3.4.2009 | 17:26
Frambjóðandi Samfylkingarinnar spyr og svarar sjálfum sér
Frambjóðandi Samfylkingarinnar ber fram þá spurningu á opinberum vettvangi hvort Frjálslyndi flokkurinn sé á móti vistvænum veiðum. Í framhaldi af spurningunni vitnar viðkomandi í grein þar sem fram kemur að Frjálslyndi flokkurinn styður frjálsar handfæraveiðar, enda hefur flokkurinn borið fram tillögu þess efnis á Alþingi, ekki einu sinni heldur oft. Það sem frambjóðendur Frjálslynda flokksins gera sérgrein fyrir er að augljóst er að það er hægt að stórauka þorskveiðar á Íslandsmiðum. Það er sömuleiðis vægast sagt vafasamt að grauta saman veiðiheimildum handfærabáta og togveiðum eins og Samfylkingin virðist gera einhverra hluta vegna. Togveiðar hafa sjaldan eða aldrei verið minni en einmitt núna á miðunum í kringum Ísland.
Mig furðar nokkuð á því, en geri í sjálfu sér ekki athugasemd við það, að Þórður Már virðist skella upp úr í hvert sinn sem hann les grein eftir mig um sjávarútvegsmál, hvort sem er um ábyrgð Samfylkingarinnar á mannréttindabrotum eða þegar ég geri athugasemdir við að Samfylkingin sverti störf togarasjómanna. Hagsmunasamtök bæði íslenskra og erlendra sjómanna hafa séð ástæðu til að boða mig á fundi og biðja mig að halda erindi um stjórn fiskveiða og hvaða ástæða er fyrir því að fiskistofnar mælast minni eftir því sem minna er veitt. Skoskir og írskir sjómenn beittu sér fyrir því að ég, Jón Kristjánsson fiskifræðingur og Jørgen Niclasen, núverandi utanríkisráðherra Færeyja, héldum tölu í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins fyrir nokkru.
Von mín er sú að frambjóðendur Samfylkingarinnar fari yfir þessi mál í alvöru, enda eru m.a. nýjar fréttir frá Færeyjum sem gefa skýrt til kynna að þorskstofninn sé á uppleið þrátt fyrir kröfu reiknisfiskifræðinga um að skera veiði niður um 50%. Það að auka veiðar núna þegar verulega kreppir að ætti að skoðast í fullri alvöru en ekki því glensi sem þjakar þennan frambjóðanda Samfylkingarinnar.
Í lokin er rétt að geta þess að ég sækist ekki eftir sæti á Alþingi vegna þess að ég sé á höttunum eftir þægilegri innivinnu, eins og frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi virðast telja. Ekki veit ég hvers vegna þeir telja að seta á löggjafarþinginu sé ávísun á eitthvert hóglífi. Þau ár sem ég sat á þingi lagði ég mig allan fram í vinnu og heiti fólki að gera það áfram ef tækifærið býðst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Það má vel vera að ekki sé öll úthlutun veidd. En það sem virði... 6.1.2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Góðan daginn Vagn - Mér þykir þú reiða heldur hátt til höggs ga... 6.1.2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Hagræðing felst ekki í því að veiða meira eða minna. Hagræðing ... 6.1.2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Óskar Helgi, væntanlega vill Vagninn draga enn meira úr veiðum ... 6.1.2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Sælir; sem fyrr ! Ambögur; sem og alls lags útúrsnúningar naf... 5.1.2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Það er draumur margra að fara aftur til þess tíma þegar frystih... 5.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 327
- Sl. sólarhring: 398
- Sl. viku: 1820
- Frá upphafi: 1017852
Annað
- Innlit í dag: 290
- Innlit sl. viku: 1598
- Gestir í dag: 279
- IP-tölur í dag: 267
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Hvar stendur þú í þessu máli? Viltu breyta kerfinu eða ekki? Þú ferð út og suður og engin leið að átta sig á því hvert þú ert að fara. Í staðinn fyrir að vera að reyna að skíta út málflutning Þórðar Más, held ég að þú ættir frekar að reyna kynna þér betur hvað Samfylkingin vill gera.
Samfylkingin er búin að fara ýtarlega yfir þessi mál, sem dæmi, var svipaður fjöldi í sjávarútvegshóp á landsfundi Samfylkingar fyrir viku síðan og sat landsþing Frjálslynda Flokksins fyrir stuttu. Karlar og konur frá öllu landinu, breið samstaða var um að það væri lífsnauðsyn fyrir þjóðina að fá réttin yfir fiskveiðiauðlindinni aftur.
Það er aðalatriðið, þ.e. að skilgreina eignarhaldið, fiskveiðistjórnunina sem slíka þarf einnig að skoða. Samfylkingin hefur, eftir því sem ég best veit, ekki lýst sig andsnúna aukinni sókn, það er ekki það sem er verið að taka á í samþykkt frá landsfundi sem heitir "Sáttagjörð um fiskveiðar" og má finna hér, heldur er fyrst og fremst verið að tala um að skilgreina eignarhaldið og hvernig má best færa þjóðinni yfriráðarétt yfir fiskveiði auðlindinni aftur.
Það er ljóst Sigurjón, að málfutningur þinn verður þér og þínum örflokk, (sem fyrrum félagi þinn Eiríkur Stefánsson, líkti við apaplánetuna í pistli á útvarpi sögu í gær) ekki til framdráttar. Þar á bæ virðast menn reyna að klóra yfir ruglið og spillinguna með því að ráðast á frambjóðendur annara flokka og rífa niður skrif þeirra og stefnu um mál sem eru lífsnauðsyn þjóðinni og FF hefur mjóum rómi barist fyrir frá stofnun.
Að halda því fram að Samfylkingin sé að grauta saman handfæraveiðum og togveiðum er í besta falli barnalegt minn kæri Sigurjón, við erum á sama máli hér, þ.e. Samfylkingin vill gefa handfæraveiðar frjálsar eins og FF og helst hafa þær utan kvóta.
Samfylkingin hefur vilja, slagkraft og bolmagn til að gera e-ð í þessu réttlætismáli og afnema nútíma þrælahald auðvaldsins.
kv.
Einar Ben, 3.4.2009 kl. 23:00
Sæll Sigurjón.
Mín skoðun á því hver er og hefur verið athafnasamasti þingmaður þjóðarinnar sem sest hefur á Alþingi hefur ekkert breyst, en þar trónir þú númer eitt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2009 kl. 23:01
Einar Ben, þessi "sáttagjörð um fiskveiðar" er bara lélegur "brandari" og marklaust kosningaplagg. Ég bloggað aðeins um þetta bull, sjá hér, það var bara lítið sem ég skrifaði enda ekki réttlætanlegt að eiða miklu púðri í þetta kjaftæði. Ef Samfylkingin hefur einhvern tímann viljað vera eitthvað þá hefur það mistekist alveg hrappalega.
Jóhann Elíasson, 4.4.2009 kl. 07:57
Góðan daginn.
Aftur er skautað framhjá raunveruleikanum og gildir einu hvort Guðjón Arnar eða Samfylking á í hlut: Það er fullreynt að opinberir aðilar valda ekki því hlutverki að úthluta veiðiheimildum.
T.d. er hugmynd um Auðlindasjóð ávísun á byggðaeyðingu. Hverjir myndu leigja af sjóðnum aflaheimildir? Jú, þeir sem hefðu efnin til þess eða aðgengi lánsfjár. Og hvaðan leigðust þær aflaheimildir? Líklegast þaðan sem efnin voru minni. Og hvert væri svo framhaldið annað en samþjöppun aflaheimilda á færri staði.
Við sem vinnum við kerfið í dag erum vafalaust ekki alsæl með það, en meiri opinber afskipti eru að mínu mati ekki til bóta, og má í því ljósi vitna til áralangrar reynslu af úthlutun byggðakvóta.
Með kveðju, Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 08:27
Áður en farið ar að skíta út tillögur Frjálslyndra ættuð þið sem það gera að lesa ykkur svolítið til. Þar er áætlað að taka hlut af lönduðum afla og leggja í sjóð sem yrði síðan gerður upp svipað og gert var með Fiskveiðasjóð. Þannig að það yrðu þeir sem nenna að róa til fiskjar og leggja sig eftir því að ná árangri sem fengju að njóta aflareynslu sinnar en ekki þessir svokölluðu kvótakóngar. Enginn þyrfti að leggja út fyrir kvóta fyrirfram og enginn yrði að sæta afarkostum vegna okurkarla sem hirða arðinn af þeim sem nenna að vinna.
Pétur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:04
Einar Ben., mér finnst það vægast sagt mjög jákvætt að ágætur kunningi minn Eiríkur Stefánsson finni sig í Samfylkingunni og sé búinn að gefast upp á okkur öpunum í Frjálslynda flokknum eins og hann kýs að kalla okkur fyrrum félaga sína, ef marka má tilvitun þína í pistil flokksbróður þíns. Ég missti því miður af pistli Eiríks.
Hvað varðar þá áráttu talsmanns Samfylkingarinnar að sverta togveiðar og telja þær sói á verðmætum og valdi gríðarlegum spjöllum þá hefði ég talið það vera réttara hjá Samfylkingunni að draga þær fullyrðingar til baka og biðjast afsökunar á þeim í stað þess að vera saka mig um útúrsnúninga.
Þetta eru orð frambjóðenda Samfylkingarinnar sem að mínu mati segja allt sem segja þarf um neikvæð viðhorf til togveiða en reyndar má tína fleira til:
Sigurjón Þórðarson, 4.4.2009 kl. 20:01
Sigurjón. Ég er ekki hissa á því að Þórður hlæji að heimskulegum málflutningi þínum. Ég er búinn að fylgjast með orðaskiptum ykkar frá byrjun og það verður varla sagt annað en að þetta hafi verið fín skemmtun.
Þú toppar sjálfan þig enn einu sinni með þessari færslu. Það var kjarninn í grein Þórðar (þeirri sem þú ert nú að svara) að þú sért að tala á móti sjálfum þér með því að setja út á hugmyndir hans um vistvænar veiðar. Þess vegna vitnaði Þórður í fyrri greinaskrif þín þar sem þú dásamaðir áhrif þeirra. Þetta virðist þú ekki skilja frekar en margt annað. Það er hlægilegt að fylgjast með skrifum þínum sem eru pínleg. Þú ert hrakinn út í horn hvað eftir annað og hefur samt ekki vit á að hætta.
Þú þykist hafa áhuga á því að kvótakerfinu verði breytt. Það vita það allir sem hafa fylgst með Þórði að hann ætlar sér að koma á breytingum á kerfinu. Og það sést best af þeirri stefnu sem fékkst samþykkt á landsþinginu að þar fylgir hugur máli. Það eina sem þú getur hins vegar er að reyna að gera lítið úr málflutningi manns sem ætlar sér að koma á breytingum á kerfinu og hefur unnið í að fá gríðarlegan stuðning innan stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi til þess að koma á þeim breytingum. Þú ættir að hafa vit á því að beina málflutningi þínum að þeim sem eru á móti kerfinu.
En ég held að Þórður væri reyndar ekkert á móti því að taka á þér áfram. Mér sýnist að hann hafi góðan húmor fyrir svona jólasveinum eins og þér.
Bjarni Sig (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.