Leita í fréttum mbl.is

Jákvætt að fá lánið hjá Færeyingunum

Færeyingar hafa ýmsu að miðla og ekki bara peningalánum, heldur ekki síður þekkingu á því hvernig á að stjórna fiskveiðum.

Íslendingar hafa lifað í þeirri barnalegu trú að allt-sé-best-í-heimi hérna, m.a. fjármálakerfið og ég tala nú ekki um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það kom þó á daginn að það voru Færeyingar - sem að sögn þeirra sem hafa ráðið för á Íslandi hvað varðar sjávarútveginn búa við óhagkvæmt kerfi og eru búnir að hirða hvert snitti í kringum eyjarnar - eru aflögufærir.

Það væri óskandi að Íslendingar sæktu ekki einungis beinharðan pening til Færeyja, heldur líka visku til að læra að stjórna fiskveiðum. Færeyingar lentu í slæmum málum á sínum tíma og þeirra ráð var að veiða sig út úr kreppunni þrátt fyrir viðvaranir reiknisfiskifræðinga sem héldu að auknar veiðar gjöreyddu fiskistofnunum. Færeyingar hafa veitt langt umfram ráðgjöf í vel á annan tug ára.

Væri ekki nær fyrir okkur að fara svipaða leið og Færeyingar?


mbl.is Skrifað undir lánasamning við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Jú auðvitað getum við lært afar margt af Færeyingum í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Handfæraveiðar frjálsar strax í dag !

Haraldur Baldursson, 24.3.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já við getum lært margt af Færeyingum og auðvitað eiga handfæraveiðar að vera Frjálsar.  Ég er rétt í þessu að lesa grein eftir Þórð Má Jónsson sem einhverra hluta vegna villist í Samfylkinguna og heldur að hún sé flokkur breytinga í sjávarútvegi! Það sem er upplýsandi í greininni er að frambjóðandi Samfylkingarinnar játar á flokkinn mannréttindabrot en kennir Sjálfstæðisflokki og þá líklegast VG um að hafa dregið flokkinn inn í svívirðileg óhæfuverk.

Sigurjón Þórðarson, 24.3.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband