Leita í fréttum mbl.is

Hér bora menn í nefið og vilja beita bókhaldsbrellum

Þjóðin glímir við gífurlegt atvinnuleysi. Íslenski fjórflokkurinn rífst innbyrðis um hvort eigi að fara í einhverja bókhaldsbrellur, s.s. að afskrifa lán í gríð og erg, eða hvort að leiðin út úr vandanum sé jafnvel að fara í kynjaða hagstjórn.

Frjálslyndi flokkurinn leggur til auknar veiðar á helstu nytjastofnum þjóðarinar og skapa með þeim hætti raunveruleg verðmæti og vinnu.  

Rökstuðningurinn er einfaldur. Núverandi fiskveiðiráðgjöf hefur engu skilað nema niðurskurði og þar sem ekkert hefur verið farið eftir reiknisfiskifræðingunum mokveiðist.  Síðastliðið sumar var nánast gefið út dánarvottorð fyrir færeyska fiskistofna en ráðgjöfin þar var 50% niðurskurður á aflaheimildum. Ekkert var farið eftir ráðgjöf færeysku Hafró og árangurinn er mokveiði og þorskstofninn sækir í sig veðrið. Með öðrum orðum reyndist ráðgjöfin röng. Hér heima halda menn áfram að bora í nefið og stýra eftir ráðgjöf sem hefur ekki skilað neinu öðru en minnkandi afla!

Í viðtali í Fréttablaðinu skilaði maðurinn sem hafði svör við öllum gátum lífsins í stjórnarandstöðu auðu blaði þegar kom að atvinnusköpun.  teingrímur J Sigfússon lagði ekki einu sinni til að tína fjallagrös eða mosa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað græða menn á því að veiða meira þegar ekkert gengur að selja unnin fisk?

Sigurður M Grétarsson, 20.3.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér skilst að það gangi ágætlega að losna við ferskan fisk en vissulega er það rétt að niðurskurður umliðinna ára hefur valdið því að markaðir hafi tapast.

Mér skilst að sölutregðan hafi skapast m.a. út af hruninu og lækkandi verðum.

Það er auðvitað ekkert vit í öðru en að leyfa a.m.k. frjálsar handfæraveiðar.

Sigurjón Þórðarson, 20.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband