Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eiga Íslendingar að vantreysta ríkisstjórninni?

Ríkisstjórn Geirs Haarde segist ætla að rannsaka bankahrunið og velta við hverjum steini. Íslendingar ættu alls ekki að treysta því að það verði gert. Hvers vegna segi ég það? Jú, í ljósi stærri fjármálahneyksla sem upp hafa komið síðustu árin, s.s. olíusamráðssvikanna sem teygðu sig langt inn í Sjálfstæðisflokkinn og sömuleiðis úttektarinnar á einkavæðingu bankanna þar sem kjölfestufjárfestar gufuðu upp og rannsóknin svokallaða var einungis málamyndagjörningur, eru þær rannsóknir sem hafa verið settar af stað á ábyrgð stjórnvalda til að rannsaka sjálf sig tómt yfirklór.

Það er fróðlegt fyrir þá sem efast um framangreind orð að lesa grein sem ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Arnþór - það þarf að skoða þessa krafta sem hafa komið þjóðinni í þessa stöðu.

Sigurjón Þórðarson, 25.11.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

miðað við viðtökur almúgans í Háskólabíó þá hefur enginn trú á þessum kattarþvotti stjórnvalda.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.11.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nú gott því nú er eins gott að vanda sig.

Sigurjón Þórðarson, 25.11.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta. Almenningur verður að halda áfram á verði sínum. Þeir geta ekki endalaust þrætt fyrir að við séum þjóðin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband