Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin alltaf að plata

Í dag var enn einn blaðamannafundurinn. Nú fullyrtu oddvitar ríkisstjórnarinnar að þörf fyrir lánsfé hefði minnkað um heilan milljarð bandaríkjadollara þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að skuldbindingar vegna Icesave hafa vaxið frá því sem ríkisstjórnin gerði áður ráð fyrir. Þetta er undarlegt. Það er ennþá skrýtnara að ríkisstjórnin segist vera búin að afla þess lánsfjár sem hún segist þurfa, en samt sem áður er ríkisstjórnin enn að ræða bæði við Kínverja og vini okkar í Rússlandi um að fá lánaða peninga.

Auðvitað trúir þessu enginn nema gagnrýnislitlir fréttamenn.


mbl.is ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gleyma sauðtryggum sjálfstæðismönnum, sem trúa öllu sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum, enda eru sjálfstæðismennska trúarbrögð en ekki pólitík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er nú farinn að finna það að þessir sautryggu eins og þú kallar þá hafa orðið fyrir tilfinninglegau áfalli. 

Þeir eru byrjaði að endurskoða viðhorf sín til fyrri viðmiða og gilda. 

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Tori

Ég held það sé nú varla nokkur maður í þessu landi sem hugsi eins og hann gerði fyrir sex mánuðum.

Ofstækið á móti eða með ESB sýnist mér álíka.

Tori, 17.11.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Rannveig H

Er sammála þeir sauðtryggu eru í verulegu áfalli bæði hjá Sjálfstæðisflokkum og Framasókn. Hvað kemur út úr því það á eftir að skipta sköpum fyrir þessa flokka allur þessi EBS vilji.

Rannveig H, 17.11.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Við sluppum fyrir horn með einn milljarð því við vorum svo lánsöm að Alþjóðasamfélagið gaf frat í okkur þegar við ætluðum í Öryggisráðið. Heppinn.

Víðir Benediktsson, 17.11.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Skattborgari

Ég veit um nokkra sem eru í XD og ætla ekki að kjósa hann næst sem er gott mál því að það versta sem til er er að ákveðnir flokkar fái alla sín atkvæði sama á hvað á gengur. Því að þá er hætta á að þeir hugsi ekki um kjósendur sína því að það er það eina sem politíkusar elska meira en stólana.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 17.11.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Var að enda við pistil um Sjálfstæða samflykkingarflokkinn sem virðist sjá allar ár renna til Brussel, álíka áhorfi Múhameðs til Mekka.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.11.2008 kl. 02:07

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er allt með eindæmum en nú sé ég ekki betur en að Geir sé að tilkynna hækkun lánsfjár í Vísi í dag um heilan milljarð Bandaríkjadala.

Sigurjón Þórðarson, 18.11.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband