Leita í fréttum mbl.is

DV að sækja í sig veðrið

Oft og einatt er sami vinkillinn í fréttamiðlum á Íslandi, rætt við hagsmunasamtök og málflutningur þeirra fluttur gagnrýnislítið, hvort sem það er LÍÚ eða úr greiningardeildum bankanna margrómuðu og síðan mæta hóparnir sitt á hvað í hina ýmsu fjölmiðla og ræða málin út frá sama sjónarhorninu. Það er oft eingöngu blæbrigðamunur á fréttaflutningi t.d. Fréttablaðsins og Morgunblaðsins þar sem skrúfað er reglulega frá mönnum á borð við Ragnar Árnason sem sannarlega hefur haft rangt fyrir sér varðandi þjóðahagslega hagkvæmni og ábyrgð í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Dæmi um slíkt er viðtal við Ragnar í Morgunblaðinu í vikunni þar sem Ragnar tíundaði kosti kerfis sem skilar þrisvar til fjórum sinnum færri þorskum á land, og fyrirtækin sem eftir standa í greininni eru skuldum vafin.

Í DV kveður oft við annan tón og ferskara sjónarhorn. Í DV og jafnvel á Útvarpi Sögu eru málin krufin frá hinum ýmsum hliðum. Það sem er kannski einna verst við hvítu pressuna er að menn leggja ekki í að rökræða ákveðin sjónarmið, heldur er reynt að dæma eða öllu heldur gjaldfella málflutning án þess að fara yfir röksemdir.

Breytingar eru í vændum í íslensku samfélagi. Það skyldi þó aldrei verða að hvítþvottapressan gæfi á endanum eftir þar sem frjálsari fjölmiðlar sem ekki eru bundnir á klafa þröngra hagsmunasamtaka og valdaflokka sækja í sig veðrið gegn hvítu pressunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurjón. það væri óskandi að umræðan yrði frjalsari í nánustu framtíð, ekki treysti ég DV,  því miður er það blað þannig að fáir treysta því blaði. Og ekki bendir margt til þess að Morgunblaðið sé að verða frjálsara þegar þeir reka Sigmund teiknara, örugglega vegna þess að þeir þola ekki þá gagnrýni sem felst í frábærum myndum hans.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.10.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki gleyma hverjir eiga DV. Þrátt fyrir oft á tíðum gagnrýninn fréttaflutning, miðað við bitlaus málgögn íhaldsins, RÚV og Morgunblaðið, bíta fjölmiðlar ekki í höndina sem fæðir þá.

Theódór Norðkvist, 31.10.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Dv hefur skánað upp á síðkastið, enda víkkað sjónarhornið frá því sem var.

Betur má ef duga skal, hins vegar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.11.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband