Leita í fréttum mbl.is

Þráinn með meiri stéttarvitund en Ögmundur

Þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra afþakkaði hann ráðherraviðbótina ofan á þingfararkaupið og sýndi þá af sér dæmalausan skort á stéttvísi. Hann stóð ekki með hinum ráðherrunum og sveik þar með stjórnmálastéttina. Það er greinilegt að búsáhaldabyltingin hefur komið af stað mikilli betrun og nánast umbyltingu í stéttvísi. Þráinn Bertelsson verður ekki sakaður um að hafa svikið lit en hann hefur þráast við að gera heiðurslistamannalaunin að ódýrri skiptimynt fyrir stundarvinsældir. Með þessu stendur hann þétt við bakið á Matthíasi Johannessen, Erró og Gunnari Eyjólfssyni.

Hver segir að byltingin éti börnin sín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þú þarft að drífa þig til mín í Lýðræðishreyfinguna, því þú ert maður með persónufylgi og trúr þinum skoðunum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 02:20

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka gott boð en ég verð áfram í Frjálslynda flokknum.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þið í Frjálslynda flokknum þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu á næstunni. Það er engin í ykkar röðum með þingfarakaup eða ráðherralaun samhliða öðrum tekjum og verður allavega ekki á næstunni og sennilega aldrei.

Sigurður M Grétarsson, 28.4.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður M. hvað varðar það að Frjálslyndir munu ekki þiggja laun sem þingmenn eða ráðherrar á næstunni þá eru það samt mörg okkar sem borgum skatta.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 14:59

5 Smámynd: ThoR-E

Ja .. Frjálslyndi flokkurinn er nú með þrjá menn í bæjarstjórnum víðsvegar um landið. Sá fjöldi gæti aukist í kosningunum á næsta ári.

Það er fullt af góðu fólki í Frjálslynda flokknum og er ég viss um að flokkurinn komi líka sterkur inn í næstu alþingiskosningum. Hvort sem þær verða eftir 4 ár eða fyrr.

Skemmtilegur pistill Sigurjón ;)

ThoR-E, 28.4.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nú svo margt sem maður skilur ekki.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2009 kl. 17:07

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll nafni. Fleebah hér.

Ég hélt í heimsku minni að sannur leiðtogi leiðir með fordæmi. Eitthvað þykja mér vopn Þráins vera orðin bitlaus í baráttu sinni við vindmillurnar ef hann getur ekki einu sinni farið fyrir baráttunni með því að sýna fordæmi. Fordæmi, að afþakka listamannalaunin. Því um hvað snérust t.d. andstaðan við eftirlaunafrumvarpið og t.d. styrkina annað en að mótmæla kröftuglega sjálftöku þeirra sem leiða landið?  

Þráinn þarf að vera syndlaus sem hvítvoðungur ef hann ætlar að mótmæla spillingu og standa fyrir lýðræðisumbótum. Og það er hann EKKI meðan að hann er á listamannalaunum. Hann getur reynt að réttlæta þetta þangað til hann verður blár í framan (eins og reynt hefur verið að réttlæta styrki Sjalla) en það breytir ekki því að í pólitík er birtingamyndin allt, sannleikurinn er bara punkt.

Sigurjón Sveinsson, 28.4.2009 kl. 17:33

8 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

btw, nafni, ég kaus Borgarahreyfinguna. Þráinn Bertelsson in particular, enda í Reykjavík Norður. Þráinn er s.s. "minn maður".

Ef minn maður getur ekki komið sér yfir þá sem hann ætlar að gagnrýna, það sem hann vill breyta, til hvers þá að vera að þessu? Ef Borgarahreyfingin er bara ný viðbót við annars ágætan hóp þar sem siðleysi er í lagi, til hvers þá að kjósa Borgarahreyfinguna, af hveru ekki bara að kjósa Sjalla eins og síðast? Þetta er þá bara orðið sama tóbakið, ekki satt?

Sigurjón Sveinsson, 28.4.2009 kl. 18:15

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já sjálftakan lætur ekki að sér hæða. Sé ekki að borgarahreifingin geti verið marktæk í umræðu lýðræðisumbætur þegar hún tekur ekki mark á slíku sjálf.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband