Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna tekur Lúðvík ávirðingar á síðu Egils inn á sig?

Hún er aum, greinin hans Lúðvíks Bergvinssonar í Mogganum í dag. Hann hefur uppi stór orð um þá sem hafa gengið fram og gagnrýnt ömurleg vinnubrögð Samfylkingarinnar í tengslum við rannsóknina - eða rannsóknarleysið réttara sagt - á óeðlilegu fjármálamisferlinu og spillingunni í bankahruninu.

Vinnubrögð Samfylkingarinnar hafa einkennst af hálfsannleik, yfirklóri, yfirlæti og valdhroka. Það er átakanlegt að verða vitni að því að formaður þingflokks Samfylkingarinnar brigslar fólki um að vera með getgátur, aðdróttanir, söguburð og að ala á tortryggni þegar ljóst er að Samfylkingin hefur komið í veg fyrir rannsókn á málinu. Engin rannsókn er hafin á málinu og þegar það gerist - ef - á að setja helmingi minni pening í hana en í innihaldslausar æfingar í blaðamannafundum.

Lúðvík á í fasteignafélagi en segist hafa sagt sig úr stjórn þess þegar bankarnir voru þjóðnýttir. Hann neitar að gefa upp nokkuð að ráði en væri ekki langheiðarlegast að segja hvað félagið á og eyða þannig efasemdum um sig?

Í almannatengslum er mönnum kennt að segja sannleikann.

Lúðvík, koma svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það vekur furðu að Samfylkingin skuli ekki ríða á vaðið með góðu fordæmi og þar upplýsi hver þingmaður fyrir sig um sínar eignir, skuldir og áhrifatengsl.

Það er slík opinberun sem þarf til að vinna sér inn traust kjósenda, ekki einhver fordæmingarpistill í Morgunblaðinu.

Sigurður Ingi Jónsson, 22.12.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef menn hafa ekkert að fela þurfa þeir ekkert að óttast. Fólk vill bara vita hvort þeir sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar séu með hreinan skjöld. Hlýtur að vera sanngjörn krafa.

Víðir Benediktsson, 22.12.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

ég tel að óvæntasta uppákoma haustsins megi tileinka Samfylkingunni. Reyndar tel ég að reynsluboltar eins og þú hafir ekki átt von á neinu öðru úr þeirri átt. Fyrir okkur hin er það með ólíkindum hvernig Samfylkingin hefur brugðist við kreppunni.  Miðað við trúboð liðinna ára hefði maður átt von á gegnsærri og opinni umræðu. Þess í stað kúrir hún sig enn dýpra með spillingarliðinu og finnst það bara gott.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.12.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fórst þú eitthvað ílla fram úr í morgun Sigurjón. Þó að þér líki ekki stjórnunarstíll Samfylkingarinnar, þá er óþarfi að vera gífuryrði. Ég get ekki betur séð en  að Samfylkingin vinni ásamt Sjálfstæðisflokknum, af kappi í því gríðarlega feni sem er um þessar mundir í stjórn- og fjármálum á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Stjórn" er greinilega afstætt hugtak.

Víðir Benediktsson, 23.12.2008 kl. 00:47

6 identicon

Það er svolítið seint í rassinn gripið að vinna af kappi eftir að í FENIÐ er komið. Allt venjulegt fólk hefði lagt á sig ómælda vinnu til að koma ekki heilli ÞJÓРí FENIÐ,það kallast að BERA ÁBYRÐ FRÚ Hólmfríður.En kannski fer Samfylkingin að vakna og fer ekki illa fram úr á morgunn,hver veit.  Gleðileg jól til þín Sigurjón og takk fyrir að standa við bakið á okkur þegar við þurftum á stuðning að halda.

Kveðja Guðrún Hlín Adolfsdóttir.         

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:02

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef allt er á tæru  þá þarf fólk ekki að óttast, en svona hroki bendir ekki á gott,  Upp komast svik um síðir

Jón Snæbjörnsson, 23.12.2008 kl. 09:12

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Frú Hólmfríður, hefur það farið fram hjá þér að það hefur engin rannsókn farið fram og eini maðurinn sem hefur verið kallaður til yfirheyrslu er millistjórnandi í Landsbankanum!

Sigurjón Þórðarson, 23.12.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað er það, sem er svona aumt í þessari grein? Í þessari grein tekur hann fyrir alls konar kjaftasögur um sig og ber þær til baka. Hann minnir líka á þá grundvallarreglur réttaríkis að menn teljast saklausir uns sekt er sönnuð og að sú regla sé líka mikilvæg við ástand eins og nú er. Nú hafa farið alls konar kjaftasögur af stað um ráðherra, þingmenn, embættismenn, auðjörfra og aðra athafnamenn og virðist, sem viðhorfið sé að þeir séu sekir nema þeir geti sannað sakleysi sitt. Slíkar galdraofsóknir megum við ekki láta fara í gang ef við viljum teljast siðuð þjóð.

Sigurður M Grétarsson, 23.12.2008 kl. 15:51

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það hlýtur að vera grundvöllur réttarríkisins og siðaðrar þjóðar að rannsaka af krafti mál sem varða efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar til framtíðar. Þetta er þvílíkur aumingjaskapur hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar sem hefur í gegnum tíðina látið hátt í sér heyra vegna þess að stjórnvöld hafa dregið lappirnar og heykst á því að láta kanna miklu minni mál, þótt þau séu stór líka, s.s. samráðsolíusvikamálið. Það væri gott fyrir Lúðvík að fara í huganum í gegnum þau mál og þá linkind og það sleifarlag sem Samfylkingin sýnir nú.

Sigurjón Þórðarson, 23.12.2008 kl. 16:12

11 identicon

Það er ekkert skrítið að Samfylkingin sé kölluð "Litli Sjálfstæðisflokkurinn"

halliegils (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 17:06

12 identicon

Það sárasta við þetta er að STRANG HEIÐALEGT fólk lagði nótt sem nýtan dag til að koma þessum ráðalausu FLOKKUM til VALDA.Það verður að vera krafa okkar að allt komi upp á BORÐIÐ hjá þeim sem ætla sér að taka þátt í að byggja upp nýa ÍSLAND.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband