Leita í fréttum mbl.is

Aumkunarverður viðskiptaráðherra

Það var dapurlegt að horfa upp á Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra í Kastljósinu í kvöld. Björgvin er góður drengur sem vill láta gott af sér leiða og sýna af sér ákveðna snerpu eins og þegar hann setti bráðabirgðalög um rafföng á Keflavíkurflugvelli. Hvers vegna segir hann þjóðinni ekki satt? Hann lætur líta út sem eitthvað hafi breyst frá 15. september eins og að lausafjárkreppa hafi skollið skyndilega á sem hafi orðið til þess að allir bankarnir fóru á hausinn á tveimur vikum.

Hver sá sem veltir þessum hlutum eitthvað fyrir sér veit betur. Það þurfti engan speking til að átta sig á að helstu máttarstólpar Glitnis töpuðu hátt í 70 milljörðum á FL Group og þar að auki gekk rekstur fjölda fyrirtækja sem tengdust bönkunum, s.s. Eimskipafélagið, afar illa og voru skuldsett langt út fyrir skynsamleg mörk. Hið sama má segja um veð sem voru tekin í sjávarútvegsfyrirtækjum, staðan í íslensku viðskiptalífi var orðin gríðarlega þröng. Björgvin á náttúrlega að segja eins og er, hann hafi verið að klóra í bakkann í þessum viðtölum og skrifum á heimsíðunni þar sem hann taldi að íslensku bankarnir stæðu einstaklega vel og að einhverjir útlendingr væru í rógsherferð.

Það má segja að með þessum digurbarkalegu yfirlýsingum hafi verið reynt að berja í brestina en skynsamlegra hefði verið fyrir stjórnvöld hefðu strax hugað að útgönguleið og reynt að tryggja hag íslensks almennings.

Núna þarf þjóðin að gera upp við sig hvort hún treysti fólkinu sem svaf á verðinum til að hreinsa upp eftir sjálft sig. Það blasa við möguleikar til að gera betur, spara í utanríkisþjónustunni og ná í meiri gjaldeyri úr hafinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Alls staðar erlendis hafði þeir þurft að taka pokann sin við minna tilefni. Það er ekki hægt að treysta fólki sem hafa sýnt svona mikla vanrækslu og dómgreindarlausu.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 21:09

2 identicon

Svona er þetta bara á Íslandi, stjórnmálamenn hérlendis komast upp með ótrúlegustu hluti. Þjóðin er söm við sig.

Önugur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:22

3 identicon

Allstaðar erlendis hefði þetta bara ekki gerst.

Ljót erfið staða, sumir ríkir aðrir fátækir.

Vissulega eiga allir að axla ábyrgð,  

pokinn 

Alls staðar erlendis (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég tel Sjálfstæðismenn bera mesta ábyrgð. Þeir leiða samstarfið og eru með Seðlabankann sem á skilyrðislaust að stokka upp, Fjármálaráðuneytið og Forsætisráðherra sem er ekki framkvæmdamaður, hann bíður eftir að málin leysi sig sjálf!

Viðskiptaráðherra ber að sjálfsögðu einnig ábyrgð.

Vilborg Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ansi er ég efins um að ríkisstjórnarflokkarnir njóti einhvers traust eftir það sem á undan er gengið. Þó virðist landinn sætta sig við ótrúlegustu hluti ef þeir eru af pólitískum toga og frá ,,flokknum hans". Hvorki ráðamenn þjóðarinnar, bankastjórar, fjárfestar og almennt fjárfestingafélög njóta traust í dag. Ætli þurfi ekki mikið til að endurheimta trúverðugleika, ég hugsa það.

Sé að ég verð að kíkja á umrætt viðtal við ráðherra hið snarasta. Get alltaf við mig blómum bætt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mesta furða hvað fylgismenn ríkisstjórnarinnar eru fylgisspakir.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 00:35

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hundarnir elta mest þá sem sparka í þá. þannig var það þegar ég var í sveit.

Víðir Benediktsson, 25.10.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Heidi Strand

Fylgismenn eru eins og misþyrmda eiginkonan sem snýr aftur heim til að láta berja sig.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband