Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra leggur traust sitt á Björgólf Guðmundsson

Leynimakkið um þær skuldbindingar sem ríkisstjórnin ætlar að leggja á komandi kynslóðir heldur áfram. Stjórnarandstaðan er ekki upplýst, og hvað þá almenningur sem þarf að borga brúsann vegna þess að stjórnvöld sváfu á verðinum. Þau virðast ekki heldur hafa kjark til þess að standa á móti ósvífnum kröfum Evrópusambandsins.  

Geir Haarde reyndi að draga úr áhyggjum fólks af skuldbindingunum þó svo að þær samsvari verðmæti alls útflutnings Íslands í tvö ár, með því að vitna til sjálfs Björgólfs Guðmundssonar. Björgólfur sagði víst í Kastljósviðtali í gær að eignir Landsbankans í Bretlandi hefðu dugað vel upp í skuldir og virðist sem að Geir Haarde leggi allt sitt traust á þær upplýsingar. Ætli Bretar væru með þetta múður ef svo væri raunin? Ég leyfi mér að draga það í efa.

Á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var helst að heyra að hún hefði býsna góðan skilning á því að Íslandi væri stillt upp við vegg af Evrópusambandinu enda væri fjármálakerfi heillar heimsálfu að veði og þá jafnvel eitthvað meira. Hver trúir þessu?

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa gerst sekir um afdrifarík mistök við að vinna úr þeirri bóndabeygju sem þeir komu þjóðinni sjálfir í. Stjórnarflokkarnir hafa einungis stefnt á lántöku við lausn mála, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sömuleiðis Evrópuþjóðum, og ekki hirt um að fylgja eftir vilyrði Rússa um lánveitingu eða jákvæðum viðbrögðum Norðmanna við lausn mála. Ekki hefur heldur verið gripið til harðrar skömmtunar á gjaldeyri sem hefði lengt þann tíma sem ráðamenn hafa til að vinna úr stöðunni. Eftir því sem fregnir herma fer að verða hörgull á gjaldeyri innan fárra vikna ef svo heldur fram sem horfir. 

Það verður ekki komist hjá kosningum fremur en í VR.


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mikið er ég sammála þér Sigurjón. Það er eins og stjórnvöld séu ekki í tengslum við fólkið sitt. Allir biðu eftir fréttum og einhverjum bitastæðum upplýsingum. Í staðin fengum við upptalningu sem hefði vel getað komið fram í hefðbundnum fréttatímum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.11.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðlaugur, ég vil minna á að Davíð Oddsson setti ekki neyðarlögin og ekki var hann að véla um afdrif Glitnis heldur var það gert í samráði við ríkisstjórnina.

Gunnar Skúli, ég hef miklar áhyggjur af því hvernig stjórnvöld ætla að lenda þessu og svo er farið í þá smjörklípu að láta umræðuna snúast um mögulega stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í ESB.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Rannveig H

Það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan sagði varaformaðurinn Þorgerður Katrín, það sýnir firringuna á þeim bænum.

Rannveig H, 14.11.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Dunni

Það er rétt, Sigurjón, að Seðlabankinn setti ekki neyðarlögin. Það gerði Geir eftir þrýsting frá Davíð.

Sami Davíð var skipstjóri á skútunni þegar nýfrjálshyggjan reið yfir þjóðina.  Björgólfur hélt sig allan tíman inna við þann lagaramma sem honum var settur.

Allt bedir til þess að eiginr Landsbankans hafi verið töluvert meiri en skuldirnar þegar ríkð yfirtók bankan. Þjóðnýtingin eyðilagði trúnaðartraust þjóðarinnar og eftir það rýrnuðu eignir allra bankanna hvar svo sem þeir voru.

Við komum alltaf að sömu niðurstöðunni.  Fljótfærni Seðlabankans setti þjóðina nánast í gjladþrot.  Davíð réð för.  

Dunni, 14.11.2008 kl. 23:17

5 identicon

Hvers vegna var sjálstæðisflokkur að láta skattgreiðendur kaupa verðlaus hlutabréf í Stoðum samkvæmt sögn MBL í dag á bl 28.Tekur þetta engan enda hjá þessari Ríkisstjórn.Kannski fer að verða tími til að borga lægstlaunaða fólkinu mannsæmandi laun á Íslandi.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband