Leita í fréttum mbl.is

Ríkið haldi áfram með Icesave?

Það er mjög mikilvægt að ná góðu samkomulagi við okkar góðu granna í Bretlandi en við höfum í gegnum tíðina átt við þá ábatasöm viðskipti.

Ein leiðin gæti verið að gulltryggja innistæður breskra sparifjáreigenda og halda áfram starfrækslu netbankans sem gæti þá mögulega, ef það næst að vinna upp traust, haldið áfram að leggja þjóðarbúinu til gjaldeyri. 

Það má þó vera að þessi leið sé úr sögunni vegna yfirlýsinga síðustu daga og aðgerða hér heima og í Bretlandi síðustu dagana.      


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Eitt af vandamálunum sem við eigum við að stríða núna er að hæfustu menninir eru ekki við stjórrn.

Dæmi við erum með dýralæknir sem fjármálaráðherra og gamlan politíkus sem seðlabankastjóra. Eru þetta þeir menn sem eru bestir til að stjórna sínum stofnunum? 

En það er á hreinu að við munmum tapa peningum á þessu bara spurning hve mikið ríkistjórnin nær að milda höggið.  

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.10.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála því Viðar að láta stjórnendur bankanna sæta ábyrgð og sömuleiðis þá stjórnmálamenn sem hafa horft upp á vafasamar athafnir með hendur í skauti s.s. Geir Haarde.

Sigurjón Þórðarson, 8.10.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Skattborgari

Æðst stjórnendur bankana undanfarin ár eru búnir að taka miljarða úr þeim í kauprétasamninga þannig að ég tel það bara allt í lagi að þeir borgi fyrir mistök sín núna.

Ef ég keyri fullur og keyri á þá þarf ég að borga tjónið ég tel það sama eiga við núna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.10.2008 kl. 10:18

4 identicon

Spurningin var ekki um að láta bófana sleppa, heldur að taka það mál tökum í síðari hálfleik. Fyrst hefðum við þurft að gera það sem gera þarf til að halda andlitinu. Eftir asnaspörk undanfarinna sólarhringa er mannorð þjóðarinnar farið á sama stað og banka"eigendurnir" vonandi lenda að lokum. - En vegna andvaraleysis ráðamanna, þá eru þessir bófar búnir að gulltryggja sjálfa sig; hafa skuldsett bankana upp fyrir rjáfur og andvirði lánanna var svo komið tryggilega fyrir á Cayman Islands og annarsstaðar þar sem langir fingur hins íslenska skattmanns ná aldrei til þeirra. Þeir eru sloppnir. Mannorð þjóðarinn verður heldur ekki endurheimt úr þessu. Það er bara svoleiðis. Tilgangur þeirra sem þessi hryðjuverk unnu er vafalaust sá, að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hafi minnsta áhuga á að taka okkur inn, hinsvegar getum við verið alveg viss um að nú töpum við fiskimiðunum, því þeir munu senda flota sinn til að veiða hér við land undir herskipavernd, hvað sem við spriklum. Þeir munu telja sig hafa fulla heimild til þess, m.a. til að innheimta eitthvað af því sem þeirra þjóðarbú hafi skaðast um við undanskotið.  

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þetta er svo víðáttuvitlaus bloggfærsla að það er engin leið að svara henni.  Veit ekki hvar ég ætti að byrja svo ég held að ég sleppi því bara.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband