Leita í fréttum mbl.is

Þorskurinn á uppleið í Færeyjum þrátt fyrir umframveiði í áratug

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram þá ábyrgu tillögu að auka framleiðsluna í samfélaginu. Auðveldasta leiðin til þess er að veiða mun meira en við gerum nú. Núverandi stjórnvöld virðast ekki einu sinni treysta sér til að skoða það að veiða meira en Hafró hefur lagt til. Þau telja vænlegra að halda mannréttindabrotunum áfram, atvinnuhöftum og gjaldeyriskreppu. Ekki þarf að fara langt til að sjá að þótt veitt sé tugi og allt að 50% umfram það sem reiknisfiskifræðingar hafa ráðlagt virðist það alls ekki hafa haft afdrifarík áhrif á fiskistofnana.

Rétt í þessu var ég að lesa gögn frá færeysku hafrannsóknastofnuninni sem taldi eina vitið ef ekki ætti illa að fara síðasta sumar að skera fiskidagana niður um 50%. Hver ætli niðurstaðan hafi orðið úr færeyska rallinu? Þorskurinn er á uppleið, ufsinn líka en ýsan eitthvað að gefa eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hversu miklu heldur þú að mætti bæta við aflaheimildir smábáta ef tekið væri upp sóknarmark í stað aflamarks?

Ég spyr vegna þess að það gæti skipt sköpum fyrir litlu sjávarplássin að auka heimildir fyrir smábáta yfir sumarið. Þar er víða viðvarandi atvinnuleysi allt árið. En í spurningunni er ég að vísa til þess afla sem fleygt er fyrir borð vegna aflamarkskerfisins. Enginn hefur efni á að koma með verðlítinn fisk að landi ef hann hefur keypt sér kvóta fyrir 200 kr. kílóið.

Að lokum það sem færeyski sjávarútvegsráðherrann sagð árið 2007.

"Allt sem Jón Kristjánsson sagði við okkur árið 2000 reyndist vera rétt. 100% rétt."

Ég tel það ekki mannasiði að henda fiski sem veiddur hefur verið. Það eru hinsvegar pólitískir mannasiðir Hafró. 

Árni Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Íslendingar hafa tapað sýn á það atriði að það þurfi að grisja þorskstofninn hér við land, sem er álíka því að setja á gamlar rollur ár eftir ár og viðhalda ´búskap með því móti.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2009 kl. 02:17

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Smábáta úr höfn strax...hefjum vísindaveiðar landgrunnsins...öllum beri að hadla bók um veiðidagana og senda inn...allur fiskur að landi

Haraldur Baldursson, 3.4.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband