13.11.2008 | 19:45
Ingibjörg Sólrún stjórnar Sjálfstæðisflokknum
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er mjög tvístígandi þessar vikurnar og reynir að halda spilunum þétt að sér og hindra þjóðina í að sjá á þau enda er þjóðarskútan stefnulaust rekald. Svo virðist sem hann treysti dómgreind Ingibjargar frekar en sinni eigin.
Geir var ekkert of áfjáður í að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vildi frekar leita á náðir Rússa sem tóku vel í að lána okkur. Hins vegar kom mikill afturkippur í Rússalánið þegar Ingibjörg Sólrún kom aftur til starfa og má vera að hún hafi talið það geta truflað Evrópudrauminn, þ.e. að Íslandi færi inn í Evrópusambandið. Hún lagði alla áherslu á að sækja um lánið hjá AGS og loks þegar Geir gekkst inn á það kom í ljós að lánið var ekki á lausu vegna andstöðu svokallaðra vinaþjóða Evrópusambandsins.
Þjóðirnar hafa allar sem ein, þar á meðal Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Danmörk, lagst gegn láninu nema gengið verði frá Icesave-reikningunum eins og kunnugt er. Geir hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Íslendingar láti ekki kúga sig, en nú virðist sem Ingibjörg Sólrún hafi sveigt hann enn og aftur þar sem hún vill ólm komast inn í Evrópusambandið þótt það muni kosta næstu kynslóðir gríðarlegar skattbyrðar.
Það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi ráðherra þar sem hún rekur miklu frekar erindi sitt fyrir Evrópusambandinu en að ganga erinda íslensku þjóðarinnar. Hún hefur margsagt að við séum í þröngri samningsstöðu og afsakað óbilgirni evrópsku þjóðanna með þeim rökum að það sé liður í að bjarga fjármálalífi Evrópu. Svo bítur hún höfuðið af skömminni með því að lýsa því yfir að við þurfum þessa svokölluðu aðstoð til að borga reikningana í Bretlandi.
Eina hjálpræðið sem hún sér er að ganga sem fyrst þjóðunum á hönd sem beita okkur kúgun. Í kvöld tilkynnti hún þjóðinni að búast mætti við stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum hvað varðaði Evrópusambandsaðild, hennar mætti jafnvel vænta á morgun þar sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fundar.
Það er spurning hvort Ingibjörg mæti á þann fund til að treysta stöðu Geirs.
Von um niðurstöðu í IceSave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 166
- Sl. sólarhring: 169
- Sl. viku: 234
- Frá upphafi: 1019503
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Mikill er máttur Ingibjargar segi ég bara... :-)
Það er í það minnsta ljóst hvar afstaða síðuhaldara liggur gagnvart ESB. Kannski Frjálslyndi Flokkurinn móti sér ákveðna stefnu gegn ESB. Þá hefur fólk skýran valkost. Þann valkost vantar núna.
Spurning hvort Jón Magnússon kvitti undir And-ESB stefnu Frjálslyndra.Jón Halldór Eiríksson, 13.11.2008 kl. 20:05
Ingibjörg Sólrún hafði einhverjar grillur um Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn myndi rétta Íslendingum hjálparhönd um leið og ríkisstjórnin fyllti út umsóknareyðublaðið. Raunin hefur orðið önnur
Nú á Ingibjörg Sólrún sér þann draum að þær þjóðir sem brugðu fæti fyrir að Íslendingar fengju aðstoð AGS, munu veita Íslendingum hagstæðan samning við inngöngu í í ESB. Það ætti hver maður að sjá að Þetta er tálsýn.
Það sem verst er í málinu er að óraunhæft mat stjórnvalda og leynimakk hefur gert stöðuna enn þrengri en hún þyrfti að vera og sett allar lausnir í mikla tímaþröng.
Sigurjón Þórðarson, 13.11.2008 kl. 21:10
Ég held að Samfylkingin sé búin að setja Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti. Annað hvort samþykki Sjálfstæðismenn að sækja um aðild að ESB. eða stjórnarsamstarfinu er lokið, og það vilji Sjálfstæðismenn ekki hugsa sér.
Gísli Már Marinósson, 13.11.2008 kl. 21:18
Ekki veit ég hvort að þessu svokallaða samstarf sé komið á þetta stig Gísli Már.
Ég er reyndar viss um að báðir flokkar gera sér fyllilega grein fyrir að reglulegri samveru Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í stjórnarráðinu fer brátt að ljúka.
Sigurjón Þórðarson, 13.11.2008 kl. 21:25
Ingibjörg er krabbamein í stjórnarsamstarfinu.Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei að fara í samstarf með Samfylkingunni.
Anna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:04
Seinni tímar munu líta á stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar sem sögulegt slys. Afleiðingarnar voru óbreytt stefna í efnahagsmálum. Engum knapa kæmi til hugar að stíga á bak trylltum fjörhesti nema að hafa áður smeygt upp í hann beislinu. Málefnasamningur var ekki vandamál þegar Samfylkingin var annars vegar. Samfylkinguna varðaði ekkert um smámuni eins og verðgildi tólffaldrar þjóðarframleiðslu í erlendum skuldum.
Með formanninn í embætti utanríkisráðherra hafði stóri draumurinn ræst. Nú var slegið undir nára og þoturnar urðu annað heimili Ingibjargar Sólrúnar. Þegar rætt var um vegarstubb á Alþingi hélt Árni Páll frændi minn korters langt erindi um ESB. Þegar rætt var um málefni Þingvalla hélt Össur kjarnyrta ræðu um gildi evrunar fyrir skjólbelti við sumarbústaði. Þegar málefni kirkjunnar voru rædd kom Ágúst Ólafur í pontu og sagði frá aðkomu ESB að málefnum samkynhneigðra.
Ísland var orðið verkefni grínara í öðrum löndum og Ingibjörgu var hvarvetna fagnað eins og Jóhannesi Kristjánssyni á Þorrablóti þegar hún tilkynnti umsókn okkar í Öryggisráðið.
Ljóta klúðrið að leita ekki betur í símaskránni áður en ríkisstjórnin var mynduð. Munum að gera það næst.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 00:03
Árni, ég get tekið undir með þér að símaskráin hefði dugað betur.
Það er merkilegt að fylgjast með Árna Páli frænda okkar en hann sver sig í ættina með mikilli trúrækni. Hann virðist trúa því einlæglega að við það eitt að fylla út umsóknareyðublað að ESB, að þá hverfi öll mannanna mein. Hann flytur boðskap sinn iðulega á nokkuð flóknu máli þannig að ég a.m.k. þarf að hafa mig allan við til að fylgja honum eftir þó svo boðskapurinn sé alltaf sá sami.
Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 00:21
Góð grein hjá þér Sigurjón og kommentin mörg hver mjög góð.
Sérstaklega fundust mér kommentin hjá Árna Gunnarssyni lýsandi um Samfylkinguna og hennar ESB trúboð.
Það kemur svo glögglega í ljós að þetta fólk er svo háttstemt í ESB trúarhita sínum að það má ekkert vera að því að ræða raunveruleg málefni þjóðarinnar, það kemst ekkert að annað en trúboðið sjálft.
Svo er því orðið þannig varið að ef einhverjar raunhæfar tillögur eru settar fram til að leysa bráðan vanda þjóðarinnar, þá má alls ekki ræða þær ef þær hugsanlega gætu á einhvern hátt skaðað málstað trúboðsins !
Þetta er nú ljóti sértrúarsöfnuðurinn sem við sitjum uppi með og ég vil leyfa mér að segja að þessu liði er alls ekki treystandi til að leiða þjóðina útúr þessum stórkostlegu vandræðum.
Það er allt skárra en að hafa þessa þjóðníðinga í Samfylkinguni við stjórnvölinn.
Þetta er ekkert annað en landráðahyski sem ætti að ákæra fyrir landráð og svik við þjóðina !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:16
Sumir vilja reyndar meina að við þurfum nýja símaskrá með nýju fólki fyrir næstu kosningar ? .kv .
Georg Eiður Arnarson, 14.11.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.