Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru meira en lítið gruggug. Nú er kominn 22. október, liðnar rúmar þrjár vikur frá falli fyrsta íslenska bankans, og bæði almenningur og stjórnarandstaða fá mjög takmarkaðar upplýsingar. Svo virðist sem fjármunir hafi gufað upp í bönkunum, peningunum sópað út úr þeim og sumir selt bréf í þeim á síðustu mínútunum. Enginn fær að vita hverjir seldu. Það er ekki að sjá að gripið hafi verið til gagnsærra og harðra aðgerða til að fá einhverja mynd af málum eða tryggja að ríkið verði ekki af verðmætum. Þjóðin stendur frammi fyrir skuldbindingum næstu kynslóða og þeir sem bera ábyrgð á málum, hvort sem eru stjórnmálamenn, bankamenn eða útrásarvíkingar, valsa um eins og fínir menn og þykjast vera að greiða úr málum. Stjórnarandstöðunni eru skammtaðar upplýsingar úr hnefa og þjóðinni sagt að standa saman.

Það er deginum ljósara að ábyrgðin á því hvernig komið er liggur fyrst og fremst hjá Sjálfstæðisflokknum. Óneitanlega hlýtur Samfylkingin, með því að taka þátt í þögguninni, að dragast niður í fúafenið, meira en efni standa endilega til. Auðvitað hefur Björgvin G. Sigurðsson brugðist sem viðskiptaráðherra og virðist meira að segja reyna að fela fyrri yfirlýsingar og meintar meiningar með því að loka heimasíðunni sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er alveg á hreinu að þeir hafa eitthvað að fela enda er alltaf að koma betur í ljós að það var búið að vara þá við en þeir gerðu ekkert og við þurfum að borga brúsann almenningur í þessu landi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 20:45

2 identicon

Sigurjón, ég held reyndar að það sé ekkert að fela, það eru ó pólitískir embættismenn að störfum og við treystum þeim auðvitað. Hitt er svo annað mál að ég er ekki sáttur við pólitík Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í þessum hildarleik. Mér fynnst ömurlegt að hlusta á að það eigi að bæta Englendingum, Belgum, Hollendingum(sem er gistiþjóð skúffu fyrirtækja Íslendinga) En ellefu þúsund Íslendingar sem völdu sparnaðarleið sem er viðurkennd víða um heim og t.d. Bandaríkjamenn líta sömu augum og bankabækur, og kölluð eru peningamarkaðsbréf og kynnt sem leið fyrir áhættufælna fjárfesta þar sem þau séu hundrað prósennt tryggð, séu pikkuð út úr og ríkisstjórnin standi ekki við það að innlán sparifjáreigenda séu tryggð. Þetta er skandall, og ég skora á þig Sigurjón að fjalla um þetta mál, þarna eru fjölskyldur með aleigu sína, fólk sem var á milli íbúða aldraðir sem höfðu með ráðdeild náð að spara nokkrar miljónir, öllu stolið af þeim af bönkunum og ríkisstjórnarflokkarnir koma þessu fólki ekki til hjálpar.Ég get sennt þér póst frá bankanum hvernig þessi sparnaðarleið var kynnt fyrir fólki ef þú villt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ertu að grínast? Heldurðu að Björgvin og hans fólk hafi ekki merkilegri hluti að hugsa um nú um stundir en hvort heimasíðan hans sé í lagi?

Þú segir að Björgvin hafi brugðist sem við viðskiptaráðherra?

Hvernig væri að koma með dæmi? (og þá meina ég annað en að heimasíðan hans virki ekki)

Sigurður Haukur Gíslason, 23.10.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Áfram ÍSLAND

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband