofalin miðað tvöfalt atkvæðisvægi landsbyggðarinnar.

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Finni það virðist ekki skipta máli þar sem nær allir ráðherrarnir koma úr 101 og 107. 

 Þeir sem hafa verið uppteknastir í þessari umræðu um misvægi atkvæða og að öll sjónarmið eigi að koma að ákvarðanatöku eru einmitt úr 101 og 107 sem ráða öllu þegar til kastanna kemur.

Sigurjón Þórðarson, 11.5.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér finnst ég ekki ráða neinu yfir höfuð :)

Kveðja

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki í sambandi við færsluna, en spurt af forvitni, af hverju hélstu ekki áfram í stjórnmálum, þú varst ansi öflugur í málflutningi ? (í alvöru talað)

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Finni, ég þakka fyrir það. Ég var reyndar í framboði en kjósendur völdu aðra fulltrúa.

Sigurjón Þórðarson, 11.5.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er hægt að röfla út af öllu ?

Óskar Þorkelsson, 11.5.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skari, það er rétt að röflið og gráturinn getur verið það mikill í miðbæ Reykjavíkur að auðvelt er að sjá nýjar hliðar á  réttlætinu.

Sigurjón Þórðarson, 11.5.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband