Leita í fréttum mbl.is

,,Spyrjið manninn minn"

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur fullyrt að henni komi fjármál eiginmannsins ekkert við og hefur talið sig fullfæra um að standa í sérstökum björgunaraðgerðum vegna bankans sem eiginmaðurinn vann hjá og einkahlutafélag í þeirra eigu átti mikil hlutabréf í. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur staðfest að hrun bankans hafi sannanlega snert fjárhag heimilisins enda var einkahlutafélagið 7 hægri - sem var stofnað í febrúar 2008 - skráð fyrir mörg hundruð milljóna króna lánum.

Eflaust geta einhverjir haft skilning á þessum málflutningi lögfræðingsins, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að hún hafi verið hæf til verksins og þurfi í engu að svara fyrir um þessa hagsmuni.

Í þessari umræðu rifjaðist upp fyrir mér að hún hélt uppi harðri málsvörn í byrjun árs 2001, í kjölfar dóms Hæstaréttar, fyrir réttmæti þess að skerða greiðslur til öryrkja vegna tekna maka, allt niður í 18.000 krónur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt fram á þetta ár krafið öryrkja landsins um að gera grein fyrir tekjum maka sinna, enda hefur flokkurinn litið á makana sem samábyrga og að þeir hefðu framfærsluskyldu hvor gagnvart öðrum.

Það er hlálegt að ráðherra sem hefur haldið uppi þvílíkum málflutningi og þvílíkri stefnu í gegnum árin bjóði almenningi upp á að hundruða milljóna hagsmunir eiginmannsins komi henni vart við á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að standa í bréfaskiptum við Hæstarétt til að geta haldið áfram að klípa einhverja þúsundkalla af öryrkjum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt, rétt, Sigurjón og mjög gott að reifa þetta mál því svo vill til að þetta gengur vægast sagt verulega á skjön við markmið og tilgang stjórnsýslulaga sem sett voru á sínum tíma.

Hver er aðili máls, hvar og hvernig ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki gleyma innherjaviðskiptum ráðherrans. Í byrjun febrúar hélt Davíð Oddson fund með ráðherrum þar sem hann upplýsti þá um geisivarhugaverða stöðu bankanna. Hálfum mánuði seinna stofnaði menntamálaráðherra og eiginmaður einkahlutafélagið 7 hægri og fluttu skuldirnar yfir í það af persónulegri ábyrgð.

Hvers vegna samþykkti Kaupþing að færa skuldirnar yfir á lélegri veð? Eru það eðlileg viðskipti? Var menntamálaráðherra ekki að bregðast við innherjaupplýsingum sem hún hafði í krafti stöðu sinnar? Hvers vegna er það ekki forsíðufrétt?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.12.2008 kl. 02:21

3 Smámynd: ThoR-E

Algjörlega sammála Sigurjón.

Þarna skaut hún sig í fótinn. Heldur betur.

ThoR-E, 29.12.2008 kl. 09:40

4 identicon

þessi þingmaður hefur sýnt ítrekað að hún hefur engin prinsipp er alger tækifærisinni. Hún meinar eitt í dag og annað á morgun og á erfitt með að böggla orðunum út úr sér.

Hún minnir á Steingrím Hermannsson (man einhver eftir honum?)

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Þetta er merkileg upprifjun og ábending.

 Mikið væri FF sterkari núna ef þín nyti við í þingflokknum

Gunnar Þór Ólafsson, 29.12.2008 kl. 21:36

6 identicon

Siðblinda getur talist vera viss fötlun.Eins og stendur í textanum ekki benda á mig.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband