Leita í fréttum mbl.is

Kúkurinn flýtur alltaf upp á endanum, eins og Sverrir Stormsker gæti hafa sagt

Nú er það staðfest að það var ekki símtal Árna Matt sem hleypti öllu í bál og brand, miklu meiri líkur eru á að villandi yfirlýsingar viðskiptaráðherra í viðræðum við Breta í byrjun september hafi tendrað bálið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í stöðunni, nú blasir við að stjórnvöld þurfa að upplýsa þjóðina um stöðu mála og tryggja gagnsætt ferli við rannsókn svo að það upplýsist hvort menn hafi skotið undan eignum á síðustu mínútunum. Frysta ætti eigur auðmanna ef minnsti vafi leikur á að þeir hafi farið að reglum. Venjulegt ráðdeildarsamt launafólk sem gerði ekkert annað af sér en að treysta peningamarkaðssjóðum bankanna fyrir sparifé sínu hefur orðið fyrir slíkri frystingu og verður e.t.v. alfarið fyrir tapi þeirra fjármuna á endanum. Sömuleiðis þarf að tryggja hagsmuni almennings og atvinnulífsins.

Besta leiðin til þess er að ná í fleiri evrur úr hafinu.

Þorskveiðin núna er þriðjungur til fjórðungur af því sem hún var til jafnaðar áður en Bretum var ýtt út úr landhelginni. Hægur leikur er því að bæta þar í. Með því mætti líka koma til móts við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Mjög vafasamt er að fara í skattahækkanir eins og boðað er því að greiðslubyrði heimilanna hefur aukist. Umtalsverðar skattahækkanir munu miklu frekar keyra heimilin um koll en að bjarga þeim fyrir horn. Tímabundið afnám verðtryggingar og aukinn sveigjanleiki við afborganir af lánum er líka til þess fallið að hjálpa heimilunum að rétta úr kútnum. Ófarir þeirra sem verða illa úti í fyrstu atrennu eru ekkert einkamál þeirra. Hætt er við því að efnahagskeðjan slitni, en engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.


mbl.is Yfirlýsing viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta hefur þá kannski ekkert með þennan Davíð að gera eftir allt saman? Satt best að segja held ég að Darling hafi ætlað sér allan tímann að finna minnstu átyllu til að láta málin fara í þann farveg sem þau fóru, og það með fulltingi Browns. Við munum aldrei finna átylluna, en ágætt er að kenna Davíð um meðan enginn betri finnst. Ekki satt?

Gústaf Níelsson, 24.10.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Hvítur á leik

Nei helvíti. Það er ekki hægt að láta Davíð karlinn hiksta endalaust! Getur verið að þetta sé ástæðan fyrir því að allt þetta fór af stað!

Jaaa... við skulum ekki dæma Bjögga strax! Bíðum aðeins með það... skoðum dæmið í samhengi við það sem hefur verið að gerast. Þú Sigurjón, ættir að vita það vel hvernig innrættið er hjá íhaldinu!

Hvítur á leik, 24.10.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér finnst merkilegra í þessu er að ráðherra stórveldisins Bretlands beri fyrir sig orðrómi úr umræðu eða túlkun sína á honum til að afsaka framferði þeirra.  Ekkert skriflegt eða formlegt var sett fram þess efnis að styðja þessar fullyrðingar.

Þessir menn láta eins og leikskólabörn í þessari umræðu allri, hrópandi: "Hann sagði þetta"  "Víst sagði hann það!"  "Mér fannst hann segja það!"  

Ef alþjóða diplómatík er komin á plan með gulu pressunni, þá eigum við ekki von á góður. Hvað þá ef menn eiga að komast upp með að gera efnahagsárásir á aðra í skjóli slíkra sandkassaleikja.

Orð ráðherra í spjalli eru oftast bara skoðanir þeirra, sem túlkast geta í austur og vestur. Ummæli ráðherra´og embættismanna í fjölmiðlum eru persónuleg og ekki stefnuyfirlýsingar (hvað þá seðlabankastjóra).

Diplómatísk afstaða ræðst ekki þannig, heldur með formlegum og skriflegum yfirlýsingum.  Hystería breta er eins og bent hefur verið á, tiraun til að breiða yfir eigið klúður og bráðlæti, í anda leikskólabarna.

Ég skora á embættismen hér að æðrast ekki yfir slíku þvaðri. Það er merkingalaust og ef menn ætla að akta svona, þá grafa þeir sér eigin gröf. Formlegar, bókaðar viðræður er það sem er marktækt en ekki óstaðfestanlegt smalltalk yfir koníaksglasi. Ef bretar halda það, þá eru þeir ekkert annað en óútreiknanlegir barbarar. Séntilmenn eru þeir ekki. Það er alger þjóðsaga. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er ofar mínum skilningi hvernig orð bankamálaráðherra löngu fyrir hrunið mikla geta verið rót hryðjuverkalaganna. Hvernig í ósköpunum getur það passað? Hverju ætti sá ráðherra að hafa lofað, löngu fyrir hrunið - að standa við allar skuldbindingar? Þegar allt var óhrunið?

Útskýrðu þetta aðeins nánar fyrir okkur hin....

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 01:27

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta símtal skýrir aðeins enn betur, hversu miklu offari Bretar fóru í þessu máli. Árni Mathiessen var auðvitað fullkomlega talandi á ensku, enda bjó hann og nam dýralækningar við Háskólann í Edinborg um árabil. Hann hefur reynslu úr fjármálageiranum vegna fjárfestinga sinna og fjölskyldu hans auk þess sem menn eru auðvitað fljótir að komast inn í orðaforða í ákveðnu fagi, þegar þeir tala málið á annað borð.

Ég held við þurfum ekki að leita sökudólga í þessum efni lengi, þeir eru Bretar.

Hins vegar þarf að byrja á kryfja, hvernig til þessara hluta gat yfirleitt komið og þá á ég við, hvernig forstöðumaður íslenska Fjármálaeftirlitsins klikkaði og stjórn þeirrar stofnunar og síðan auðvitað bankastjórn Seðlabankans. Ríkisstjórnir undan farin 5 ár eru heldur ekki undanskyldar. Alþingis ber auðvitað einnig ábyrgð og síðast en ekki síst fjölmiðlar, sem bera stóran hluta ábyrgðarinnar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.10.2008 kl. 07:37

6 identicon

Rétt að taka undir innlegg Friðriks Þórs, enda spurning hver læddi mannlega úrganginum í sundlaugina. Bendi einnig á skrif Péturs Tyrfingssonar: http://eyjan.is/goto/peturty/

"Merkilegt þetta samtal Árna Matt og Darlings. Ef ég hefði verið Darling þá hefði ég skilið Árna einmitt eins og Davíð. Nema Davíð sagði “Við borgum ekki! Kemur ekki til mála!” ….en Árni sagði: “Nei, líklega getum við bara ekki borgað því klinkið ítryggingasjóðnum kemur fyrir lítið uppí alla þessa megasummu. Sorrí.” Okkur var þó sagt annað. Ráðherrar sögðu í fréttum að þeir hefðu tilkynnt Bretum að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar. Þetta var þá eins konar Clintonska eins og “I have never had sex with that woman”."-

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:22

7 identicon

Sökudólgarnir eru bretarnir sjálfir, mér finnst að þessir menn sem hafa setið fyrir svörum fyrir Ísland, hafi gert það með stakri prýði.  Hver hefði gert það betur og hver hefði viljað vera í þeirra sporum segi ég nú bara. Við ættum að standa saman núna, ekki vera með eitthvað tittlingatog, það bara skemmir enn meir fyrir okkur og tefur fyrir því að allt verði betra aftur.  Og ég segi eins og Kristinn H Gunnarsson, bankarnir voru ekki í eigu okkar íslenska ríkisins og því berum við ekki ábyrgð, heldur þessir einstaklingar sem áttu þá.  Við áttum ekkert að vaða inn í þetta, þ.e. ríkið, þetta var ekkert okkar mál lengur, eftir að bankarnir voru seldir, ósköp einflat mál.  Það áttir bara að stofna nýjan ríkisbanka og láta hitt gossa. 

  http://www.visir.is/article/20081024/FRETTIR01/851942491

Góða helgi!

alva (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:33

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Friðrik, það sem kom fram í þessu samtali var að á fundinum í byrjun september hefði ráðherra bankamála gefið alrangar upplýsingar um stöðu mála. Eflaust hafa Bretarnir verið ósáttir við að stjórnvöld skyldu ekki hafa sagt satt og rétt frá málum sem snerta breska sparifjáreigendur sem lögðu inn á reikninga í góðri trú.

Guðbjörn, þakka þér fyrir að rifja upp hliðarstarf Árna Matt í fjárfestingum en hann hefur sem kunnugt er innleyst dágóðan söluhagnað vegna sölu á stofnbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem hann komst yfir vegna pólitískra sambanda.

Sigurjón Þórðarson, 24.10.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband