Leita í fréttum mbl.is

Hvers virði er mannorðið?

Sem kunnugt er þiggur Frjálslyndi flokkurinn ekki mútur. Margur ferðalangurinn sem hefur gert víðreist um Evrópu síðustu mánuði hefur orðið þess áþreifanlega var að mannorð landans er stórskaðað.

Í komandi kosningum verður án nokkurs efa tekið eftir því hvort að íslenskir kjósendur munu veita þeim flokkum brautargengi sem eiga mesta sök á hruninu og fjármálamisferlinu en það eru auðvitað Sjálfstæðis- Framsóknarflokkur og jú Samfylkingin sem hafa verið á spena fjárglæfrafyrirtækjanna.

Með því að greiða framangreindum flokkum atkvæði sitt þá eru kjósendur í og með að skrifa undir vafasöm vinnubrögð sem hafa rýrt orðstír þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er mjög góð spurning Sigurjón sem menn sannarlega ættu að íhuga hver um sig hvar og hvenær sem er, í hvaða flokki sem standa, þínum sem öðrum.

Einkum og sér í lagi þarf að skoða goggunarkerfi gamla flokkakerfisins þar sem völd og valdatogstreita um keisarans skegg, kann að verða lýðræðinu fjötur um fót.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2009 kl. 03:52

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég gæti nú ekki verið meira sammála þér núna Sigurjón.

Mannorð íslendinga veltur á næstu kosningum.

Það horfa allir hingað, bíða og sjá hvaða hug almenningur ber til spillingarflokkanna.

Hvort þjóðin kýs viðbjóðinn yfir sig aftur og vill sem sagt hafa þetta eins og það var.

Eða hvort almenningur hreinsar til!

Ps. Ef útilokað verður skömmu fyrir kosningar að smærri framboð nái inn manni þá ætti viðkomandi framboð að lýsa yfir stuðningi við það stærsta og hvetja tilvonandi kjósendur sína til að leggja atkvæði sitt við eitthvert tiltekið framboð...

Það er hægt að vinna gegn spillingaröflunum á fleiri en einn hátt, en sundruð náum við ekki árangri.

Bið að heilsa norður.

Baldvin Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband