Leita í fréttum mbl.is

Samstaða um tiltekt

Íslenskt samfélag er þjakað af alls kyns hviksögum um að þessi eða hinn og jafnvel ráðamenn hafi farið með stórfé úr bönkunum eða fært á milli reikninga. Nú væri miklu nær að þjóðin sameinaðist um tiltekt í stað þess að flagga íslenska fánanum sem við erum stolt af. Björn Bjarnason - sem bráðlega verður einn af vinum Rússlands - hefur ákveðið að bregðast skjótt við og fá ríkislögreglustjórann sjálfan til að fara í gegnum þessi mál. Það er alveg bráðnauðsynlegt og ef ríkislögreglustjóri gerir það af röggsemi gæti hann áunnið sér traust þjóðarinnar. Hann hefur ekki alltaf skorað, s.s. þegar hann neitaði að taka við kærum Samkeppnisstofnunar þegar hún hafði komist til botns í samráðssvindli olíufélaganna.

Það verður ekki heldur sagt um stjórnvöld að þau hafi kafað djúpt í rannsóknir sem hafa verið gerðar á spillingunni í kringum einkavæðingu ríkisbankanna og sukkinu sem þar fór af stað. Það er óneitanlega forspilið að þeim efnahagslegu ógöngum sem þjóðin hefur ratað í. Skýrslur Ríkisendurskoðunar voru yfirborðslegar og ekki staldrað við það að hæstu tilboðunum var ekki tekið og að svokallaðir kjölfestufjárfestar, erlendir, gufuðu upp eftir að hafa leppað kaupin í nokkra mánuði. Þáverandi forsætisráðherra var talinn hæfur til að selja sjálfum sér og sérstök skýrsla samin um það að hann væri hæfur til að selja sjálfum sér og nákomnum eigur hins opinbera.

Haraldur Johannessen ætti að geta gert betur, en hann hefur sýnt að hann er vís með að velta við hverjum steini í minni málum.


mbl.is Þjóðerniskennd efld á bensínafgreiðslustöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er nokkuð merkilegt. Á svo ríkisendurskoðun að endurskoða þetta allt saman upp á nýtt?

Kíktu líka á photo.blog.is þar finnast milljarðarnir sem hurfu.

Vilborg Traustadóttir, 16.10.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Frjálslega farið með staðreyndir eins og frjálslyndum er lagið.  Það er ríkissaksóknari sem á að fara með rannsókn bankamála, ekki ríkislögreglustjóri (nema þá á seinni stigum ef eitthvað glæpsamlegt kemur á daginn).

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Skattborgari

Ég treysti ekki ríkislögreglustjóra því að það kemur pólitík nálagt ráðningu hans. Ef þeir vilja að almenningur taki mark á rannsókninni þá þurfa menn að gera hana sem koma ekki nálagt stjórnvöldum né neinum þeim sem að þessu máli koma. Ég held að það sé fullt af fólki sem sé á sama máli og ég.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Nei miðað við rannsókn á einkavæðingu bankanna þá hefur maður einhvern veginn ekki trú á því að rannsókn nú muni verða eitthvað öðruvísi.

Held reyndar að slik rannsókn verði aldrei trúverðug meðan sömu stjórnvöld sitja við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.10.2008 kl. 00:18

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er merkileg ólund sem birtist í skrifum fulltrúa Samfylkingar hér að ofan þegar farið er að ræða tiltekt á fjármálakerfinu.

Það er sömuleiðis ekki síður merkilegt að verða ítrekað vitni að því að Vilhjálmur Þorsteinsson setji sjálfan sig ítrekað á háan hest og telji að því virðist að nánast allt sem frá Frjálslynda flokknum sé komið sé eitthvert ómark.

Vilhjálmi væri nær að líta sér nær og fara yfir virði bankanna sem hann er nýlega búinn að reikna í hæstu hæðir.   

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Rannveig H

  Vilhjálmur er svo ómarktækur og hálfkjánalegur í hrokanum, að hann fær svona netta samúð hjá mér.

Rannveig H, 16.10.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, það er rétt hjá Sigurjóni að ég tel það sterka vísbendingu um að skoðun sé vond ef Frjálslyndi flokkurinn er sammála henni.

Málflutningur stuðningsmanna flokksins varðandi innflytjendur, hælisleitendur og flóttamenn jaðrar við að dæma flokkinn úr leik í lýðræðislegri umræðu, og sæmilega hjartahlýtt fólk getur ekki komið nálægt honum þegar af þeirri ástæðu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband