1.11.2008 | 21:03
Það hefur aldrei þótt sæmandi að sparka í liggjandi mann, en nú verður Geir að fá spark
Geir Haarde hefur komið öllu á kaldan klaka í þjóðfélaginu, það er deginum ljósara, og neitar nú að leita allra leiða við að koma okkur út úr kafaldinu, t.d. með því að auka þorskveiðikvótann. Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til að veiðiheimildir verði innkallaðar, þær auknar og þeim úthlutað aftur af meira réttlæti í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Nú ætti að vera lag þar sem ríkisbankarnir hafa meira og minna fastatök á öllum veiðiheimildunum sem hafa verið veðsettar samkvæmt kerfi sem Geir hefur búið til, margfalt umfram nokkur skynsamleg mörk.
Geir sem er hálfbugaður þessa dagana enda þarf hann að horfast í augu við eigin verk mætti á fund LÍÚ og virðist hafa ætlað að sækja sér einhvern kraft með því að tala upp í eyrun á LÍÚ eins og Ingibjörg Sólrún gerði 2005. Á þessum fundi sagði Geir að það væri fullkomlega óábyrgt tal að breyta aflaúthlutun vegna ástandsins í samfélaginu.
Hver bjó til þetta ástand? Hver bjó til þetta óréttláta kerfi?
Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann leynt þjóðina upplýsingum en upplýst ráðamenn annarra þjóða. Hvernig getum við treyst upplýsingum sem koma úr forsætisráðuneytinu úr þessu?
Geir aðvaraði Brown í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 285
- Sl. sólarhring: 285
- Sl. viku: 319
- Frá upphafi: 1014688
Annað
- Innlit í dag: 246
- Innlit sl. viku: 276
- Gestir í dag: 241
- IP-tölur í dag: 240
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það sem meira er. Þetta á að vera hverjum manni augljóst. Nú ríður á að allir geri skyldu sína og þessi volaða ríkisstjórn á að sýna af sér þann manndóm að byggja upp raunverulegan hagvöxt. Til þess þarf hún fyrst að skilja að þetta samfélag er byggt upp af mörgum einingum. Hvert byggðarlag er sjálfstæð eining og aldrei hefur verið brýnna en nú að byggja þar upp sjálfstæða þróun atvinnulífs með hátt atvinnustig og verðmætasköpun. Þar bjóða sjávarbyggðirnar upp á ódýrustu lausnina sem er fólgin í leyfi til að nýta elstu sjálfbæru auðlindina og með minnsta kostnaðinum, þ.e. atvinnutækin -bátarnir- eru á staðnum og olíueyðslan er lítið brot af því sem stærri fiskiskipin nota. Fasteignaverð myndi hækka að mun því búseta verður eftirsótt á þessum stöðum. Ekkert, ekkert mælir gegn þessari lausn annað en pólitísk hagsmunaleg spilling sem er landlæg undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og nú síðast einnig Samfylkingar og Vinstri grænna. Síðastnefndi flokkurinn er orðinn mér óskiljanleg pólitísk þraut í vitsmunalegu samhengi.
Mér verður lengi minnistætt þegar ég hitti þig á öðru ári þínu á Alþingi og þú sagðir mér að þú hefðir tekið þér nokkurra vikna frí. Ég spurði þig um ástæðuna; "Ég þurfti að sinna verkefnum sem sem tengdust mínu fyrra starfi og tók mér mánaðar frí. Svo þurfti ég bara að fá mér friskt loft eftir að hafa kynnst þessum vinnubrögðum á Alþingi. Ég hefði aldrei trúað að þarna væri svona margt ómerkilegt fólk."
Líklega hef ég núna brotið trúnað og ef svo er biðst ég afsökunar. En þú hækkaðir mikið í áliti hjá mér þarna og þessum fundi okkar mun ég seint gleyma.
Árni Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 22:35
Já, Sigurjón, á sama hátt og Ingibjörg Sólrún er farin að ástunda galdra (sjá skondna þingfrétt Mbl.), er Geir orðinn ramm-hjátrúarfullur, hann er Hafrótrúar, maðurinn, og væri honum nær að leggja áherzlu á íslenzkan hafragraut, hvalspik og hvalket á þessum síðustu og verstu heldur en að veitast að sjómönnum og útgerð í landinu. Ég var einmitt að birta ádrepu, Nei, nei, ekki minnsta tilefni til að hjálpa þessari þjóð, segir Hafró!!!, þar sem ég steypi mér yfir þessa óþurftarstofnun, sem takmarkaðir stjórnmálamenn, sem hafa ekki tíma né kannski vit til að kynna sér málin, hafa í makalausri einfeldni tekið fullkomna áthorítetstrú á. Undantekningarnar eru menn eins og þú, Sigurjón, Magnús Þór Hafsteinsson og Grétar Mar Jónsson. Lesið grein mína!
Árni, ég er sammmála þér um veiðimálin og það serm nauðsynlegt er að gera fyrir sjávarbæjabyggðina og (í beinni andstöðu við þetta) þá "pólitísk(u), hagsmunaleg(u) spilling(u) sem er landlæg undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og nú síðast einnig Samfylkingar og Vinstri grænna."
Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 02:30
Ég skil ágætlega að Hafró skuli ekki mæla með aukningu. Hvaða rökum á stofnunin að beita fyrir sig... efnahagslegum?. Ekki sér Hafró meiri þorsk í gögnum sínum frá því í vor þó þeir flétti þeim fram á haust. Ef stofnunin vill láta taka sig alvarlega sem vísindastofnun þá hlýtur hún að vera sjálfri sér samkvæm. Hvort stofnunin er svo úti á túni (sem hún er) með sínar rannsóknir og ráðleggingar er svo annar handleggur og annað viðfangsefni.
Atli Hermannsson., 2.11.2008 kl. 10:50
Atli: Sem oftar sammála þér. Við þyrftum hugsanlega að hittast og ræða saman!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:53
Ríkistjórnin er vanhæf. Það er búið að koma fullt af aðvörunum og þeim hefur verið stungið undir stóla og ekkert gert með þær. Svo er sagt að allt sé í lagi. Eina spurningin í dag er hver verður kostnaðurinn þegar allt verður yfirstaðið og hvað á eftir að koma í ljós þegar þetta verður allt komið upp á yfirborðið ef gögnum verður ekki eytt.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 16:30
Tek undir með þér Sigurjón.
Ulla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:18
Afar lítið mun koma upp á yfirborðið Skattborgari. Ísland er lítið samfélag með náin tengsl milli fólks. Við eigum Oddfellow reglu, Frímúrarareglu, Rorary, Kiwanis, Lions og þess utan fleiri íþróttafélög en tölu verður á komið. Við eigum nokkur þúsund einstaklinga í stjórnsýslu og öðrum opinberum störfum og svona mætti lengi telja. Tölu þeirra einstaklinga sem eru félagar í öllu þessu áðurnefndu má svo margfalda með frændsemi, sifjatengslum og síðan gagnkvæmum vináttuböndum í allar áttir með hverskyns fyrirgreiðslu og vinargreiða á hinum ýmsu sviðum. Sú rannsókn og leit að vafasömum vinnubrögðum og/ eða refsiverðum mun verða tvíþætt.
Annars vegar verður hún leit að einhverjum sem draga þyrfti til ábyrgðar. Hins vegar leit að þeim sem forða skal við ábyrgð.
Hér er ég ekki að bregða þeim einstaklingum sem kvaddir hafa verið til þessa vandasama starfs um spillingu né óheiðarleika. Ekki siðblindu heldur því ég þekki ekkert ef þessu fólki. Ég hugsa aðeins til sjálfs mín. Ekki léti ég mér til hugar koma að ég væri fær um að takast þetta verkefni á hendur vegna kunnugleika míns á mörgum þeim einstaklingum sem annað hvort lenda í rannsókninni sjálfir eða einhverjir þeim tengdir. Eða einhverjir þeir sem mínir nánustu eru tengdir á einhvern hátt.
Og ég spyr: Treystið þið ykkur í þetta sjálf lesendur góðir?
Árni Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 17:31
Árni. Þess vegna vil ég fá erlenda aðila til að rannsaka þetta því að Ísland er of lítið og allir þekkja alla sem þýðir að það er einginn sem getur rannsakað þetta 100% hlutlaust
Það mun einginn treysta skýrslu sem er unnin af innlendum aðilum nema stjórnvöld.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.