Leita í fréttum mbl.is

Yfirmaður loddaradeildarinnar leysir úr vanda lántakenda

Greiningadeildir bankanna sálugu voru eins konar áróðurs- og sölubatterí fyrir bankanna sem höfðu það helsta markmið að skrúfa upp í hæstu hæðir verð á "öruggum" hlutabréfum í bönkunum og tengdum fyrirtækjum.

Mér finnst það óneitanlega í takt við annað við úrlausn bankahrunsins að Samfylkingin skuli skipa fyrrum yfirmann greiningardeildar Landsbankans, Eddu Rós Karlsdóttur í nefnd sem á að leysa úr vanda viðskiptavina bankans, sem sumir hafa eflaust látið gabbast af fræðilegum loddaraskap greiningadeildanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já ég heyrði þetta, alveg hreint stórfurðulegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Er verðtrygging Eddu Rós að kenna?  Nefndin á að koma með tillögur að því hvernig unnt sé að bregðast við vanda þeirra sem skulda verðtryggð lán, er það ekki bara besta mál?

Edda Rós er mesti prýðis hagfræðingur, og hefði átt að verða fjármálaráðherra (eins og ég stakk upp á í bloggi ), þá væri kannski eitthvað öðruvísi en nú.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Eins og Jóhannes Björn sagði réttilega í Silfri Egils, greinigardeildir banka og fjármálastofnanna eru/voru í raun auglýsingadeildir og ekkert annað.

Ef Edda Rós er svona góður hagfræðingur, afhverju í ósköpunum sá hún ekki hvert stefndi eins og fullt af fólki sem hefur ekki hagfræðimenntun? meiri gæðin það Vilhjálmur! Svaf hún ekki fram á síðustu stundu eins og dýralæknirinn fjármálaraðherrann?

Næsti fjármálaráherra ætti að hafa haft gáfur til að hafa séð vandræðin á leiðinni fyrir nokkrum árum síðan eins og margir leikmenn og lærðir, það er lágmarkskrafa. Loddarar greininga/auglýsingadeildanna eiga ekki að koma nokkurstaðar nærri lausnum heldur finna sér eitthvað þarft starf sem krefst ekki lágmarks framsýni.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.10.2008 kl. 04:44

4 identicon

Sæll Sigurjón.

Já þetta er furðulegt, ef fyrrum, misjafnlega heppnaðir yfirmenn greininga- "alias" auglýsingadeilda bankanna, eiga að halda áfram að "leiða okkur" á réttan stað á lífsins braut hvað fjármál og efnahagsmál varðar.

Það má vel vera að Edda Rós sé, eins og Vilhjálmur segir "prýðis hagfræðingur", þó að ég hallist nú frekar að skoðun Georgs P . um hæfnina.

Í mínum huga felur það að vera "prýðis" hagfræðingur fyrst og fremst í sér, að hún hafi a.m.k. lært sæmilega að brúka stærðfræðiformúlur til útreiknings í efnahagsmálum að einhverjum gefnum forsendum.

Það segir hins vegar ekkert um almenna dómgreind viðkomandi, eða hvernig þeim lukkast að hafa forsendurnar það góðar og réttar, að niðurstöðurnar standist tímans tönn og krítíska niðurstöðu á grundvelli reynslunnar.

Mín skoðun á henni Eddu Rós, m.a. grundvölluð á þeirri niðurstöðu hennar, ásamt 19 meðdómendum fyrir blaðið Markaðinn vegna ársins 2007, að Jón Ásgeir hafi verðskuldað að vera kjörinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi, og að bestu viðskipti ársins 2007 hafi m.a. verið Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group,  leiðir einungis til þeirrar skoðunar minnar að hún sé haldin verulegum dómgreindarbresti og raunveruleikafirringu.

En það má að sjálfsögðu segja að þar sé hún í miklum "úrvalshópi" með:

1. Ingólfi Bender, 2. Svöfu Grönfeldt, 3. Höllu Tómasdóttur, 4. Finni Oddsyni, 5. Ágústi Einarssyni, rektor, 6. Ólafi Ísleifssyni, lektor, 7. Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, 8. Vilhjálmi Egilssyni frkvsyj. atvl., 9. Hafliða Helgasyni, 10. Gunnari Ólafi Haraldssyni, forstöðum. Hagfræðistofnunar, 11. Friðrik Má Baldurssyni, prófessor, 12. Jóni Þór Sturlusyni og 13. Guðjóni Rúnarssyni, frkvst. Samtaka fjármálafyrirtækja, auk 6 annarra.

Ég veit ekki um aðra, en hvað mig varðar, þá mun ég aldrei aftur hlusta með athygli á ummæli þessa fólks, né taka nokkurt mark á þeirra skoðunum, nema síður sé.

Ég vona ennfremur, að fjölmiðlar, félagasamtök, stjórnmálaflokkar og aðrir munu hér eftir hlífa mér við rökleysunni og/eða bullinu úr munni þessa fólks.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason   

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:37

5 identicon

Þetta fólk í þessari nefnd á það allt sammerkt, að það er allt saman í Samfylkingunni. 

Þar að leiðandi er ekkert mark á þessar nefnd að taka.

Edda Rós er pjúrakrati og einn besti eftiráspekingur á Íslandi.  Hún hefur ævinlega útskýrt hlutina eins og þeir voru, en ekki eins og þeir eiga að vera.

Það sama er hægt að segja um Sigríði Ingibjörgu, sem líka er í Samfylkingunni.  Hún hljópst undan merkjum úr bankaráði Seðlabankans.  Það sem reddar henni um job núna er að hún er framarlega í Samfylkingunni.  Samfylkingin sér um sína!

Vilborg Júlíusdóttir er úr vinstriarmi Samfylkingarinnar.

Þetta sannar bara og sýnir að Samfylkingin er orðin langstærsta vinnumiðlun landsins.

Það verður ekkert að marka þessa nefnd.  Niðurstaðan úr vinnu hennar verður mjög pólitísk lituð af Samfylkignarsulli.

Kristófer B. Halldórsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:38

6 identicon

Samfylkingin er að reyna að sýnast vera eitthvað skárri. En hver getur trúað því eftir að Samfylkingin er nú búinn að vera með Sjálfstæðisflokknum í stjórn í hátt í 2 ár. Sá einhver að eitthvða breyttist með tilkomu Samfylkingarinnar í Ríkisstjórn í stað Framsóknarhækjunnar. Var samfylkingin að gera eitthvað til þess að við gætum varist bankakreppunni. Voru ekki bæði formaður SF Ingibjörg Sólrún og Björgvin G. á ímyndarferðalagi með sigurglott á vör um heimsbyggðina til að mæra útrásarvíkingana og íslensku bankanna og að hér væri allt í himnalagi, svo voðalega miklir menn og gaman í stjórn með Geir og hinum Sjálfstæðisgæjunum. Samfylkingin er aumasti flokkur Íslenskra stjórnmála og hefur nú teikið við því kefli af Framsókn. Að mínu viti ætti að handtaka alla ráðherra Samfylkingarinnar og ákæra þá fyrir tvennt:

1. Að hafa ekkert aðhafst og runnið steinsofandi að feigðarósi, sem kostaði þjóðina efnahagshrun.

2. Fyrir að nota sér nú erfiðleika þjóðarinnar sem þeir sjálfir áttu sjálfir stóran þátt í að koma okkur og grafa nú markvisst undan fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar með því að vilja koma Íslandi inní bandalag Andskotans þ.e. ESB. Semsagt ákæruefnið yrði LANDRÁÐ !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband