Leita í fréttum mbl.is

Verkin sýna merkin

Þórður Már Jónsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ungur maður á uppleið, fer mikinn í skrifum sínum og talar um skýra sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar og fullyrðir að Samfylkingin hafi raunverulegar breytingar á ömurlegu kvótakerfi ofarlega á forgangslista sínum. Þetta er mikill misskilningur hjá Þórði þar sem Samfylkingin hefur haft einstakt tækifæri með stjórnarsetu sinni til að gjörbreyta sjávarútvegsstefnu sinni en hefur ekki gert það. Samfylkingin tók nánast heils hugar undir óábyrgar niðurskurðartillögur í fiskveiðiheimildum og hefur alls ekki opnað fyrir nýliðun í atvinnugreininni, heldur viðhaldið höftum og óréttlæti.


Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafa á kjörtímabilinu áttað sig á að flokkurinn væri kominn á algjörar villigötur þegar hann ákvað að virða í engu álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Eina undantekningin á hinum harðsvíraða málflutningi jafnaðarmanna var Karl V. Matthíasson og hann uppskar skeytingarleysi og jafnvel ákúrur frá varaformanni og formanni Samfylkingarinnar.
Að halda því fram að Samfylkingin hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum og að hún sé einhver önnur en stefna ríkisstjórnar sem Samfylking hefur átt aðild að er auðvitað barnalegt. Samfylkingin situr einfaldlega uppi með það að vera flokkur sem hefur stuðlað að mannréttindabrotum og byggðaeyðingu með því að hafa stutt óréttlátt kvótakerfi í sjávarútvegi.


Verkin sýna merkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband