Leita í fréttum mbl.is

Hvernig stendur á því að Færeyingar geta lánað okkur?

Það ber enn á því þótt ótrúlegt sé að sanntrúaðir fylgismenn íslenska kvótakerfisins, s.s. hagfræðingurinn Ragnar Árnason og arkitektinn Stefán Benediktsson, beri opinberlega í bætifláka fyrir íslenska kvótakerfið. Halda félagarnir fram þeirri staðleysu að íslenska kvótakerfið sé hagkvæmt og hafi skilað einhverjum ávinningi og þess vegna eigi þjóðin að sætta sig við viðvarandi mannréttindabrot og byggðaröskun.

Hver er hinn kaldi raunveruleiki? Uppbyggingarstarf og framseljanlegt kvótakerfi hefur skilað þjóðinni þrisvar sinnum minni þorskafla en fyrir daga þess og skuldir fyrirtækjanna hafa fjórfaldast síðustu 10 árin. Frjálslyndi flokkurinn hefur hafnað niðurskurðartillögum Hafró sem engan enda virðast taka og hefur lagt til að tekin verði upp sóknarstýring að færeyskri fyrirmynd. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað boðað að fara leið Færeyinga við að stjórna fiskveiðum. Í gegnum tíðina hafa stjórnmálamenn reynt að slá ábyrgar tillögur Frjálslynda flokksins út af borðinu með því að sverta færeyskan sjávarútveg og gefa í skyn að þar sé allt í kaldakoli og sumir sérfræðingar Hafró hafa tekið undir það.Færeyska veiðistjórnunin hefur í gegnum tíðina mætt harðri gagnrýni, bæði færeyskra reiknisfiskifræðinga og erlendra trúbræðra þeirra sem hafa ár hvert gefið út dómsdagsspá sína um endanlegt hrun ef ekki verði skornar niður aflaheimildir.

Um aldamótin stóð þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga og núverandi utanríkisráðherra, Jørgen Niclasen, frammi fyrir einni slíkri spá, að algjört hrun blasti við, en hann ákvað áður en hann tók afdrifaríka ákvörðun um að skera niður nánast einu útflutningsgrein Færeyinga að fá álit annars aðila og það var íslenski fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson. Jón Kristjánsson gaf Færeyingum það þjóðráð að hætta við niðurskurðinn, enda hefði hvergi í heiminum tekist að sýna fram á að uppbyggingarstefna reiknisfiskifræðinganna hefði gengið eftir. Nú í nóvember 2008 er staðan sú að Færeyingar eru aflögufærir.

 -----------------------------------------

Ofangreind grein birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn og finnst mér tilvalið að birta hana hér í tengslum við að Jörgen er mættur til að veita ríkisstjórninni okkar ráð. Það væri forvitnilegt að vita hvort ráðamenn hafi leitað aðstoðar hjá Færeyingum hvað varðar stjórn fiskveiða - það kæmi mér á óvart ef Ingibjörg Sólrún gerði það ekki.


mbl.is Læri af mistökum Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg finnst mér það stórmerkilegt að menn geti þvælt endalaust um hagkvæmni útgerðar vegna kvótakerfisins án þess að þurfa að birta einn einasta staf máli sínu til stuðnings.  Þeir sem hæst hafa látið (Hannes Hólmsteinn og Ragna Árnason) eru báðir "fræðimenn" og háskólagengnir og ættu að vita það manna best, að órökstuddar fullyrðingar á aldrei að senda frá sér og enn síður að senda það frá sér trekk í trekk.

Jóhann Elíasson, 18.11.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Göbbels væri þér ósammála Jóhann. Hann myndi meina að lygar ætti einmitt að endurtaka sem oftast ef takast ætti að gera þær að viðteknum sannleika.

Héðinn Björnsson, 18.11.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri svo sem eftir LÍÚ batteríinu að notast við aðferðir Nasista í áróðri sínum.  Hvað skyldi "sál" tveggja háskólaprófessora kosta?

Jóhann Elíasson, 18.11.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það styttist mjög í uppgjör í mörgum félögum en skuldirnar sem hvíla á útgerðinni eru gífurlegar að sum hver eru að stranda. 

Það er orðið löngu tímabært að stjórnmálamenn horfist í augu við stöðuna eins og hún er og hætti að ljúga að sjálfum sér hvað varðar hagkvæmni og árangur kerfisins.

Sigurjón Þórðarson, 18.11.2008 kl. 17:09

5 identicon

Það hefur legið fyrir lengi að ÓHÆFIR menn hafa komist til valda. Þessi Ríkisstjórn er  Rúin trausti um alla VERÖLD .Burt með þessa menn.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Tæknilega séð, þá er kvótakerfið upphafið að bankahruninu. Með því að leyfa veðsetningu aflaheimilda vaknaði skrímslið.

Víðir Benediktsson, 18.11.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur lýsti þessu eins og Víðir og sagði að orsaka bankahrunsins mætti finna þarna. Menn "bjuggu til verðmæti" með því að veðsetja óveiddan fisk í hafi. Menn stofnuðu félög um reksturinn og önnur félög sem áttu hlutabréfin og veðsettu þau líka.

Sigurður Þórðarson, 18.11.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessa ríkisstjórn og þær fyrri hefur gersamlega brostið vit og þor til að breyta þessari sjálfheldu niðurskrúfunar í þorskafla þrátt fyrir margafsannaðar spár Hafrannsóknastofnunar sem byggja á allt of fáum vísindastoðum. Þakka þér, Sigurjón, að birta þetta hér, – greinin hafði farið fram hjá mér í öllum sægnum af skrifum í Mbl. um helgina. Hún er svo sannarlega tímabær fyrir okkur Íslendinga í aðstöðu okkar, og væri okkur nær að fara að ráðum Jóns Kristjánssonar fiskifræðings, þó ekki væri nema að prófa það á tveimur svæðum við landið nokkra mánuði í senn og síðan lengur.

Jón Valur Jensson, 19.11.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Frjálslyndiflokkurinn hefur einhverntíma viljað að við tækjum upp framseljanlegt dagakerfi að hætti Færeyinga þá er flokkurinn búinn að slá það út af borðinu nú.Samkvæmt tillögu til þingsályktunar frá Frjálslyndaflokknum þá ber að þjóðnýta kvótann og leigja hann út ,sem verður væntanlega að gera með uppboði til að gæta jafnræðis.Það ber að fagna því að flokkurinn skuli hafa tekið af skarið hvaða stefnu hann hefur við stjórnun fiskveiða.

Sigurgeir Jónsson, 19.11.2008 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband