Leita í fréttum mbl.is

Viltu áfengi í búðir?

Hún er merkileg, forgangsröðin hjá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum að vilja ræða hvort það eigi að selja áfengi í matvöruverslunum eða ekki þegar Alþingi kemur saman eftir mánaðarhlé. Áfengið er rætt þrátt fyrir að þúsundir manna mótmæli fyrir utan Alþingishúsið og upp er að komast um tugmilljarðasvikasamninga í Katar þar sem forsetinn og iðnaðarráðherra hafa verið notaðir sem leikmunir. Staðfest er að hundruð milljarða hafi streymt út úr bönkunum í vafasamar lánveitingar skömmu fyrir hrun þeirra. Enginn er yfirheyrður.

Eina fólkið sem stóð til að handtaka var 370 Sunnlendingar.

Í þessu umhverfi finna þingmenn ríkisstjórnarinnar upp á því að vilja setja brennivín í búðirnar. Ég hef ekki sterkar skoðanir á því í sjálfu sér - en tímasetningin er afleit, forgangsröðin er rennandi blaut tuska framan í almenning.

Þetta gengur ekki. 


mbl.is Þingfundi haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú talaðir fyrir því að áfengissala væri frjáls eins og eðlilegt er, þá hefði fólk kanski ekki hafnað þér í síðustu kosningum.

E (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:46

2 identicon

Ég rak augun í að 13.mál á dagskrá í dag ber heitið fjármálafyrirtæki.

Ég hugsaði með mér að kannski er eitthvað af viti sem alþingi ætlar að tala um en svo þegar ég skoðaði það nánar kemur í ljós að frumvarpið snýst um kynjahlutföll í stjórnum!

JC (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

E þú verður að fyrirgefa að mér þykir málið ekki brýnt en ég tel þó engu að síður að það hafi ekki ráðið úrslitum að Frjálslyndi flokkurinn náði ekki manni inn í Norðaustur kjördæmi.

JC þetta er merkilegt mál sem Samfylkingin leggur fram nú þegar fulltrúi flokksins Jón Sigurðsson í stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur verið staðinn af því að hafa tekið þátt í að blekkja erlenda viðskiptavini Landsbankans þar sem að hann vísaði öllum efasemdum um Icsave reikninganna á bug.

I Skúlason, ég er sammála ekki veit ég hvað Steingrímur J er að eyða púðri í þetta mál.

Árni, Það er greinilegt að Samfylkingin leggur einnig talsvert upp úr að málið fari í gegn nú í kreppunni, þar sem varaformaður Samfylkingarinnar flytur málið með Sigurði Kára.   

Sigurjón Þórðarson, 20.1.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Offari

Þetta er afar ákallandi til að bjarga Bónus frá gjaldþroti.

Offari, 20.1.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þennan pistil!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.1.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Hörður J Oddfríðarson

Rétt hjá þér Sigurjón það eru ekki merkileg málin sem Sigurður Kári Kristjánsson og félagar telja að þurfi að ræða í þinginu - daginn sem þúsundir íslendinga mótmæltu með látum fyrir utan.  Það er ekki skrýtið þó virðing þingsins hafi minnkað - þetta þing er fullt af liðleskjum og undirtyllum.

Hörður J Oddfríðarson, 20.1.2009 kl. 17:46

7 Smámynd: Halla Rut

Ég hreint svo gáttuð á þessu að ég vart trúi að þetta sé sannleikurinn. Ég segi sem oftar; þetta fólk er algjörlega veruleikakyrrt og algjörlega óhæft til að stjórna nokkur, hvað þá heilu landi.

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru þrjóskir "stuttbuxnastrákarnir" þeir flytja frumvarp þessa efnis á hverju ári í þeirri von að það verði einhvern tíma samþykkt.  Ég bloggaði um þetta í júlí 2007, sjá hér, ég veit ekki til hvers þessir kappar eru að halda þessu til streitu eða fyrir hverja þeir eru að þessu?

Jóhann Elíasson, 20.1.2009 kl. 18:24

9 Smámynd: Halla Rut

Það verður nú að hjálpa Högum, BESTU VINUM ÞJÓÐARINNAR.

Ef þetta er ger nú þá tapar ríkið tekjum og þær færast yfir til Haga. Það er það sem ríkisstjórnin er að gera í dag. HUGSIÐ YKKUR.

Halla Rut , 20.1.2009 kl. 18:48

10 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Þetta er leið stjórnarinnar, það er að við verðum bara korrandi full heima í sófa, skreppum út í næstu sjöppu og bætum á okkur bjór. Hver nennir að mæta í mótmæli þegar hann getur verslað öl í Hagkaup

Bárður Örn Bárðarson, 20.1.2009 kl. 22:16

11 identicon

Sæll Sigurjón

Þið eruð algerlega bitlausir þarna í stjórnarandstöðunni og engum til gangs og þjóðinni í rauninni til ógagns eins og þið vinnið. Ef þið viljið leggja  þjóðinni lið í baráttu fyrir auknu lýðræði og réttlætir, þá eigið þið allir með tölu stjornarandstöðuþingmenn að seigja af ykkur þingmennsku og labba út. Þá myndi ég taka hatt minn afna fyrir ykkur og ég  veit að þjóðin myndi gera það líka. 

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:42

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haraldur A. Haraldsson það er nú svo að ég er ekki þingmaður og er því ekki í þeirri aðstöðu að geta sagt af mér.

Svo er það hin hliðin á málinu en hún snýr að okkur kjósendum en við hefðum átt að getað vandað valið á fulltrúum okkar betur.

Sigurjón Þórðarson, 20.1.2009 kl. 23:49

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta er í fimmta eða sjötta skiptið sem Sigurður Kári leggur þetta áfengisfrumvarp fram og enn á einhvern óskiljanlegan hátt að þumbast við. Meirihluti Alþingis hefur jafn oft hafnað frumvarpinu. Er ekki kominn tími á að einhver útskýri fyrir blessuðum drengnum að flest telst fullreynt í fjórða. Eða veit drengurinn kannski sem er að það fyrsta sem gerist eftir inntöku þessarar "neysluvöru" er að dómgreindin sljóvgast hjá fólki...Hann lítur kannski svo á að það gæti hjálpað honum til að komast inn næst.    

Atli Hermannsson., 20.1.2009 kl. 23:54

14 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

     Þetta frumvarp er þóknun við vildarvini og flokksgæðinga einsog flest sem þessir stuttbuxnadrengir íhaldsins lærisveinar Hannsear Hólmsteins koma fram með á þingi ríkið á ekki að vasast í þessu sagði einn þeirra í fyrra þessi frjálshyggulýður er búinn að koma auði þjóðarinnar í hendur á örfáum mönnum með svipuðum röksemdum  

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:56

15 identicon

Hver andskotinn Sigurjón! Mér fannst endilega að þú værir þarna ennþá. Fyrirgefðu að ég skildi gera svona lítið úr þér að tengja þig þessari stofnun lýðveldisins sem í mínum huga hefur verulega sett niður. Já satt segir þú, það er oft erfitt að velja rétt. Og það er ansi merkilegt hvernig hinir mætustu menn breytast þegar þeir loks lenda í þeirri aðstöðu að vera í meirihluta í stjórn. Þá sannast hið fornkveðna."Vald spillir"

kv.

Haraldur 

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:15

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er bara rétt lýsandi dæmi í hvaða hugarheimi þessir drengir eru. Frjálshyggjan farin fjandans til en þeir rembast eins og rjúpa við staur. Sigurðar Kára verður örugglega lengi minnst fyrir þetta. þegar íslenska þjóðin var við það að fara á hausinn komst ekkert gáfulegra í hausinn á honum en selja brennivín í Bónus. Hugsa sér að þessi maður skuli sitja á Alþingi Íslendinga.

Víðir Benediktsson, 21.1.2009 kl. 00:35

17 identicon

Málið hans Steingríms er gamalt og það er ekki hann sem setur saman dagskrá þingfunda.  Það gera aðrir.

Enda kvaddi hann sér hljóðs og vildi þessa dagskrá burt og ræða aðkallandi mál í staðinn. 

Bara að þetta komi fram vegna innleggs hér að ofan. 

101 (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:41

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Af 15 flutningsmönnum frumvarpsins eru 13 Sjálfstæðismenn. Það kemur mér ekki á óvart. Það vekur hins vegin ánægju mína að sjá að Árni Páll Árnason er ekki meðal flutningsmanna núna. Kannski hann hafi skipt um skoðun eftir að hann þáði boð Heiðursmanna SÁÁ að kynna sér starfsemina og hlýða á erindi um áfengismál þjóðarinnar? Eða hann sjái tíma sínum betur varið í önnur mál þessa stundina. Hvort sem er, er það gott og til eftirbreytni.

Páll Geir Bjarnason, 21.1.2009 kl. 05:57

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um forgangsröðun í áfengismálum allar breytingar sem stuðla að hærra verði til neytenda eru mjög slæmar. þær kynda bara undir fíkn. Allar breytingar sem fækka úrvali tegunda eru líka slæmar. Hagræðing á stundum við á mjög fátækum svæðum. Hún má ekki vera á kostnað samkeppni eða jafnra tækifæra til að græða. Ég hef heyrt að það sé mjög dýrt fyrir Heildsala að selja  stórri einokunarkeðju. Afláttur í formi lánstíma allt að þrír mánuðir [eða lengur], afsláttur af heildar innkaupum minnst 10%, starfsmaður á launum sem raðar upp vörunni  inn í búðinni, og endurkröfuréttur á vöru sem selst ekki. Sem gerir það verkum að landbúnaðarafurðir m.a. eða vara með stuttan sölu tíma getur orðið allt til 30% dýrari hér á landi en í öðrum löndum þar sem ríkja aðrir söluhættir um dýra vöru sérstaklega með stutt geymslu þol. Þetta finnst mér að ætti að rannsaka sérstaklega hér á landi. Vegna þess að smásali kaupir ekki viku magn inn fyrir hverja búð þá er enginn magnafláttur sanngjarn. Sumir eru að fylla á á hverjum degi. Auðvitað veltir heildsalinn [birginn] þessum kostnað á hina sem minna mega sín. Hvort þetta merkir meira val og betri þjónustu og minni bensínkostnað og hagstæðari verð til neytenda þegar upp er staðið læt ég ósagt. Einnig finnst mér óeðlilegt að sami aðili sé bæði birgir og smásali. Því þá getur hann hækkað verðið inn í búðina, til að lækka launkröfur og skatta. Svo getur stór birgir notað millilið erlendis til að selja sér vöruna dýrar inn í landið. Allt svona samkrull er mjög óneytenda vænt að mínu mati þegar uppi er staðið. Sérstaklega þegar atvinnuleysi ríkir ætti að leysa það upp og hafa almennar reglur um gagnsæi milli söluaðili og skýrar reglur um hvað kallist eðlileg verðmyndun. Miðað við Íslenskar þarfir. 

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband