Leita í fréttum mbl.is

Ég er leiðinlegur að mati DV

 Það er margt ágætt í DV og ýmsar fréttir þar sem eru ekki annars staðar. Samt ber mjög á kjarkleysi blaðamanna og ritstjórnar sem birtist með ýmsum hætti, s.s. að taka með silkihönskum á þeim stjórnmálamönnum sem orsökuðu hrunið.

Steingrímur J. Sigfússon er ekki krafinn svara um mannréttindabrotin sem hann styður með aðgerðaleysi sínu og hann er heldur ekki spurður út í samþykkt sína á framsali veiðiheimilda sem er upphafið að loftbóluhagkerfinu og hruninu.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Illugi annars vegar (IX.) og Bjarni sem býður sig fram til formanns, eru ekki spurðir út í glórulausar skuldsettar yfirtökur og vafasama sjóðstjórn. Blaðamenn fara eins og kettir í kringum heitan graut þegar æru oddvita Sjálfstæðisflokksins er bjargað með 11 milljarða kaupum á verðlausum bréfum en fyrir þá upphæð er hægt að leggja Sundabraut gjörvalla. Og hvað með þegar Kristján Þór Júlíusson sat beggja vegna borðs og flutti Gugguna frá Ísafirði?

Að einhverju leyti bæta Svarthöfði og blaðamenn DV sér upp kjarkleysið með því að fella órökstudda sleggjudóma um liðsmenn minnsta stjórnmálaflokksins, þess sem hefur barist með oddi og egg gegn kvótakerfinu, skuldsetningu þjóðarbúsins, verðtryggingunni og mannréttindabrotum stjórnvalda.

Í DV mátti í dag lesa að ég væri meðal leiðinlegustu manna landsins og léti ég mér það í léttu rúmi liggja ef ekki væri um leið ráðist gegn ofangreindum gildum sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir.

þessi afstaða ritstjórnar DV lýsir best málefnafátækt andstæðinga flokksins þar sem engin rök eru tínd til, heldur einungis rakalaus stjörnugjöf.

Það er von mín að Reynir Trausta gefi blaðamönnunum lýsi og ginseng með morgunkaffinu framvegis og telji þannig í þá kjark.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það var þá skemmtilegt.

Gestur Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Gestur, þetta stendur allt til bóta en það kæmi ekki á óvart ef Reynir Traust sé þegar búinn að panta lýsið og ginsengið.

Sigurjón Þórðarson, 25.3.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband