19.3.2009 | 08:26
Bönnum klám og skuldir
Ekkert bólar á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og hún leggur fram 25 liða aðgerðaáætlun til þess að ráðast gegn klámi og nektarbúllum. Það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur til málanna að leggja er helst að standa vörð um innvígða, eins og Davíð Oddsson, auk þess sem helsti efnahagssérfræðingur flokksins til margra ára, Tryggvi Þór Herbertsson, leggur keikur til að skuldir verði afskrifaðar í gríð og erg.
Það er deginum ljósara að fjórflokkurinn hefur brugðist landsmönnum, en hvað ættu ráðamenn að vera að gera í stað þess að leggja alla áherslu á að banna klám og skuldir?
Í fyrsta lagi stafar vandinn hvað helst af hækkun neysluverðsvísitölu sem hefur bein áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána sem og erlendra. Ekki er hækkun vísitölunnar tilkomin vegna mikillar eftirspurnar eða þenslu í samfélaginu heldur hruns íslensku krónunnar.
Það væri strax mikið unnið fyrir skuldug heimili, bændur og fyrirtæki ef krónan væri rétt af. Einn helsti þrándur í götu þess að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum eru hundruða milljarða jöklabréf erlendra aðila sem haldið er föstum með gjaldeyrishöftum, sem fyrrgreindur Tryggvi Þór taldi þar til fyrir skemmstu bera vott um hraustleikamerki íslensks fjármálakerfis. Það ætti því að verða fyrsta verk stjórnvalda að hafa uppi á eigendum jöklabréfanna og semja við þá um að framlengja bréfin og innleysa þau smám saman. Það er einnig vel þess virði að fara betur yfir hvort eigendur svokallaðra jöklabréfa séu ekki í einhverjum mæli innlendir aðilar með erlenda kennitölu sem eru að senda eitthvað af Tortola-gulli annan hring um íslenskt efnahagslíf og sleikja þá í leiðinni upp eina hæstu vexti í heimi.
Núverandi ástand hafta býður upp á tvöfaldan markað og svartamarkaðsbrask með íslensku krónuna sem hlýtur að stórskaða efnahagslífið. Það hvetur beinlínis til þess að útflytjendur reyni frekar að skipta erlendum gjaldeyri í útlöndum þar sem hægt er að fá hærra verð fyrir hann en á innlendum opinberum markaði.
Í öðru lagi þarf að snarlækka vexti, enda er ekki verið að slá á neitt sem kallast þensla heldur miklu frekar samdrátt efnahagslífsins. Áframhaldandi ofurvextir munu miklu frekar herða samdráttarhnútinn. Það má flytja vexti af ríkisbréfum úr landi og því hærri sem vextir eru þeim mun stríðar streymir gjaldeyrir úr landinu sem veldur sem kunnugt er lækkandi gengi íslensku krónunnar.
Í lokin á íslenska þjóðin að taka undir með Frjálslynda flokknum og gera þá skýlausu kröfu að ríkið innleysi veiðiheimildir og stórauki þær í leiðinni. Aukningunni á að deila út á jafnræðislegan hátt þar sem tekið er tillit til byggða og hafa strax tekjur af þessum auknu veiðiheimildum með leigu aflaheimilda. Sömuleiðis á smám saman að fyrna nýtingarrétt af veiðiheimildum sem ríkið innleysir og leigja þær út.
Það er ömurlegt að verða vitni að því þegar núverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, gerir sig beran að því að halda áfram eins og ekkert sé með núverandi kvótakerfi sem hratt hruninu af stað og brýtur enn í bága við mannréttindi.
Í stað þess að endurskipuleggja af skynsemi og tryggja að þjóðin hafi arð af atvinnugreininni hefur leiðtogi VG boðað hækkun skatta í stórum stíl á launþega þessa lands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 282
- Sl. sólarhring: 704
- Sl. viku: 826
- Frá upphafi: 1013973
Annað
- Innlit í dag: 263
- Innlit sl. viku: 723
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 260
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Íþróttir
- Giannis fór á kostum - Stórleikur Jókersins dugði ekki
- Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi par excellence
- Sara náði sjaldgæfum áfanga
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
Athugasemdir
Bönnum klám, pólitík og skuldir.
EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:44
gamla spillta island...
Óskar Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 13:02
undarleg forgangsröðun
Jón Snæbjörnsson, 19.3.2009 kl. 16:33
Ríkisstjórnin er búin að gera það sem hún ætlaði sér að REKA Davíð Oddsson og þvert ofan í það sem þau héldu hafði það engin áhrif á efnahagsástandið í landinu. Meira verður ekki gert og landsmenn mega súpa af þessu seyðið næstu árin eða áratugina. Ef orðrómurinn, sem gengur fjöllunum hærra er réttur, þá er ég hræddur um að ÝMSIR vildu nú frekar að Davíð hefði bara verið um kyrrt í Seðlabankanum því það er talað um að hann verði ritstjóri Morgunblaðsins.
Jóhann Elíasson, 19.3.2009 kl. 16:37
Ef hægt er að setjas þetta klámdæmi í lög fyrir kosningar, er mér spurn........
Af hverju er ekki hægt að setja í lög nú þegar, að létta af allri bankaleynd og gefa sérstökum saksóknara fullt og ótakmarkað umboð til að fá í hendur ALLT sem kemur að bankastarfsemi undanfarin ár????
Ingunn Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 17:47
Óskiljanlegt að saksóknari geti unnið af viti og komist að nothæfri niðurstöðu, ef hann hefur bara 4 menn með honum og ekki fullan aðgang að gögnum og skjöluim.
EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:12
Ein fárra ritaði ég grein í blöð um klámvæðingu vors samfélags á sínum tíma í Mbl og fékk miklar þakkir fyrir þá hina sömu grein, en allt er þetta spurning að standa vörð vitundar um siðgæði í einu samfélagi, frá því smæsta upp í það stærsta.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.