Leita í fréttum mbl.is

,,Detoxeraðar" 350 milljónir í meðförum ríkisstjórnarinnar

Vinkona mín er blaðamaður á einum stærsta fjölmiðli Breta, og þótt víðar væri leitað, að vísu ekki í almennum fréttum, heldur sér hún um vísinda- og umhverfisfréttir. Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og spurði mig áhyggjufull hvernig ég hefði það í kreppunni og hvernig hlutirnir gengju nú fyrir sig á landinu bláa. Hún spurði m.a. út í ráðherrann sem hafði fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna í banka - á lánum auðvitað - og farið svo í björgunarleiðangur út af sama banka með ríkisstjórninni. Svo spurði hún út í ráðuneytisstjórann sem hefði notað innherjaupplýsingar og losað bréfin sín í Landsbankanum eftir fund með breska fjármálaráðherranum, hvort hann væri enn í gömlu vinnunni sinni að vinna fyrir almenning.

Ég sagði sem satt er að þau væru enn á fullu í trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð og létu engan bilbug á sér finna. Já, virkilega? spurði hún. Lesendur vita að ég var ekki að grínast þegar ég kvað já við og að menn hefðu það í flimtingum að ráðuneytisstjórinn fengi áreiðanlega hin sögufrægu verðlaun viðskiptamaður ársins.

Mér varð hugsað til hennar þegar ég sá að ríkisstjórnin hafði varið heilum 350 milljónum króna í kynningarstarf og almannatengsl til að fegra handarbakavinnubrögð ríkisstjórnar og draga upp falska mynd af ástandinu. Miðað við hvernig ríkisstjórnin hélt á málum var þessi vinna álíka ábatasöm og að sturta þessum peningum niður í klósettið. Fyrir þessa upphæð hefði mátt reka meðalstóran framhaldsskóla í heilt ár og fiskvinnsluskóla í nokkur ár en Sjálfstæðisflokkurinn vann það voðaverk á íslensku atvinnulífi fyrir nokkrum árum að leggja fiskvinnslunám af. Og þetta er einn þriðji þeirrar upphæðar sem HÍ fer á mis við núna skv. fjárlögum.

Ekki lyktar það vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt skrítið í grísahausnum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:56

2 identicon

Nei, þetta er með lygilegum, fádæma ólíkindum, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:01

3 identicon

Bíddu var einhver að ganga í þennan blessaðan fiskvinnsluskóla? ekki minnir mig það.

Halli (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halli,  í gegnum það sem ég hef verið að snúast á sl. árum þá er ég viss um að það séu fátt nám sem hafi skilað jafn miklum verðmætum fyrir þjóðarbúið og þessir "blessuðu" fiskvinnsluskólar.  Áherslur Sjálfstæðisflokksins í skólamálum er lýsandi fyrir firringu flokksins en hann hefur ráðið menntamálaráðuneytinu í hátt í 2 áratugi.  Fiskveiðiþjóðin kennir lögfræði í 4 háskólum en er búin að leggja niður fiskvinnslunám.

Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði á því að draga smám saman máttinn úr fiskvinnsluskólunum með því að sameina þá inn í aðra skóla s.s. Flensborg í Hafnafirði og síðan voru þeir lagðir niður.

Skýringin er eflaust sú að námið hefur ekki verið nógu fínt fyrir Þorgerði Katrínu og hina lögfræðinga Sjálfstæðisflokksins sem hafa gegnt starfi menntamálaráðherra sl. áratugum.

Sigurjón Þórðarson, 17.12.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Sigurjón en ég er ekki þessi Halli sem þarna skrifar.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband