Leita í fréttum mbl.is

400 ný störf á Akranesi

Núna í atvinnu- og gjaldeyrisleysinu velta menn vöngum yfir því hvað sé hægt að gera sem skapi vinnu og gjaldeyri. Það virðist ekki nóg að benda á hið augljósa, heldur virðist þurfa bæði að tyggja það og jafnvel melta fyrir þá sem eiga að fjalla gagnrýnið um þjóðfélagsmál. Í dag var ég staddur á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness og þá benti Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, mér á að tapast hefðu úr bænum mörg hundruð störf í fiskvinnslu og sjósókn frá því að kvótakerfið hélt innreið sína í bæinn í allri sinni dýrð.

Þetta er ekki vegna tækninýjunga eða að vinnan hafi flust eitthvað annað á landið, heldur er ástæðan einnig sú að þegar kerfið var tekið í notkun var veitt á fjórða hundrað þúsund tonn af þorski en núna er leyfilegt að veiða 160.000 tonn. Slor er ekki bara slor, heldur vinna og gjaldeyrir.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að leyfa auknar veiðar, a.m.k. algjörlega óábyrgt að fara ekki yfir þær tillögur heldur slá þær út af borðinu. Það er búið að tyggja og melta, nú þarf bara að leyfa auknar veiðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þa' er held ég ekki nóg að veiða fiskinn og vinna hann, þarf ekki líka að vera hægt að selja fiskinn? Er ekki aukin birgðasöfnun að verða vandamál núna? Að veiða meira en við getum selt er skammgóður vermir þó það skapi atvinnu í skamman tíma.

Elín Ragnars (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Sammála þér Sigurjón það virðast allir finna grjót nóg af þorski nema Hafró.  Togararallið sem viðmiðun á stofnstærðum er í besta falli verulega vanþróuð aðferð til mælinga en ekki vísindagrein.

Það eru allt of margir óþekktir í jöfnunni til þess að hægt sé að reikna dæmið til enda, svo sem breytilegur sjávarhiti, straumar og veðurfar.  Það er að mínu mati menntahroki að viðurkenna ekki þessar staðreyndir.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Elín neysla á fiski er ekki einhver föst stærð.

  Það sem hefur gerst í þessum niðurskurði er að markaðir hafa tapast t.d. þegar Einar K. Guðfinnsson skar niður um liðlega 30% fyrir tveimur árum. Fiskverkendur brugðust við með því að halda í þann hluta sem gaf af sér hæstu verðin sem varð einmitt harðast úti þegar harðnaði á dalnum ytra.

Sigurjón Þórðarson, 14.4.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ágúst það verður ekki vandamálið eru ekki 17 þúsund manns atvinnulausir?

Sigurjón Þórðarson, 15.4.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er óskiljanlegt að aðþrengd þjóð njóti ekki ráðabetri manna og kvenna en þeirra sem völdum stýra þessa dagana. Þessi lausn þín er svo grætilega augljós að blindir sæju betur. Óhjákvæmilegt er að hugurinn reiki með spurningar eins og...liggja einhverjar aðrar ástæður að baki þessm nálgunum stjórnvalda en þjóðhagsleg- eða náttúruverndarleg sjónarmið.

Haraldur Baldursson, 15.4.2009 kl. 16:42

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ágúst, þú getur hengt þig upp á það að Frjálslyndi flokkurinn mun taka braskið og söluréttinn burt úr greininni og gefa langtum fleiri manns tækifæri til að spreyta sig. Vonir okkar standa til þess að vel reknar útgerðir, hvort sem þær heita Samherji eða annað, geti blómgast á veiðum. Ég hef ekki áhyggjur af því að duglegir útgerðarmenn hjá FISK eða Samherja bjargi sér ekki í réttlátara kerfi og sérstaklega ekki ef leyfðar verða auknar veiðar.

Við þurfum virkilega á öllu okkar að halda ef við eigum að komast út úr kreppunni. Í gangi hefur verið hagræðing andskotans sem hefur gengið út á að leggja af blómlegar byggðir.

Aukinn afli verður sóttur með stærri og smærri skipum og bátum en við erum klárlega að tala um mörg störf. Frelsi til handfæraveiða gæti skapað 200-300 störf við veiðar einar saman auk afleiddra starfa.

Erum við ekki að tala saman, Ágúst?

Sigurjón Þórðarson, 15.4.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Það er augljóst að auka mætti kvótann um 100 þúsund tonn. Ég er sammála þér í sumu af því sem þú segir varðandi kvótann, en ég sé ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti þröskuldurinn í málinu, því þeir koma jafnvel í veg fyrir það á Alþingi að auðlindirnar verði skilgreindar sem þjóðareign. Þeir vilja halda kvótanum í eigu örfárra aðila og stefna að því bæði leynt og ljóst.

Og þess vegna hlusta þeir ekki á fiskifræðinga eins og Jón Kristjánsson, veiðiheimildirnar eru veðsettar í botn og það gæti þýtt verðfall og ónýt veð fyrir skuldaeigendurna. Þeim er algjörlega sama um allt annað en að halda uppi kvótaverðinu, veðunum og öllum réttindunum til veiðanna. Það eru Sjálfstæðismenn sem eru að koma í veg fyrir að hægt sé að laga ,,mannréttindabrotin" sem þér er svo tíðrætt um.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 16.4.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband