Leita í fréttum mbl.is

Gleðigjafarnir á Hafró

Ein gleðilegasta frétt vikunnar er síldartorfan í Vestmannaeyjahöfn. Heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi skrifaði upp á að vissara væri að veiða upp síldina áður en hún dræpist. Grunur lék á að einhver hluti hennar væri sýktur og dæmi eru um að ef síld drepst í stórum stíl verði nánast ólíft vegna ólyktar í kjölfarið.

Vestmannaeyingar brugðust glaðir við og veiddu síldina, 550 tonn, sjómenn gáfu vinnu sína, bræðslan líka og ágóðinn á að fara í að greiða niður æfingagjöld fyrir krakkana í Eyjum.

Í hádegisfréttum í dag var síðan að helstu sérfræðingar Hafró töldu að helmingur síldarinnar væri mjög mikið sýktur en restin eitthvað minna og jafnvel fjórðungur alveg ósýktur. Var það mat sérfræðinganna að helmingur síldarinnar ætti séns á að komast aftur út úr höfninni. Því varð að ráði hjá Hafró að stöðva veiðarnar.

Ef Hafró hefur rétt fyrir sér munu Vestmannaeyingar væntanlega þurfa að standa í gríðarlega mikilli hreinsun í höfninni því að helmingur torfunnar á eftir að drepast þarna. Sú sýkta síld sem kemst út getur þá væntanlega haldið áfram að breiða út veikina.

þessi ákvörðun um að stöðva veiðarnar á sýktri síld inni í höfn til að láta náttúruna njóta vafans er áreiðanlega ekki gleðifregn fyrir krakkana í Eyjum, hvað þá húsmæður og -feður sem þurfa að búa við ýldulykt. Ég get ekki dregið fjöður yfir það að mér þóttu þessir snúningar Hafró grátbroslegir þar sem enn og aftur er veiðistjórnunin með þeim ólíkindum að skera niður veiðar, og það jafnvel á sýktum fiski.

Mikil sýking í fiskum er yfirleitt greinilegt merki um of mikinn þéttleika og vanþrif og þá væri miklu nær að bæta í veiðar en hitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er ekki tilbúinn, þó ég trúi flestu upp á Hafró, að trúa því að veiðunum í höfninni hafi eingöngu verið hætt vegna tilmæla frá Hafró. Eða hvort saman hafi farið mat heimamanna á að ekki þætti taka því að kasta oftar þarna í höfninni... of mikil áhætta með nótina eða eitthvað annað sem spilaði inní.

En gaman væri að fá að heyra meira að því. Georg... segðu okkur, þú veist allt sem gerist á bryggjunni.

Atli Hermannsson., 21.3.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband