1.3.2009 | 14:27
Fordómafull ruglutófa á Mogganum
Það er merkilegt að lesa enn einn haturspistil starfsmanns ríkisstyrkta blaðsins, Morgunblaðsins, sem var rétt í þessu að komast í hendurnar á útgerðaraðlinum. Leigupenni útgerðaraðalsins ríkisstyrkta, Kolbrún Bergþórsdóttir, virðist gera sér far um að ráðast á minnsta flokkinn á Alþingi af mikilli ósanngirni, s.s. að við sem höfum verið fulltrúar hans á Alþingi séum eitthvert sérkennilegt fólk, illa þenkjandi og þaðan af verra.
Eitt af því sem virðist vera eitur í beinum blaðamanns LÍÚ er að Frjálslyndi flokkurinn beitir sér gegn kvótakerfinu og hún lætur líta út sem það sé eina málið sem flokkurinn hafi beitt sér í fyrir utan nauðsynlega umræðu um útlendinga. Þetta er helbert kjaftæði þar sem stefnuskrá Frjálslynda flokksins varar m.a. sterkt við skuldasöfnun þjóðarbúsins. Ætli þetta tvennt, barátta gegn skuldasöfnun og óréttlátu kvótakerfi, réttlæti ekki fullkomlega tilvist flokks í þjoðfélagi sem glímir við hrun fjármálakerfisins einmitt vegna kvótakerfisins og skuldasöfnunar. Hinir flokkarnir hafa þetta ekki á stefnuskrá sinni.
Þegar sá þingmaður sem sjálfskipaðir fulltrúar leyfilegrar umræðu töldu hvað öfgafyllstan í umræðunni, Jón Magnússon, er genginn í Sjálfstæðisflokkinn og honum hefur verið tekið þar opnum örmum minnist enginn á að hann sé rasisti og ali á andúð í garð útlendinga - hann er kominn í rétta liðið og búinn að gefast upp á að sýna fjórflokknum andóf. Kolbrún Bergþórsdóttir virðist gefa Jóni Magnússyni þá einkunn, bara við það að ganga úr flokknum, að hann hafi af góðmennsku sinni og sterkri réttlætiskennd reynt að vísa flokksfélögum sínum veginn, en hreinlynd sál Jóns hafi verið úthrópuð og hann hrökklast að lokum úr flokknum.
Hvað verður um frjálsa og hlutlæga fjölmiðlun þegar skuldugi kvótaaðallinn er kominn með Moggann og Fréttablaðið er hjá Þorsteini Pálssyni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 987
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Kolbrún vill vera "grúpp pía" með aðlinum.
Sigurður Þórðarson, 1.3.2009 kl. 16:15
Morgunblaðið flaggar frjálshyggju í sinni ýktustu mynd og er þá sama hvar borið er niður. Menningarumfjöllun Mbl litast hvað sterkast af þessu, ýtt er undir popúlisma og ráðist gegn gagnrýnni hugsun. Morgunblaðið þjáist auðvitað fyrir þessa óskiljanlegu stefnu enda fækkar ört þeim örfáu hugsandi lesendum sem tíma að greiða fyrir vitleysuna sem vellur úr krönum frjálshyggjufávita sjálfstæðisflokksins
Ragnar (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:17
Sæll Sigurjón.
Baráttan gegn gjafakvótakerfinu verður að halda áfram sem aldrei fyrr. Þar liggja rætur óréttlætisins en því miður eru margir stjórnmálamenn leppar valdablokka og standa vörð um kerfið.
Í síðustu kreppum hefur fólk alltaf getað róið til fiskjar til að framfleyta sér. Nú er búið að taka fyrir öll tækifæri til sjálfsbjargar í kreppunni. Þessi kaup á MBL er einn liðurinn í því að viðhalda þessu lénsskipulagi.
TH (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 19:51
Þyngra en tárum taki að eini alvöru kvótaviðspyrnuflokkurinn skuli mælast með fylgi niður við grjót. Tækifæri frjálslynda flokksins hafa verið þó nokkur en því miður illa misnotuð. Hverju sætir?
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:57
Sæll Sigurjón.
Kolbrún er þarna að skjóta sig í fótinn án þess að gera sér grein fyrir að virðist.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2009 kl. 01:49
LÁ Góð spurning sem ég hef oft lagt fyrir mig sjálfa þó sérlega meðan ég var í FF. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast að því núna að stefnan þeirra brást ekki heldur mennirnir sem áttu að framfylgja henni. Eitt er á tæru stefnan hjá FF er ekki að bregðast! Getur það ekki verið og er það ekki augljóst að það séu mennirnir sem ekki eru að standa sig og ekki nýta tækifærin. Endurreisn er ekki til í þeirra orðaforða.
Rannveig H, 2.3.2009 kl. 09:20
Lýður, það er nokkuð snúið að átta sig á stöðu mála og enn erfiðara að átta sig á stefnu fjórflokksins sem virðist ríghalda í kvótann nema þá einstaka menn rétt fyrir kosningar s.s. Kalli Matt.
Eitthvað hafa menn eflaust verið smeykir við stóru peningana en núna eftir að þeir eru orðnir blankir er erfitt að átta sig á því hvers vegna VG viðheldur kerfinu óbreyttu.
Aðalritarinn Steingrímur J tekur meira segja upp á því að afhenda skulduga útgerðaraðlinum Moggann með afslætti og ætli hann haldi ekki upp á vel unnið dagsverk með því að syngja Nallann á góðra vina sellufundi að kvöldi.
Sigurjón Þórðarson, 2.3.2009 kl. 10:02
"Leigupenni úgerðaraðalsins ríkisstyrkta" er skemmtilegt orðalag um Kolbrúnu Bergþórsdóttur, en sjaldan hef ég séð skotið jafn fjarri markinu. Hvorki "útgerðaraðallinn " (tilheyrir Óskar Magnússon honum?) né orðið "leigupenni" komast nálægt því að ramma inn þann frjálsa anda sem Kolla er. Hún er vön að skrifa það sem henni sýnist.
Svo er það varla hennar sök að Frjálslyndi flokkurinn er fyrst og fremst í fjölmiðlum þessa dagana vegna óeiningar flokksmanna.
Kristján B. Jónasson, 2.3.2009 kl. 10:32
Nú hefur þessi flokkur barist gegn kvótakerfinu í 10 ár og árangurinn er enginn. Hvernig væri að fara að spá í að breyta um baráttuaðferðir?
Halla Rut , 2.3.2009 kl. 10:59
Kristján B., mér virðist sem þú hafi ekki kynnt þér hverjir eiga Þórsmörk en þar er framarlega í flokki Þorsteinn Már og fleiri sem hafa rakað milljörðum út úr sameign þjóðarinnar.
Þorsteinn Már var stjórnarformaður Glitnis en hann sakaði stjórnvöld um að hafa stolið Glitni sl. haust.
Sigurjón Þórðarson, 2.3.2009 kl. 11:04
Búin að segja þessum BLEÐLI upp.Eg vona að fólk geri slíkt hið sama strax í DAG.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:52
Maorgunblaðið, málsvari er orðið bláber málsvari kvótakerfisins jáfnvel áður en skipt er um stjórn í Árvakri. Kolbrún reið að vaðið, það verður fróðlegt að fylgjast með þessu.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2009 kl. 12:15
Kolbrún er virkilega sorgleg. Ég missti mikið álit á henni þegar ég las "pistlana" hennar um mótmælendurna...
Og núna þessi árás á Frjálslyndaflokkinnn...
Ég held að það sé ekki nokkur maður sem getur tekið þessa manneskju alvarlega lengur... leigupenni.. eitt orð sem hæfir henni vel.
ThoR-E, 2.3.2009 kl. 15:34
Það hefur frá fyrstu tíð einkennt blaðamennsku Kolbrúnar Bergþórsdóttur hversu húsbóndaholl hún er. Hún er alltaf í því hlutverki að þjóna húsbóndanum sem gefur henni að éta. Á sínum tíma var hún - sem yfirlýstur krati - mjög og réttilega gagnrýnin á Framsóknarflokkinn. Síðar varð hún blaðamaður Tímans (eða Dags eða hvað blaðið hét á þeim tímapunkti), málgagns Framsóknarflokksins. Á því tímabili var ekki hægt að merkja að fjósalyktin angraði hana. Núna er hún í því hlutverki að geðjast ríkisstyrkta málgagni Sjálfstæðisflokksins. Og kemur ekki á óvart.
Jens Guð, 3.3.2009 kl. 00:32
Rétt Jens.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2009 kl. 00:40
Bara svona að velta fyrir mér þessu með útgerðaaðalinn. Veit jú að Þorsteinn og Guðbjörg hafa verið í útgerð en Óskar sem fór fyrir hópnum á hann ekki DV, Mannlíf og Birting. Og svo eru þarna fleiri.
Eins skil ég ekki þetta með að þau hafi fengið þetta með afslætti. Var einhver sem var tilbúinn að borga yfir 5 milljarða fyrir Moggann? Og hefði verið betra að láta hann rúlla og fá 200 til 300 manns svona á einu bretti inn á atvinnleysisskrá? Og hverjir hefðu svo fengið leyfarnar af blaðinu. Kannksi 365. Sem hefðu þar fengið prentsmiðju fyrir lítið. Prentsmiðju sem kostar milljað. Sem og húsið þarna í Hádegismóum. Og bankin því fengið lítið sem ekkert. Nú er þó möguleiki að bankarnir fái um 40% af skuldum Moggans greiddar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2009 kl. 01:06
Magnús Helgi, það var grein í Morgunblaðinu sl. helgi um nýju eigendur Morgunblaðsins og tengsl þeirra við gjafakvótakerfið en þeir 3 sem nefndir voru til sögunnar tengjast Vísi, Vinnslustöðinni og Samherja. Sömu aðilar tóku fullan þátt í hlutabréfaspilaborginni sem féll á landsmenn og nú fá þeir Moggann eftir að ríkið hefur meira og minna rekið hann undanfarna mánuði og tekið yfir mörg þúsund milljóna skuldir.
Magnús Helgi, íslenska þjóðin er búin að brenna sig illilega á sumum þessara aðila og því er fáheyrt að láta brennuvarganna byrja upp á nýtt. Þeir sem lýstu yfir áhuga á að taka kaupa blaðið höfðu m.a. bundist félagsskap undir forystu Vilhjálms Bjarnasonar.
Sigurjón Þórðarson, 3.3.2009 kl. 11:00
Heill og sæll, Sigurjón.
Líta máttu á pistil minn nýbirtan (og skrifaðan áður en ég vissi af þessari vefslóð þinni): Ógáfuleg hatursárás Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Frjálslynda.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.