Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún hrósar ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Í Kastljósinu í kvöld kom fram að leiðtogi jafnaðarmanna var afar sátt og ánægð með samstarfsflokkinn. Sérstaklega var hún ánægð með Árna Mathiesen, vel að merkja sem fjármálaráðherra, þótt eflaust mætti deila eitthvað um hvernig honum hafi tekist til við að skipa í embætti héraðsdómara úti á landi. Það er ekki helsta hlutverk fjármálaráðherra. Það hefur greinilega horfið úr minni utanríkisráðherra að hún var ekki alls kostar sátt við félaga sinn Árna þegar hann stefndi ljósmæðrunum í miðri vinnudeilu í haust.

Eflaust er þjóðinni, eins og ISG skilgreinir hana, létt að heyra að björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar gangi mjög vel og að alls ekki eigi að benda á nokkra sökudólga, hvort sem þeir heita Geir Haarde, Davíð Oddsson, Baldur Guðlaugsson, Jónas Fr. Jónsson eða Elín Sigfúsdóttir.

Málið er miklu stærra en svo ...

Þjóðin verður að sætta sig við súrt með sætu og ISG þurfti jafnvel sjálf að sætta sig við ráðherradóm með súru.

Nýja Ísland kemur með gagnsæi og aukinni upplýsingagjöf að sögn utanríkisráðherra en verður eins og gefur að skilja að bíða betri tíma, enda eru ríkir þjóðarhagsmunir að vera ekki að upplýsa um neyðarfundi með seðlabankastjórum og lögfræðiálit sem mögulega gætu kastað rýrð á málflutning mikilvægra ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki of langt gengið að tala niður til ÞJÓÐAR sem búið er að SVERTA og SVÍKJA eins og okkur ÍSLINDINGA? Nýa Ísland hlýtur að ætlast til að Ráðherrar beri virðingu fyrir þegnum landsins,og við sem mótmælum erum líka þegnar LANDSINS.Nú skulum við sýna hvað í okkur BÝR og mæta á austurvöll svo hún sjái hvað okkur finnst um þá Ríkisstjórn sem nú er við líði.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Vonandi verður konfektmolinn sem Samfylkingin fær úr Landsfundar-Konfektkassa Sjálfstæðisflokksins nú í mánuðinum svo eitarður að samstarfinu verður hætt strax.

Það finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 8.1.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fékk æluna upp í kok vegna ummæla imbu sollu.. 

Óskar Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er ekki sátt við þetta tal ráðherranna um "Nýja Ísland" , hvað er að þessu fólki.

Það heldur að það geti falipð slóð sína á "gamla Íslandi?"

Nei. Ég bý á Íslandi. Punktur.

Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Leitt að valda þér þessari vanlíðan, Ægir. Ertu að meina að ég hafi gagnrýnt ISG fyrir að standa ekki með xD? Ég man ekki eftir því. Dragðu mig að landi, í hvaða málum er það?

Sigurjón Þórðarson, 8.1.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Halla Rut

Tók einmitt eftir þessi, hún treystir honum "til allra góðra verka".

Mér er næst því að gubba svo fölsk er hún.

Halla Rut , 9.1.2009 kl. 00:58

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Samfylkingin tók við hlutverki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn án nokkurra umbreytinga í áherslum svo heitið geti, það þýðir að að axla þá hina sömu ábyrgð pólítíkst.

verði þeim að góðu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2009 kl. 02:20

8 identicon

Hvað er þetta.  Hún treystir honum til allra góðra vera.  Þetta er bara týpiskt hjá ISG til að geta falið sig á bak við að hún taki ekki undir hans verri verk.  Hún gat ekki sagt beint út ég trysti honum og bakka hann upp var það?.  Hún getur aldrei tekið afstöðu í neinu utan ESB.

itg (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband