Leita í fréttum mbl.is

Manni er flökurt - hugleiddu afsögn, Ingibjörg Sólrún

Í gærkvöldi viðurkenndi Ingibjörg Sólrún að hafa setið sex fundi með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þar sem farið var yfir erfiða stöðu bankanna. Þessum fundarhöldum hélt formaður Samfylkingarinnar leyndum fyrir ráðherra bankamála.

Rannsókn er ekki hafin á  fjármálasukkinu sem þjóðin blæðir fyrir, s.s. að tugir milljarða hafi verið lánaðir út úr almenningsfyrirtækjum án þess að nokkur veð væru lögð fram og það til þess að kaupa ónýta pappíra í FL Group.

Í stað þess að mál séu tekin föstum tökum og þeir sem bera ábyrgð séu kallaðir til yfirheyrslu eða settir í gæsluvarðhald fer Samfylkingin að þvæla um sameiningu tveggja ríkisstofnana, þ.e. Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.

Ef mið er tekið af fyrri aðgerðum ríkisstjórnarinnar má ætla að niðurstaða málsins verði sú að ekkert verði af sameiningunni en í stað þess verði stofnaðar tvær nýjar stofnanir, þ.e. Nýi Seðlabankinn og Nýja Fjármálaeftirlitið. Að öllum líkindum verður það metið svo að rétt sé að gömlu góðu starfsmennirnir verði ráðnir í sambærileg störf og þeir gegndu áður - enda voru engin mistök gerð í aðdraganda hrunsins.

Ingibjörg, hugleiddu afsögnina af mikilli alvöru.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvar er bankamálaráðherra? Hann hefur varla sést síðan Ingibjörg komst til meðvitundar. Hvað finnst honum um þetta leynimakk formannsins.

Víðir Benediktsson, 19.11.2008 kl. 20:01

2 identicon

Sammála.       Hún á í öllu falli að fara í veikindafrí og láta öðrum eftir að hlusta á öll þau góðu ráð sem unnt er að taka mið af.   Hvers vegna liggur á að sameina FME og Seðalbankann?       Af hverju er enginn sem fer fram á að fagaðilar taki við taumhaldi FME.   Þar sitja vanhæfir aðilar fyrir margra hluta sakir.      Og að síðustu.   Hvað finnst fólki um pólitísku gæðingana sem skipað hefur verið í bankaráðin.    Nú fáum við sömu gömlu góðu ríkisyfirráðin aftur.    Nú er lag að ganga í réttan flokk því það mun skipta meira máli í framtíðinni.  

GLG

Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:03

3 identicon

Sigurjón gleymir að minnast á að þegar vandræðin voru búin til á árunum 2003 - 2007 þá sat hann á alþingi og hafðist ekkert að til að koma í veg fyrir vandræðin. 

Þó svo að fáir eða engir hafi kosið hann til setu á alþingi þá þáði hann þar laun og ber fulla ábyrgð á ástandinu. 

Ari (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ari, það er ekki rétt að ég hafi ekkert hafst við, þó svo að ég segi sjálfur frá þá voru fáir jafn ötulir við að ræða fjármálasukkið og einkavinavæðinguna. 

Skrifstofa Alþingis undir stjórn Sturlu Böðvarssonar og Helga Bernódussonar tók það til bragðs að afmá heimasíðuna mína sem vistuð var á Alþingi af veraldarvefnum.

Hér eru skrif af heimasíðunni sem Alþingi lokaði:

Kaupréttur og brask bankastjóra

Fleira hefur borið til tíðinda, s.s. kaupréttarsamningar stjórnenda KB banka en stjórnendur raka til sín fé í svo stórum stæðum að allir lottóvinningar fyrr og síðar eru nánast smáaurar miðað þær upphæðir sem stjórnendur KB banka rökuðu til sín í vikunni.

Um var að ræða 769 milljónir króna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í haust sem almenningi berast fréttir af siðlausum viðskiptum stjórnenda almenningsbankanna. Í haust var í raun miklu verra dæmi sem fór ekki eins hátt en það voru kaup sex stjórnenda Íslandsbanka með Bjarna Ármannsson í broddi fylkingar sem rökuðu til sín 470 milljónum íslenskra króna á þrem mánuðum. Ef ég man rétt voru stjórnendur KB banka að innleysa hagnað af fimm ára gömlum kaupréttarsamningum á meðan Bjarni og félagar tóku til sín margra hundruða milljóna gróða á viðskiptum sem eru siðlaus en lögleg.

Ég efast um að það hafi verið einhver áhætta fyrir umrædda stjórnendur bankanna að tapa persónulega á þessum viðskiptum. Trúlega var öruggt að þeir myndu hagnast.

Það væri t.d. mjög fróðlegt að fá upplýsingar hjá Íslandsbanka varðandi það brask sem bankastjóri bankans stundaði á þriggja mánaða tímabili. Hann rakaði við það til sín háum fúlgum. Hagnaðist líka hinn almenni hluthafi á þessum viðskiptum stjórnenda bankans?

Athafnir fylgja ekki orðum verkalýðshreyfingarinnar og Davíð með geislabaug

Í kjölfar frétta af stjórnendum banka sem nýta sér aðstöðu sína til þess að auðgast heyrast af og til raddir frá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar um að athæfi bankastjóranna sé siðlaust.

Ég tel þessar yfirlýsingar marklausar ef verkalýðshreyfingin beitir ekki áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir umrædda gjörninga. Verkalýðshreyfingin getur, ef hún vill, haft mikil áhrif á fjármálalífið í gegnum lífeyrissjóði launþega.

Það er orðið löngu tímabært að hneykslunarræðunum fylgi einhverjar efndir.
Annars var aumt að sjá hvernig sjónvarp ríkisins matreiddi þessa frétt um græðgina í KB banka. Í lok fréttarinnar var rifjuð upp gömul frétt af Davíð Oddssyni þegar hann tók út nokkur hundruð þúsund krónur úr bankanum af því að honum misbuðu fréttir af kaupréttarsamningum. Davíð var settur í eitthvert hlutverk siðapostula. Siðapostuli sjónvarps ríkisins var enginn annar en maðurinn sem klæðskerasaumaði fyrir sig og sína eftirlaun og kom öllum vinum sínum á ríkisspenann.

Furður viðskiptalífsins

Það er margt sem maður furðar sig á þessa daganna í viðskiptalífinu. Til landsins streymir útlent lánsfé í stórum stíl og krónan hækkar í verði á meðan viðskiptahallinn slær öll met. Þetta ójafnvægi mun leita jafnvægis, það er öruggt, og eftir því sem ójafnvægið verður meira þeim mun meiri líkur eru á að þegar hlutirnir ganga til baka muni það gerast með harkalegri hætti en ella.

Það er fleira sem erfitt er að fá einhvern botn í í viðskiptalífinu, t.d. þá gríðarlegu hækkun sem varð á gengi þriggja félaga fyrir skömmu, þ.e. Burðaráss, Straums og Landsbankans. Félögin voru öll meira og minna í eigu sömu aðila. Við það eitt að félögin urðu tvö en ekki þrjú hækkaði verðmæti þeirra gífurlega. Þetta var svona hókus pókus hækkun.

Nú berast mikil tíðindi reglulega frá FL Group en það fyrirtæki stendur í kaupum á flugfélögum víðs vegar í Evrópu. Stjórnendur fyrirtækisins hugsa stórt, það á að margfalda eigið fé félagsins og auka það um 44 þúsund milljónir. Það er gífurlega há upphæð og maður á erfitt með að trúa því að hægt sé að snara þeirri upphæð upp á borðið eins og ekkert sé en þetta er t.d. mun hærri upphæð en verja á af söluandvirði Símans í hin og þessi verkefni á löngu tímabili.

Það er fleira sem vekur furðu, t.d. hvernig eigi að selja IcelandExpress félagið sem hefur tryggt flugferðir á lágu verði frá Íslandi. Ég tel að það verði snúið að kaupa fyrirtæki af tilvonandi samkeppnisaðila.

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2008 kl. 20:13

5 identicon

Sigurjón þú hefur greinilega verið duglegur að tyggja upp slúður úr DV. Það sem þurfti hinsvegar að gera var að hamra á ofvöxnum bönkum sem stefndu fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar í voða. Svo ekki sé nú talað um Icesave-reikningana en lýðum hefur lengi verið ljós ábyrgð almenings á þeim. Hvar í andskotanum voru fulltrúar okkar á þingi?

Ef ég man rétt þá var Ögmundur sá eini sem vakti máls á hættuni og ýjaði að heppilegt væri að flytja þá úr landi. Og Ögmundur var fljótur að draga í land þegar bent var á skattgreiðslur bankana til íslenska ríkisins. Þið sem sátuð á þingi þegar ástandi var skapað berið því fulla ábyrgð á því að almenningur hefur tapað stórum og reyndar stærstum hluta sparifjár.

Ari (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:23

6 identicon

Ingibjörg,
Þeir sem eiga að vera samstíga eru þeir sem ætla að mynda nýja stjórn.
Akkúrat ekki þeir sem halda áfram að klúðra dag og nótt út af vanþekkingu og spillingu.

Rykki Wardropper (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:23

7 identicon

Samstíga? Samstíga hverjum? Þetta fólk er ekki samstíga þjóðinni, svo mikið er víst. Ég mæli með því að þau verði samstíga í að segja af sér.

Linda (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ari, er ekki rétt að þú tiltakir það sem þú kalla slúður - því miður er þetta allt satt og rétt. 

Ef að þú ferð í gegnum fyrirspurnir mínar og þau mál sem ég lagði fram þá getur þú séð að ég lagði ríka áherslu á afnám verðtryggingar og varaði við skuldasöfnun þjóðarbúsins.

Varðandi fullyrðingar um að ég beri ástand á einhverju sem ég barðist gegn er dæmir sig auðvitað sjálft.

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2008 kl. 20:31

9 identicon

Sigurjón, slúður segi ég vegna þess að það efni sem þú dregur þarna fram; sala á Iceland Express, hneykslanleg ofurlaun og miklar fjárfestingar FLGroup eru aðeins birtingarmyndir súkdómsins. Þetta er svona eins og benda á furðulega flekki á sjúkling sem er með mislinga en vekja ekki athygli á að sá hái hiti sem fylgir sjúkdómnum geti dregið sjúklinginn til dauða. Og reyna svo að finna eitthvað sem gæti orðið honum til lífs.

Ari (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:58

10 identicon

Ari, ég á afskaplega erfitt með að skilja skrif þín, sérðu ekki að Sigurjón er einn af þeim fáu sem er að benda á að ísland þarfnast siðbótar?  Mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar.  Það að skamma Sigurjón fyrir það er fáránlegt nema þú sért sjálfur einn af þeim sem stóðu að spillingunni, þá skil ég bræði þína.  Þeim svíður er undan mígur. 

Þess utan er alveg út í hött að mæta á svona spjallsíður og ræða ekki efni þess sem höfundur síðunnar er að fjalla um, slíkt eyðileggur umræðuna.  Slíkir menn ættu að halda sig inn á barnaland.is  

Svo ég komi mér þá sjálfur að umræðunni þá tek ég algerlegaundir með Sigurjóni.  Það er verið að velkjast úr einu hrundu víginu í það næsta á afar illa skipulögðu undanhaldi.  Allt á að setja í nefnd en enginn á að sæta ábyrgð.  Sama fólkið og kom landinu á vonarvöl á nú að bjarga deginum með nýjum lánum, í nýjum lands/kaupþings/Glitnisbanka, með nýju FME/SÍ ráði, í nýjum fötum og á nýjum bíl.  Það eina sem er gamalt er fólkið, það er allt það sama.  Trúverðugt?

ÞÁ (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Undarlegt að þessi mikli snillingur skuli ekki vera á þingi enn... og ég tala nú ekki um að flokkurinn hans skuli aðeins mælast með 3% í könnunum

Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2008 kl. 21:53

12 identicon

Það er til orðatiltæki sem segir eitthvað á þá leið" að þeir fiski sem rói" En því miður að þótt þessi flokkur státi af aflaskipstjórum með meiru, fiskifræðing og líffræðing finnst mér eins og menn hafi ekki róið.

Guðjón A, Grétar Mar og félagar já og ekki síst þú Sigurjón nú er lag. 

Laggó

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:24

13 Smámynd: corvus corax

Solla svikari á ekki að hugleiða afsögn, hún á að segja af sér strax og láta aldrei sjá sig aftur í stjórnmálum á Íslandi. Af gefnu tilefni vil ég benda mönnum á að frjálslyndir hafa ekkert upp í brú að gera. Þá vil ég nú heldur Geira gungu og Björn Bjarnason í mörgum eintökum frekar en skíthausinn hann Jón Magnússon.

corvus corax, 19.11.2008 kl. 22:32

14 identicon

 Sammála Solla og öll hin eiga að segja af sér. Og taka Dabba einkavinavæðingarkónginn með.

En vandamálið eru flokkabáknin. Þau verður að gelda. Svo að valdaklíkur geti ekki endalaust þeytt rjómann á kostnað heiðvirtra flokksmanna, og jafn vel Ráðherra eins og í dæmi Jóhönnu Sig. 

Jólagjöf kjósenda í ár væri breyting á kosningalögum í anda Vilmundar heitins Gylfasonar,  Og að fólk fengi loks að kjósa frambjóðendur en ekki ylla rotnar flokkaklíkur. Sem sagt kjósa menn til ábyrgðar. Við sjáum vel núna í þessu árferði að flokkakerfið axlar aldrei ábyrgð. Það gera eingöngu einstaka frambjóðendur. Og allavega ef frambjóðendi stendur sig ekki, er ekkert auðveldara fyrir fólk en að kjósa hann ekki næst.

Þetta kallast lýðræði. En ekki flokka klíkubullið sem við höfum í dag.

Við kjósendur erum besta aðhaldið fyrir pólitíkusa. Og það hafa undanfarnar vikur sýnt svo um munar að þess er virkilega þörf.

Þingmennska og ráðherrastöður er atvinna þess fólks sem þar er,    og jú, eftir ýmsu að slægjast, þeir skammta sér jú laun, og gleymum ekki eftirlaunafrumvarpinu sem ylla gengur að losna við.

En því er það svo, að svo litlar kröfur eru gerðar til að þar standi fólk sig og skili sinu?  Veit heldur ekki til að sérstakar menntunarkröfur séu gerðar.

Sem dæmi: Mér finnst 100% flippað að í verstu fjármála kreppu sem plagað hefur okkur er Fjármálaráðherra Dýralæknir og að vera Sagnfræðingur er það vænlegt til að vera góður  Utanríkisráðherra? Hvað með Samgönguráðherra hann er Íþróttakennari. Nei fyrir þau laun sem þjóðin borgar eigum við skilið að fá smá fagmennsku ekki satt. Mannauður er hér nægur.

Krafan er "Fáum að kjósa til ábyrgðar næst"  Annars hjökkum við í sama farinu og Vilmundur reyndi að koma okkur upp úr fyrir 30 árum. Með pólitíska einlita fjölmiðla og einkavina og klíkubandalög í hverjum flokki.  Blessuð sé minning hans.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 03:27

15 identicon

Það þarf ekki að efast um pólitíska ÁBYRÐ Samfylkingarinnar í RÍKISSTJÓRN.Frammistaðan er hörmuleg fyrir ÍSLAND og alla sem þar BÚA.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:35

16 identicon

Er alveg hjartanlega sammála því sem ofanrituð segir.og vona ég að fólk fari að gera sér betur grein fyrir hvernig tækifæris fólk er þarna í fremstu röð.

Hannes (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:48

17 identicon

Hinir svokölluðu auðmenn Íslands ganga ennþá lausir.

Handtaka skal þá alla STRAX og frysta eigur þeirra. Ákæruatriðið er landráð.

Hversu lengi getur Íslensku þjóðinni blætt fyrir glæpi og sukk örfárra aðila? Og ríkistjórn Íslands ætlar að samþykkja óútfylltan tékka handa þjóðinni vegna skulda þeirra.

Þetta getur ekki gengið lengur. 

Bjarni

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband