13.2.2009 | 21:14
Íslensk alþýðukona slær í gegn
Helstu fréttir af Alþingi eru þær að fyrir rúmri viku urðu sætaskipti vinstri grænna og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Vinstri grænir sem skyndilega fengu boltann vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera við hann og sjálfstæðismennirnir sem misstu hann láta eins og vitleysingar þrátt fyrir að vera búnir að koma þjóðinni í þvílíkan bobba að meðaljóninn sem væri í þeirra sporum og hefði einhverja siðferðiskennd mætti frekar í vinnuna með hauspoka en að ólátast.
Sem betur fer var alþýðukona, búsett á Skaganum, mætt við Austurvöll, Ragnheiður Ólafsdóttir, og talaði skýrt og umbúðalaust á þingi. Það var aðdáunarvert hvað Ragnheiður kom hugsun sinni - og fjölmargra annarra - vel til skila. Hún náði að vanda um við þingmennina sem tala í vafningum úr fílabeinsturni.
Mikið hefur verið gert úr næmni Ragnheiðar sem hún hefur eflaust nýtt sér, og ég þekki reyndar persónulega fólk sem hefur leitað til hennar og verið þess fullvisst að Ragnheiður hafi hjálpað sér. En það sem stendur upp úr er að hún talar venjulegt mannamál.
Frjálslyndi flokkurinn má vera stoltur af þessum blátt áfram og sköruglega fulltrúa sínum.
Þingmaður og árulesari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Já, nú vekur það þjóðarathygli og aðdáun að nýr þingmaður heldur einnar mínútu ræðu án þess að verða sér til skammar.
Það gefur nú vonir um að enn finnist "normal" einstaklingar á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 21:43
hún nær ekki að vega upp restina af flokknum.. því miður.
spá mín um jón Magnússon sem ég birti hér á þessu bloggi í fyrravor.. rættist !
Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 22:54
Ég er sammál því að hún komst þarna nákvæmlega að ,,marbletti" þingsins.
Betra að þið hefðuð fleir ,,varaþingmenn" til að tala.
Hins vegar er það rangt hjá þér Sigurjón að VG viti ekki hvað þeir eigi að gera við boltann. Þú og þínir vinir eruð stanslaust að reyna að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir með alls kyns kjaftæði um allt og ekkert. Og það vekur mann til umhugsunar um í hvaða flokki þú varst áður en Frjálslyndir urðu til.
Er erfitt að slíta naflastenginn?
Af því að ég er líffræðimenntaður eins og þú, er ég sammála þér um auknar veiðar, geri mér grein fyrir afleiðingum kvótakerfisins, vil láta veiða miklu meira af þorski svo hann verði ekki kynþroska sem smáfiskur í framtiðinni, en svo skilur á milli, því ég vil blandað hagkerfi, ekki bara eftirsókn eftir vindi eins og þú, trú á tækifæri og frumskógarlögmál, það kerfi hafa frjálshyggjumenn löngu afsannað að virki.
Það þarf að nýta auðlindir lands og sjávar, en með reglum sem virka, bæði fyrir fyrirtækin og landið í heild. Við verðum að geta selt afurðirnar, unnar afurðir.
Nú hlaðast birgðir af fiski upp í sjávarútvegsfyritækjum, af því að ...... ekki fæst viðunandi verð erlendis, .... en samt er gengið hagstætt.... en það er kreppa úti í löndum líka.
Er ekki kominn tími til að þú takmarkir bullið. Þið hafið bara eitt mál á dagskrá, kvótann. Og svo náttúrulega hliðarmálið..... takmarka litaða inn í landið.
Mér finnst með ólíkindum að nokkur sem er í Frjálslynda flokknum geti galað ,,mannréttindi", því það er ykkur algjörlega framandi hugsun.
Varðandi hvalveiðarnar sem þú ert ekki búinn að fjargviðrast neitt lítið yfir, hafa nú sendiherrar margara Evrópuríkja farið þess á leit við ,,mannréttindabrjótinn" Steingrím J. að hann endurskoði leyfi forvera síns.
Undarlegt. Eru Evrópubúar að hugsa um slík mál? Af hverju?
Ég vona samt að Steingrímur hafi þá hugsun, að ef hægt er að selja afurðirnar, þá leyfi hann einhverjar hvalveiðar. En það verður að tryggja. Af hverju? Jú, því ef hægt er að selja afurðirnar, þá skilar vinnan arði. Ef ekki er hægt að selja afurðirnar, þá á ekki að framleiða vöruna. Það er einfalt.
kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:56
Gústaf, til þess að leiðrétta örlítinn misskilning þá er rétt að taka það fram að ég hef aðeins verið í einum stjórnmálaflokki.
Það er rétt að ég sækist eftir vindi en ég bý á einum besta stað í heimi en hér á Sauðárkróki er að sönnu þægilegur blástur.
Mér finnst úr því sem komið er tilefni til þess að ég taki saman hér á blogginu ef ég nenni, misgjörðir Steingríms J Sigfússonar í garð íslenskra sjóamanna og er það þá ekki einungis til þess að vel meinandi fólk eins og Gústaf Gústafsson átti sig á ábyrgð leiðtoga VG heldur ekki síður til þess að Steingrímur J bæti ráð sitt en hann er í einstakri aðstöðu til þess.
Sigurjón Þórðarson, 13.2.2009 kl. 23:42
Sæll Sigurjón.
Ragnheiður er flottust.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.2.2009 kl. 23:47
Ragnheiður er það sem forfeður okkar nefndu að vera ófresk. þ.e. að hafa innsæi sem öllum er ekki gefið. Hún er hagsýn húsmóðir og alþýðukona sem segir hlutina bara eins og þeir eru. Þannig fólk þurfum við á Alþingi Íslendinga.
Sigurður Þórðarson, 14.2.2009 kl. 00:13
Sæll Sigurjón.
Já það mættu fleiri í þessum flokki taka hana til fyrirmyndar
Guðmundur Óli Scheving, 14.2.2009 kl. 00:53
Það var hreinlega frábært að hlusta á þessa ágætu konu. Hún þyrfti að söðla um og skipta um flokk. Ekkert bendir til þess að frjálslyndi flokkurinn komi manni á þing í komandi kosningum. Jón Magnússon og félagar urðu ykkur dýrkeyptir.
Sigurður Sveinsson, 14.2.2009 kl. 07:38
Sigurður við skulum sjá til hvaða spil Guðjón á upp í erminni en hann er vanur að fleyta þessu áfram.
Sigurjón Þórðarson, 14.2.2009 kl. 09:22
Ragnheiður talaði þarna einfaldlega fyrir munn íslensku þjóðarinnar.
Frábært hjá henni.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 10:40
Sæll Sigurjón.
ég vildi bara benda þér á eina grein sem mannréttindarnefndin þín sem þú hefur haldið svo uppá og tilbeðið var að gefa út.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/02/14/hrosad_fyrir_daudarefsingu/
Æðisleg nefnd sem telur að dauðarefsingar, þjóðarmorð og kúgun séu ekki mannréttindarbrot... en svo er hún á móti sjálfbærum veiðum og segir að það sé mannréttindarbrot.
Held að þú ættir aðeins að endurskoða hvað þú vitnar oft í þessa nefnd...
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 12:56
Þetta misskilningur hjá þér Ragnar Smári en mér finnst þessi athugasemd þín lýsa viðkvæmni VG í að taka á mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda
Þetta ráð sem segir frá í fréttinni er ekki sú nefnd sem fjallaði um óréttlæti kvótakerfisins en nefndin sem gerði það er stofnuð samkvæmt alþjóðasamningi um stjórnmála og borgaraleg réttindi. Nefndin er stofnuð á grundvelli 28. grein þess samnings.
Hún hefur það eina markmið að fylgja eftir samningnum. Vonandi treysta ráðherrar VG til þess að hætta umræddum mannréttindabrotum.
Sigurjón Þórðarson, 14.2.2009 kl. 13:10
Ég ber enn allnokkra virðingu fyrir Guðjóni Arnari. Persónufylgi hans hefur reynst flokknum notadrjúgt. En ég held að kraftaverk þurfi til að bjarga ykkur í vor. Ég er flokkslaus maður en verð samt ekki í vandræðum við kjörborðið. Atli Gíslason vann þingsæti hér í suðurkjördæmi í síðustu kosningum og ég ætla að styðja hann ef hann verður í framboði. Hef þekkt hann frá því vorum í lagadeildinni og treysti honum afar vel til góðra verka.
Sigurður Sveinsson, 14.2.2009 kl. 13:55
Verið ekki að tuða svona!
Hér er verið að hrósa Ragnheiði Ólafsdóttur!
Þökk og hrós á hún skilið - Húrra fyrir henni!
Óska Frjálslynda flokknum til hamingju með þennan liðsmann!
Hlédís, 14.2.2009 kl. 13:56
sæll aftur.
Mannréttindarnefndin er væntanlega skipuð af mannréttindaráðinu, enda finnst mér ólílegt að það sitji alltaf sömu mennirnir í þessum nefndum hjá þeim.
Mannréttindarráðið skipar mannréttindanefndirnar sem síðan birti þetta álit um ísl.kvótakerfið.
Þannig að ég sé ekki hvar misskilningurinn er.
Ég vil samt þakka þér fyrir að svara mér alltaf hérna.
Ég virði það við þig.
Takk
Ragnar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:59
Hún ætlar að verða lífseig mýtan um Jón Magnússon og Nýtt afl. Ekki veit ég hversu margir hanga ennþá eins og hundar á því roði að Jón og félagar hans hafi sett allt á annan endann í frjálslyndaflokknum og rúið hann fylgi. Enginn af þessu fólki kemur hinsvegar úr flokkstarfinu þó því virðist vera kunnugt um ástæður fyrir átökunum í innra starfi flokksins.
Nú vill svo til að ég hef gegnt starfi í flokksfélagi og þar að auki setið þá almennu flokksfundi flesta þar sem átök og deilur hafa risið. Engir hafa reynst betur til að bera klæði á vopn og lægja öldur en einmitt Jón og félagar hans úr Nýju afli. En þetta fólk sem og við flest í flokkstarfinu höfum verið beitt hroka og hreinni valdníðslu af stjórn flokksins. Enginn hefur svo ég hafi séð sýnt fram á þann skelfilega bakgrunn sem þetta litla stjórnmálaafl hafði þegar það gekk til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum. Er það kannski ekki á hreinu Óskar Þorkelsson?
En nú er mér orðið örðugt að sitja undir endalausum lygaþvælum fólksins sem stendur utan flokksins og reynir að læða inn grunsemdum um heilindi þeirra sem mest heilindi hafa sýnt.
Og þetta bið ég þá að taka til sín sem eiga í þeirri von að ég hafi talað nægilega skýrt.
Árni Gunnarsson, 14.2.2009 kl. 21:29
Þú talaðir svo sannarlega nógu skýrt Árni! Þú talaðir fyrir mig og örugglega marga fleiri.
Rannveig H, 15.2.2009 kl. 12:22
Enginn hefur svo ég hafi séð sýnt fram á þann skelfilega bakgrunn sem þetta litla stjórnmálaafl hafði þegar það gekk til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum. Er það kannski ekki á hreinu Óskar Þorkelsson?
Ég tók ekki eftir þessari athugasemd þinni Árni en skal svara fyrir mig..
Jón Magnússon kom í flokkinn með einn tilgang ,og einungis þann eina tilgang, að komast á þing og ná völdum í stjórnmálaflokki sem var nægjanlega hægrisinnaður til þess að falla undir hans heimssýn..
Það tókst að hluta hjá honum en ekki að öllu leiti og því fer jón Magnússon úr flokknum á sama hátt og hann kom í hann.. hratt og fyrirlitslega.
FF er fyrir löngu búinn að tapa uppruna sínum og því tilveruréttinum og dómur kjósenda í næstu kosningum mun sanna mitt mál !
Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 13:28
Ekki gar ég nú svosem ætlast til þess af þér Óskar að þú hefðir vit til að sjá að þér. Jón Magnússon þröngvaði sér ekki fram til framboðs. Honum var falið að leiða lista og hann hefur verið einn af virkustu og bestu alþingismönnum þann stutta tíma sem hann hefur setið á Alþingi. Um það vitna fjölmargar þingræður hans.
Mitt ráð til þín er að næst þegar þú tekur til máls þá veljir þú þér það viðfabgsefni sem þú hefur meiri kunnugleika á en innra starfi Frjálslynda flokksins.
Árni Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 17:52
Ég fjalla um FF eins og mér þóknast Árni.. þakka þér fyrir annars frekar einstrengingslega ráðleggingu sem einkennist af hroka.. sem einmitt verður FF að falli.
Ef fólk má ekki fjalla um Flokkinn eins og hann birtist þeim í fjölmiðlum, en verður að treysta á að menn eins og þig Árni sem ert greinilega í innsta koppi þessa flokk, upplýsi okkur þá skaltu bara upplýsa okkur fávísan almúgann um ágæti Jóns Magnússonar sem .. btw er FARINN úr FF.. en ágæti jóns hef ég aldrei getað komið auga á .. ég sé frampotara af verstu gerð... og rasista.
Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 17:58
Mér finnst lifandis ósköp vænt um þig líka Óskar minn!
Árni Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.