28.4.2009 | 21:55
Borgarahreyfingin lætur ekki undan skrílnum
Af yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar má ráða að hún standi þétt með stéttvísum þingmanni sínum sem hefur hafnað því að láta undan kröfum skrílsins um að skila heiðurslaunum. Listamaðurinn hlaut þessi heiðurslaun fyrir óumdeild og ómetanleg menningarverðmæti sem hafa mikið gildi fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar, s.s. verk á borð við Magnús, Dalalíf og Löggulíf. Ekki má gleyma meistarastykkinu sjálfu, Nýju lífi. Það er ómögulegt að vita hvort Sigga Sigurjóns og Karli Ágústi Úlfssyni hefði nokkru sinni skotið upp á stjörnuhimin Spaugstofunnar ef ekki hefði verið fyrir verk Þráins. Spaugstofan hefur ekki aðeins gríðarlegt skemmtigildi heldur er ekki síður vönduð pólitísk ádeila til 20 ára.
Borgarahreyfingin stóðst með prýði fyrsta prófið sem var lagt fyrir hana, stendur vörð um rætur íslenskrar þjóðmenningar og það verður spennandi að fylgjast með frekari stórtilþrifum byltingaraflsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 1019349
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Allir skulu þeir vera eins - sama hvað þeir þykjast standa fyrir.
Halla Rut , 28.4.2009 kl. 22:05
Já það var svo sem vitað að Þráinn stæði fast á sínum gildum enda stóð af lengst af framarlega í Framsóknarflokknum.
Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 22:11
Noh, ertu kominn þangað?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:23
Nei nei Gísli ég er á Króknum.
Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 22:27
Er þetta eitthvert einsdæmi innan Borgarahreyfingarinnar. Ég margsinnis vakti athygli á því að þeir væru ekki samkvæmir sjálfum sér, t.d. báru lýðræðið út af fundum sínum og svo var formaðurinn á launum frá RÚV í framboðsferð á Akureyri. Þeir reyndu að segja að hann væri í "sumarfríi" en launadeild RÚV upplýsti um sannleikann. Enda áhugavert hvernig vinurinn Herbert skellti á mig símanum þegar búið var að afhjúpa hann á Lýðvarpinu FM100.5
Í dag sveik Þráinn Bertelsson að svara símanum fyrir símaviðtal á fréttavaktinni á FM100.5, sagðist í gær ekki geta talað við okkur en myndi gera það í dag. Hann svaraði ekki. Einnig áhugavert að hann sagði tæknimanni okkar að hann væri ekki með gsm síma. Er það virkilega rétt að maðurinn eigi ekki gsm síma?
Lýðvarpið mun "hundelta" Þráinn þar til hann svarar því sem við viljum spyrja hann, því skal ég lofa ykkur!
Ástþór Magnússon Wium, 28.4.2009 kl. 22:28
Já Sigurjón. Hann er varla kominn á þing þegar öllu orðagjálfrinu er kastað fyrir róða. Hann er ekki skríllinn , hann er elítan.
Rannveig Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:28
Ástþór, mér fannst þú mjög góður í RÚV um daginn í spjalli stjórnmálaleiðtoganna eftir kosningarnar og fórst yfir þátt fjölmiðla í umræðunni.
Það verður spennandi að fylgjast með útvarpsstöðinni sem næst víst ekki hérna fyrir norðan enn sem komið er.
Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 22:38
Ásþór mælir sannleikan og er eini er komið hefur með einhverjar lausnir sem vit er í. Það er nú bara staðreynd og ég held að fólk sé að eins farið að sjá það.
Halla Rut , 28.4.2009 kl. 23:04
Er ekki í lagi með ykkur??.....Hafið þið ekkert þarfara að gera, en að eltast við Þráinn Bertelsson, og hans listamanna laun......Þvíkur fáránleuki.
Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:25
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei skilið þessi listamannalaun og því síður hvernig einhver hjá ríkinu getur ákveðið hver er betri listamaður en annar og eigi frekar skilið þessi laun. Nú ef listamenn eru góðir í sínu fagi og geta selt verk sín eiga þeir ekki að þurfa ölmusu. Þetta gildir reyndar um allar starfstéttir. Fatta bara ekki af hverju ein starfsgrein er tekin út og launuð sérstaklega af ríkinu.
Víðir Benediktsson, 28.4.2009 kl. 23:26
Víðir mér er sagt að Herbert formaður hafi lengi spurt sjálfan sig reglugerðarmanninn hvort að eitt og annað sé löglegt og siðlegt.
Núna hefur kappinn komist að því að skríllinn hefur haft rangt fyrir sér.
Sigurjón Þórðarson, 29.4.2009 kl. 00:17
Ég hef varað við lýðskrumaranum Þráinni Bertelssyni í margar vikur en loksins núna virðist fólk vera að vakna þegar það er orðið of seint og hann er kominn á þing.
Því miður er hann að draga annars ágætan málstað Borgarahreyfingarinnar með sér niður í svaðið - og rústa trúverðugleika hennar sem rödd þjóðarinnar.
Trúi ekki að hið ágæta fólk, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari (sem og öll grasrótin sem þar er öflug fyrir) láti teyma sig á þessum asnaeyrum lengi og spái því að Þráinn hröklist inn í Framsókn á fyrstu vikum nýs þings.
"Þráins-armur" Borgarahreyfingarinnar er þegar farinn að sýna á umræðuþráðum netheima að þeir standa með "LEIÐTOGA" sínum í einu og öllu og þessari HRÆSNI líka.
Spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu...!
Þór Jóhannesson, 29.4.2009 kl. 01:15
Hvernig er það með ykkur félagana, Magnús og þig, eruð þíð í keppni um hvor er orðljótari á blogginu? Ef ég væri ósammála ykkur væri ég þá skríll? Annars tek ég þennan pistil þinn sem háð en ekki hól um Þráinn Bertelson og ég verð að segja að ég varð hugsi þegar ég hlustaði á umræðurnar um þessa tillögu á þinginu í vetur. Mér finnst hugtakið "Heiðurslaun" hafa sett niður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 07:03
Jóhannes L. Baldvinsson ég get ekki séð það að þessi pistill minn beri nokkur merki þess að vera orðljótur. Það að nota orðið skríl var alvanalegt að nota um þá sem mótmæltu og voru andsnúnir mótmælunum og svo voru einnig dæmi um að mótmælendur kölluðu ráðamenn skríl.
Þess má geta að elítubloggarinn Egill Helgason nota þetta orð í fyrirsögn á pistli sínum gær þannig að það ætti að vera leyfilegt út frá rétthugsandi Evrópusinnum.
Sigurjón Þórðarson, 29.4.2009 kl. 09:16
Þráinn ætlar að verða öflurgur fulltrúi hluta þjóðarinnar..... verst að sá hluti er ekki nema ca. 1/300.000 sem sagt Þráinn í fyrstu persónu eintölu í öllum fallbeygingum. Til hamingju Þráinn þú ert kominn með öflugann fulltrúa á þing fyrir þína hagsmuni.
Haraldur Baldursson, 29.4.2009 kl. 13:17
Engin rök eru fyrir að maðurin þurfi eða ætti að skila heiðurslaunum ef hann hefur ekki brotið þann heiður sem hann fékk þau fyrir.
EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:43
Þráinn hefur alltaf verið dæmigerður nöldrari og talar eins og allir aðrir séu hálfvitar. Manngerð sem maður rekst á með reglulegu millibili.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 17:53
Það er alveg frá leitt að krefjast þess að listamaður hafni heiðurslaunum sem honum hefur verið veitt.Eg skammast mín fyrir svona málflutning.Þetta eru ekkert annað en persónulegar árásir á Þráinn.Flokkspólitiskur skítur.
Árni Björn Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 18:25
getur Þráinn ekki bara lifað á því að selja bækur sínar? Alger óþarfi að skattpeningarnir mínir fari í að halda honum uppi,mér þykir hann með eindæmum leiðinlegur höfundur og var ekkert spurður um neitt styrk handa honum.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:29
Maðurinn er búinn að vinna fyrir heiðurslaununum, er það ekki? Þurfum við hin þá að skila peningum sem við unnum fyrir einu sinni af því við erum komin í nýja vinnu?
EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:08
Birgitta Jónsdóttir á bloggsíðu sinni:
-"Hér er lausn sem ég kom með á bloggþræði í dag: Þráinn þarf ekkert að afsala sér heiðrinum - hann getur einfaldlega beðið um að greiðslur sem heiðurslaunum tengjast verði stoppaðar á meðan hann starfar sem þingmaður fyrir XO. Mér finnst að það sé ekki hægt að afsaka tvöföld ríkislaun, hvorki í kreppu né góðæri. Þetta er mín persónulega skoðun.
Ég er búin að eyða öllum deginum í dag út af símtölum út af þessu máli, blogga og hugsa um lausn. Það hryggir mig að þessi ágæti samstarfsmaður okkar hlusti ekki á tillögur mínar eða annarra um lausn á þessu leiðindamáli. Þetta er ekkert flókið. Mér finnst þetta ekki stórmál en prinsip mál er það. Við getum ekki talað um afnám spillingar á meðan einhver okkar vísar í önnur verri spillingarmál til að réttlæta sig. Það gengur bara ekki upp. Ég ætla ekki að þegja ef mér ofbýður eitthvað og satt best að segja ofbýður mér..."-
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:11
Það sem sagt er fyrir kosningar stenst ekki alltaf eftir kosningar. Heiðurslaunum og Fálkaorðum er nú útdeilt eins og gullpeningum til handa yngri flokkum í handbolta og knattspyrnu sem eiga sínar medalíur svo sannarlega skilið en að heiðra einhvern-einhverja sé orðið eins og að safna kóktöppum þá missir það marks og flokkast undir bruðl.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 21:10
EE: búinn að vinna fyrir heiðurlaununum ??
Þetta eru greiðslur sem greiddar eru út mánaðarlega allt árið .. ekki ólíkt launagreiðslu.
Hvernig í óskupunum er hægt að taka manninn alvarlega ef hann gagnrýnir aðra fyrir sjálftöku, græðgi og spillingu .. vitandi það að hann fái tvær launagreiðslur frá skattborgurum. 180 þúsund plús rúm 500 þúsund.
Maðurinn er að skaða trúverðugleika sinn og Borgarahreifingarinnar.
Hvaða skilaboð eru þetta til öryrkja og atvinnulausra hér á landi .. sem og þeirra sem eru að taka á sig launalækkanir vegna ástandsins hér á landi.
Þeir sem sjá ekkert athugavert við þetta .. ættu endilega að koma niður á jörðina til okkar hinna.
Jahérna...
ThoR-E, 30.4.2009 kl. 20:01
Sigurjón þú slepptir mikilvægasta þætti yfirlýsingar okkar, sennilega viljandi: "Stjórn Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing telur að starf þingmanns sé fullt starf og að þingmenn eigi ekki að taka laun frá Alþingi fyrir önnur störf ótengd þingstörfum meðan á þingsetu stendur. Í þeim tilfellum sem slíkt kemur upp eru það eindregin tilmæli stjórnarinnar að slíkum launum verði annað hvort afdráttarlaust afsalað eða þau látin renna til góðgerðarmála."
Ástþór, það er ömurlegt að fylgjast með lygum þínum og einelti á hann Herbert, hann var með sanni í sumarfríi og ég er alveg viss um að ef þú hefur samband við launadeild RÚV að það sé hægt að upplýsa þig um nákvæmlega hvenær maðurinn fór í frí. Það að spyrna saman Borgarahreyfingunni sem er bandalag fólks víðsvegar úr grasrótinni við Borgarafundi er hrein og klár lygi til að reyna að gera einhverskonar píslavott úr sjálfum þér. Aumt af manni sem tók stefnu lýðveldisbyltingarinnar og gerði að sinni án þess að hafa lagt neitt í alla þá vinnu sem þar fór fram áður en þú gerðir hana að þinni.
Birgitta Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 01:04
á að standa í garð hans Herberts...
Birgitta Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 01:05
Birgitta, reyndar þá tengi ég á yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar í heild sinni sem birtist á Eyjunni. Hvað sem líður þessum formála þá er niðurstaðan engu að síður skýr þ.e. að Borgarahreyfingin tekur heilhugar undir sjónarmið Þráins.
Sigurjón Þórðarson, 1.5.2009 kl. 10:53
Acer, já, ég skildi það þannig að hann væri búinn að vinna fyrir þeim. Og spurði í lok setningarinnar:"- - er það ekki?"
EE elle (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:09
Og Acer, við HIN erum á jörðinni. Og aftur spyr ég: Er hann ekki búinn að vinna fyrir heiðurslaununum?
EE elle (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:59
Búinn að vinna fyrir heiðurlaununum ??
Ég veit ekki betur en að hann hafi fengið ágætlega greitt fyrir verk sín hingað til. Hann fær tæp 40% af hverri bók sem hann selur, einnig fékk hann ágætlega greitt fyrir þær bíómyndir sem hann gerði.
Afhverju þurfa skattgreiðendur líka að halda honum uppi??
Er hann á einhverjum sér díl eða ??
Því miður Framsókn er ekki við völd lengur. Það eru nýjir tímar ... Nýtt Ísland!
Tími ofurlauna, spillingar og bruðls eru liðinn.... sem betur fer.
ThoR-E, 2.5.2009 kl. 11:09
Acer, persónulega vil ég ekkert að við höldum manninum uppi. Það er ekki það sem ég meinti. Og stend og hef alltaf staðið fast (á jörðinni ) gegn eyðslu, ofurlaunum og spillingu. Gat aldrei og get ekki þolað flottheitin og ofureyðsluna í landinu og yfirvöldum og lifi ekki þannig. Veit satt að segja ekki hvaða leið ætti að fara. Kannski leiðina hans Gísla Baldvinssonar að ofan.
EE elle
. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:45
Þá erum við á sömu blaðsíðu EE elle.
Ég er algjörlega búinn að fá mig fullsaddan á allskonar sérdílum fyrir útvalda í þessu þjóðfélagi okkar ... og á meðan þurfa öryrkjar og ellilífeyrisþegar (og nú atvinnulausir) að lepja dauðan úr skel.
Ef þessir hlutir breytast ekki við þetta .. að þá hef ég ekkert í þessu landi að sækja.
ThoR-E, 2.5.2009 kl. 13:28
Nei, ekki ég heldur. Ofureyðslan og spillingin í landinu hafa verið ógeðsleg. Og kenni yfirvöldum um spillinguna.
EE elle
. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:02
Já og alltaf skulu þeir þó ná peningum af eldri borgurum og svíkja öryrkja.
EE elle
. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.