Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin skrifar upp á óútfylltan tékka

Þjóðin hlýtur að gjalda varhuga við að ríkisstjórnin sem kom okkur í þessu vandræði þykist nú vera að leysa úr málum með því að skrifa upp á Icesave-tékkann en málið er kynnt með þeim hætti að stjórnin hafi ekki hugmynd um upp á hvað tékkinn hljóðar. Eitt er þó víst, um er að ræða mörg hundruð milljarða reikning sem þjóðin fær í hausinn.

Það er spurning hvort þessi mikli vilji ríkisstjórnarinnar til að ljúka málinu varði hagsmuni þjóðarinnar eða ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Í stað þess að fram fari heiðarlegt uppgjör leggur ríkisstjórnin allt kapp á að deyfa fyrsta skellinn og er í því sambandi reiðubúin til að skuldbinda börn og barnabörn langt fram í tímann.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bretar skulda okkur afsökun

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.11.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þú hefur ekki hugmynd um það Sigurjón hvað þetta mun kosta þjóðarbúið. Hættu svo að gefa út yfirlýsingar sem að ekki nokkur minnsti fótur er fyrir. Í fyrsta lagi veistu ekkert hvað skuldin er há og í annan stað hefur enn minni hugmyndir um hve miklar eignir Landsbankinn á í Bretlandi.

Svo finnst mér að þú eigir að fagna því að erfiðasta milliríkjadeila í manna minnum skuli vera til lykta leidd. Auðvitað kostar það fórnir, og peninga. Ég vona bara að ríkissjóður komi sem best út úr þessu. Það er fyrir aðstæður eins og þessar sem ríkisstjórnin var að borga niður skuldir og það er gleðiefni að hann skuli þó hafa lánstraust og getu til þess.

Mér leiðist þetta sífelda tal um tékka sem ríkistjórnin er að leggja á börn og barnabörn. Er það jú ekki þannig að í hvert skipti sem að ríkkisjóður tekur lán að þá munu jú skattgreiðendur, hvort sem að það eru fyrirtæki eða einstaklingar í landinu á endanum borga? Ættum við þá ekki að vera bálreið þeim ríkisstjórnum sem að tóku lánin sem að núverandi ríkistjórnir og ríkisstjórnir þar á undan hafa verið að borga? Þetta voru jú okkar peningar sem að fóru í það að borga upp þau lán? Munt þú þá sem ráðherra aldrei taka lán af því að þú vilt ekki að börn þessa lands og barnabörn þurfi að borga þau?

Jóhann Pétur Pétursson, 16.11.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann Pétur, ekki er hægt að ætlast til þess að ég viti hve skuldin verður há fyrst að ríkisstjórnin hafði ekki hugmynd um það.

Auðvitað er það leiðinlegt að vera skuldbinda börn og barnabörn vegna óráðsíu nokkurra auðmanna og fyrirhyggjulausra stjórnvalda en sú er raunin.  Það er ljóst hverjum manni að afborganir af lánum sem munu nema um einni þjóðarframleiðslu verður ekki tekinn upp úr vösum þeirra sem eru nú á vinnumarkaði heldur munu komandi kynslóðir þurfa að blæða fyrir þetta rugl Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 18:58

4 identicon

Hvernig væri að gefa út handtökuskipun á fyrrv. eigendur Landsbankans??

Þetta eru landráðamenn.

Einar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar, höfundur Icsaves og fyrrum bankastjóri var greinilega ekki á leið í yfirheyrslu þar sem að hann var í kvöldfréttunum og ég heyrði ekki betur en að það hafi legið ljómandi vel á kappanum og kjaftaði á honum hver tuska.

Ég hef enga trú á því að fólk sætti sig við þetta.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Skattborgari

Það versta er að það virðist enginn vita hvort að bankinn geti greitt þetta og skattgreiðendur þurfi ekki að borga neitt eða við þurfum að greiða eitthvað og ef svo er hve mikið? 10 20 kannski 500 miljarða?

Ég treysti engu sem kemur frá Geir og ríkistjórninni enda eru þeir búnir að ljúga margoft af þjóðinni og ég treysti ekki fólki sem er búið að marg ljúga.

Það sem mér finnst verst er að þeir sem bera ábyrgð eru ekki látnir fara.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.11.2008 kl. 19:59

7 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

En þú segist ekki vita hvað tékkinn verður hár en samt treystiru þér til þess að fullyrða að hann verði mörg hundruð milljarðar eða sem nemur meira en einni þjóðarframleiðslu. Þetta fer nú ekki alveg saman Sigurjón minn.

En jafn fróður stjórnmálamaður og þú ert, hvað hefðir þú gert í sporum Geirs og Ingibjargar? Hefðir þú mögulega hætt á algert þjóðargjaldþrot og farið með málið í hart fyrir dómsstólum og á meðan hefði ekki fengist nein lánafyrirgreiðsla erlendis? Mögulega hefði Ísland unnið það mál en hvað hefði það kostað? Var ekki löngu útséð með það að hvaða leið sem að ríkisstjórnin færi, þá yrði þjóðin fyrir skaða?

Það eina góða sem að fæst úr þessari milliríkjadeilu er það að nú vita Íslendingar upp á hár, hvers er að vænta af þessu frábæra Evrópusambandi. Þar eigum við enga vini og getum ekki vænst neins í samningum við þau ríki sem þar eru.

Jóhann Pétur Pétursson, 16.11.2008 kl. 20:11

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann, það er svo nú svo að það liggur fyrir að það eigi að taka 6 milljarða dala lán frá AGS ofl og síðan bætist þetta við þannig að það slagar því miður upp í eina þjóðarframleiðslu - því miður.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 21:20

9 Smámynd: Skattborgari

Sigurjón. Hvað ætli við séum að tala um að ríkisjóður þurfi að borga í allra besta falli og hve mikið hann þurfi að borga ef allt fer á versta veg og hvar á að ná í peninginn til að borga kostnaðinn?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.11.2008 kl. 21:26

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo kom Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, skælbrosandi fram í fréttatíma í sjónvarpi í kvöld og skammaðist sín ekkert.

Jóhann Elíasson, 16.11.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Að hugsa sér að nafni minn Árnason sé dreginn nú fram í sviðsljósið til að réttlæta gerðir ríkisstjórnarinnar en þetta ætti s.s. ekki að koma á óvart þar sem forsætisráðherra greip til þess í fyrradag að vitna í sjálfan Björgólf Guðmundsson þegar réttlæta þurfti ábyrgð ríkissjóðs.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Alltaf gaman að skrifa upp á óútfyllta víxla. Þar er efinn eða spennan. Hver var svo að tala um að auðmenn væru að gambla?

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 22:11

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég segi það Víðir en takið eftir því hvernig ráðamenn reyna að beina umræðuni frá spillingunni og leynimakkinu og að mögulegri Evrópusambandsaðild Íslands árið 2012

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru greinilega spennufíklar og þó forsætisráðherra reyni að skýla sér bak við orð Björgólfs efast ég um að Björgólfur Guðmundsson hefði þorað að taka jafn mikla áhættu með framtíð nýfæddra Íslendinga.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 22:34

15 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Jóhann, þú segir;

Mér leiðist þetta sífelda tal um tékka sem ríkistjórnin er að leggja á börn og barnabörn. 

Sko, það er ásættanlegt að borga skuldir af arðbærum fjárfestingum, en að borga fyllerí og skandal er allt önnur ella, ertu ekki með á nótunum?

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.11.2008 kl. 22:53

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

skömmin er að Ríkisstjórnin er búinn að tefja málið vikum saman, þeir sem skaðast mest eru almennir borgarar þessa lands. Hitt er að verða augljóst öllum mönnum að valdhafar hugsa eingöngu um að bjarga eigin skinni, ekki okkur.

BURT MEÐ SPILLINGARIÐIÐ!!!!!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.11.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband