Leita í fréttum mbl.is

,,Verum ekki á nornaveiðum"

Sjálfstæðismenn eru skelfdir þessa dagana, þeir vita sem er að þeir bera mestu ábyrgðina á stöðu efnahagsmála. Þeir hafa aldrei verið seinir til þess að þakka sér þegar vel gengur. Þegar á móti blæs kannast þeir ekki við verkin sín. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins biðja landsmenn hver af öðrum þess lengstra orða að vera ekki á nornaveiðum heldur standa saman og jafnvel flagga! Stundum hefur sú leið verið farin að beina óánægjunni í aðrar áttir, s.s. til forseta Íslands, Breta og Bónuskallanna.

Staðreyndin er sú að enginn hefur verið á nornaveiðum, heldur vill fólk fá skýringar og rannsókn, og óskar eftir að ráðamenn axli ábyrgð. Samfylkingin leggur blessun sína yfir ástandið með því að hafa ekki hróflað við einu eða neinu í valdatíð sinni.

Nú er ljóst að úrslit kosninga til setu í öryggisráðinu fóru á besta veg sem verður til þess að ríkisstjórnin kemur heim úr löngum atkvæðaveiðitúr. Nú er aldrei að vita nema ráðamönnum detti í hug að leysa úr verkefnum hér heima.

                Verum bjartsýn, stöndum saman ...


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæll, vinsamlega gerðu geinarmun á sjálfstæðisfólki og sjálfstæðisflokksfólki! Það er djúp gjá þar á milli!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 17.10.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Við hefðum betur dregið framboðið til baka þegar við misstum æruna á fjarmálamörkuðum heimsins, óþarfi að gera okkur að athlægi líka.

Róbert Tómasson, 18.10.2008 kl. 00:29

3 identicon

Ég er algjörlega ósammála þér um að Sjálfstæðismenn séu skelfdir þessa daganna.  Það eru margar eftirlitsstofnanir í þessu landi.  Til dæmis Fjármálaeftirlitið, skipað skv, lögum.  Ef ríkisvaldið getur EKKI treyst þeim sem trúað var fyrir þessari stofnun - hver getur það þá ?

Ég veit ekki betur en að allur hasarinn í Frjálsyndaflokknum hafi einmitt snúist um föður þessa ágæta forstöðumanns FME.  Hvað kenndi hann eiginlega drengnum.  Ég hef stórar efasemdir um trúverðuleika forystumanna Frjálsyndaflokksins eins og hann er skipaður í dag.  Lesist:  núverandi formaður þingflokks flokksins.  Af hverju spyjið þið ekki Jón Magnússon um hvað þessi blessaði yfirmaður FME var að hugsa allan tímann. ?  Ha ?  Og Sigurjón - þetta eru ekki nornaveiðar - heldur staðreyndir.  Ég óska svars- ef þú vilt á þing aftur !!!  og allir hinir með.....

Guðrún (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér Sigurjón og góðan daginn ætlaði ég nú að segja svona að góðra manna sið.
Já það er merkilegt með sjálfstæðis-flokkamenn, ætíð hafa þeir beðist undan að axla ábyrgð, það breytist eigi og megum við alla tíð vita það.

Samfylkingin er aftur á móti bara alls ekki að standa við  það sem þeir lofuðu sínum kjósendum og þar á bæ vita menn eiginlega ekki hvað næsti er að segja, of mikið er um stefnuskoðanir á þeim bæ, enda er það síðasti bærinn sem ég mundi gerast ábúandi í.

Sigfúsi verð ég að segja að það er ævilega talað um sjálfstæðisfólk er talað er um fólk í þeim flokk.
Síðan er talað um fólk sem er sjálfstætt.

Er ég var að alast upp, var sagt að ef maður eigi sinnti sínu starfi af einlægni og heiðarleika, þá yrði maður rekin.
Alltaf hef ég farið eftir þess og haft unun af þeim störfum sem ég hef unnið í gegnum lífið.
þannig að ég er sammála því að reka ráðamenn sem hafa farið svona illa með fyrirtækið Ísland.
Hið ófyrirsjáanlega getur engin að gert, en allt hitt undanfarin 25 ár
er skelfilegt að hugsa til.

Gefum þessum mönnum frí.

Kveðja Frá Húsavík og ég er ætíð bjartsýn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 07:28

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðrún, mér finnst skrif þín frekar stafesta skelfingu Sjálfstæðismanna frekar en hitt.

FME starfar á ábyrgð viðskiptaráðherra en því miður hefur sá ráðherra ekki komið úr röðum Frjálslynda flokksins.

Sigurjón Þórðarson, 18.10.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, veistu að þetta er hárrétt hjá þér!

Núna á einnig að nota hegðun Breta til þess að sverta ESB og koma þannig í veg fyrir aðildarviðræður.

Bretar eru auðvitað einungis hálfgildingsmeðlimir í ESB. Þeir eru hvorki í myndbandalaginu eða Schengen samstarfinu og þar að auki eru þeir ósammála nær öllu, sem sambandið tekur sér fyrir hendur.

Líkt og sjá mátti í skoðanakönnun Fréttablaðsins - sem reyndar er eldgömul eða frá því um mánaðarmótin - eru 70% landsmanna á því að kjósa eigi um ESB aðild og 50% sjálfstæðismanna.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins - og reyndar allra flokka - ættu að leiða hugann að þessari staðreynd!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dettur þér í hug að sjálfstæðisflokkurinn sýni skelfingu, nei það væri þá að gerast fyrst núna.

Góð að vanda Búkolla mín.

Ef þið eigið að komast í ráðherrastól þá verðið þið að vinna betur og vera meira samstíga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband