Leita í fréttum mbl.is

Frjálsar handfæraveiðar

Frjálslyndi flokkurinn hefur um áraraðir lagt til að opna á frjálsar handfæraveiðar þannig að landsmenn gætu átt lítinn bát og sótt sér sjálfir björg í bú. Það er engin spurning að þetta litla mál yrði gríðarleg lyftistöng fyrir byggðirnar og yki bjartsýni í samfélaginu. Í hverri sjávarbyggðinni á fætur annarri voru tugir ef ekki hundruð smábáta sem reru á góðviðrisdögum til fiskjar en kvótakerfið hefur valdið því að oftar en ekki er á sömu stöðum hægt að telja trillurnar á fingrum annarrar handar.
Ég sem hef tekið þátt í stjórnmálum hef aldrei getað skilið hvers vegna fjórflokkurinn þar sem einn kennir sig við frelsi, annar við vistvænar veiðar, sá þriðji við samvinnu og sá fjórði við jöfnuð getur ekki unnt fólkinu í landinu þessa frelsis og að njóta náttúruauðæva í túnfætinum. Eitt er víst, það að hafa lagt af handfæraveiðar hefur alls ekki gefið öðrum útgerðum meiri afla.
Þetta yrði mjög skemmtilegt og gæti orðið fyrsti liðurinn í því að búa til raunverulega sátt um sjávarútveginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sigurjón, væru það veiðar án takmarkana umfram eigin neyslu ? Þyrfti engan kvóta, eða hamlanir ? Ég er reyndar hjartanlega sammála þér um ágæti trilluveiða og trúi að þarna liggi tækifæri nýliðunar í "flotanum". Ég skrifaði reyndar færslu eftir að lesa þingsályktunartillögu Péturs Blöndal um afnám kvótakerfisins, því ég trúi því að mikil tækifæri leynist í því.

Þið Frjálslyndir verðið að troða upp með meiri krafti, landsbyggðinni til handa og með skýrri ESB andstöðu. Þar liggja tækifæri þessarar þjóðar og ykkar flokks. Reyndar held ég að Þið ættuð að taka Bjarna Harðar og L-Listann inn til ykkar og þessi blanda ESB-andstöðu og kvótalausna verði það sem tryggði sameinuðuð framboði F+L framgöngu. Í sitt hvoru laginu trúi ég tæplega að þið náið 5% þröskuldinum...hvorugt framboðið.

Haraldur Baldursson, 17.3.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Merkilegt hversu þessari einföldu tillögu er lítill gaumur gefinn. Það er nákvæmlega ekkert sett í uppnám af vísindabullinu með svona veiðum en þetta gæti nánast gert kraftaverk fyrir fólkið í sjávarplássunum.

Árni Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað varðar að fá Bjarna Harðar til liðs við Frjálslynda er góð hugmynd en í hópnum með Bjarna er margt ágætis fólk s.s. Bjarni sjálfur og Þórhallur Heimisson.

Ég hef ekki sett mig inn í það hvað hafi aftrað því að Bjarni hafi skoðað þann möguleika en ég gæti trúað því að það snúi þá helst að harðri andstöðu Frjálslynda flokksins við kvótakerfið.  Bjarni hefur ekki verið jafn sannfærður um að breyta þessu rugli og fundið sér bandamann í LÍÚ gegn Evrópusambandsaðild.

Sigurjón Þórðarson, 18.3.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband