Leita í fréttum mbl.is

,,Minni mistök hér og þar"

Það var ekki að heyra á Björgvini Sigurðssyni í Bylgjuviðtali í morgun að hann teldi nokkuð athugavert við andvaraleysi sitt síðasta árið. Hann talaði um minni mistök hér og þar og að „hafa lent í þessu ferli“. Það minnir um margt á manninn sem „lenti“ í að brjótast inn. Björgvin ber ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu og hefur þar stjórnarformanninn úr sínum röðum, Jón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóra og ráðherra.

Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið hafi gert alvarlegar athugasemdir við reikningana en stjórnvöld ákveðið að halda fast við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að gera ekki neitt.


mbl.is Fundað með bresku sendinefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég byrja hvern dag á að þakka Guði fyrir að menn á borð við þig og marga félaga þína í Frjálslynda flokknum skuli EKKI vera við völd á þessum óvissutímum. 

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það væri ekki úr vegi að þú rökstyddir þessa skoðun þína Halldór með einhverjum hætti, en Frjálslyndi flokkurinn varaði við gríðarlegir skuldsetningu þjóðarbúsins,.

Sigurjón Þórðarson, 23.10.2008 kl. 12:35

3 identicon

Allt rétt sem þú segir.Sigurjón gott hjá þér

gunni (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er algerlega óásættanlegt ástand og afleiðing af heimsku og aðgerðaleysi stjórnvalda. Sem sannar enn og aftur að aðgerðaleysi er aðgerð í sjálfu sér!

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Skattborgari

ÉG hef haft lítið álit á stjörnvöldum og talið þau vitlaus en þau eru mun verri og vanhæfari en ég gerði mér grein fyrir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 23.10.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gerði Fjármálaeftirlitið alvarlegar athugasemdir við "reikningana"?  Hvaða reikninga, og hvenær?  Ég minnist þess að stutt er síðan FME tilkynnti að bankarnir stæðust álagspróf eftirlitsins.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.10.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Raunin er sú að íslensk stjórnvöld hafa ekki gengið eftir nauðsynlegum aðgerðum umgjarðar um fjármálalífið hér, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband