Leita í fréttum mbl.is

Viðkvæmni og svanasöngur

Íslendingar taka sumir hverjir of nærri sér fárið í breskum fjölmiðlum en þar ganga reglulega yfir einhverjir stormar, hvort sem það er fuglaveiki eða kynlífshneyksli einhverra ráðamanna, jafnvel áratugagamlar svallsögur af John Major. Heilu þjóðirnar eru uppnefndar, Frakkar kallaðir froskar, og svo telja Bretar sig vera í sérstöku sambandi við Bandaríkjamenn - líkt og Davíð Oddsson taldi sig vera - en svo nánast kúkuðu þeir á þá.

Ég vona svo sannarlega að íslenskir ráðamenn taki þetta ekki of nærri sér og taki á sig meiri skuldbindingar en nauðsynlegt er vegna þessa breska heimasíðubanka.

Svanasöngur Gordons brúna er örlítill gleðigjafi fyrir breska Verkamannaflokkinn, en ég er ekki jafn viss um að yfirlýsingarnar og aðförin að Kaupþingi gagnist betur bresku efnahagslífi eða bönkum sem sumir standa illa en digurbarkalegar yfirlýsingar ýmissa ráðamanna hér heima gagnast okkur.


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Breskir aðilar hvort sem er einstaklingar eða hið opinbera létu glepjast af háum vöxtum Íslenskra banka í von um skjótfenginn hagnað.  Ég hef enn ekki heyrt nokkurn kvarta yfir því að hafa hagnast á þessum viðskiptum.

Einstaklingur sem spilar í spilakössum gerir það í von um skjótfenginn hagnað, það mundi aldrei hvarfla að honum að fara til Háskólans, Landsbjargar eða SÁÁ og krefjast endurgreiðslu á tapi.

Róbert Tómasson, 11.10.2008 kl. 06:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin hefur hingað til litið á gordon Brown sem sinn mann. Vonandi hætta þeir því.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 12:01

3 identicon

Mér hugnaðist það sem Ragnar bankamaður hafði að segja við Egil í Silfrinu núna áðan. Hann horfir nokkuð raunhæft á þetta, og segir að aðskilja verði undireins innlenda og erlenda starfsemi bankanna, því þessar skuldbindingar nemi um 12-14 földum árstekjum þjóðarinnar (4 földum hjá Bretum, enn sem komið er), og verða í raun mun erfiðari viðureignar ef landflótti hleypur í þá sem tök hafa á (yngra fólkið).

m. kv.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband