Leita í fréttum mbl.is

Garpurinn Sigurjón

Ég tók þátt í Norðurlandamóti garpa, þ.e. eldri sundmanna, í nýrri og glæsilegri sundlaug Hafnfirðinga í dag. Árangurinn var ágætur, ég synti 400 metra skriðsund á rúmlega 5,5 mínútum sem er gott miðað við aldur og fyrri störf en ég hafði nokkuð örugglega sett heldur of mikið púður í skriðsundið þar sem bringusundið varð ekki alveg upp á það besta. Það vantaði 5 sekúndubrot upp á að ég næði á verðlaunapall í þeirri grein. Eitt það besta við sundmótið var að ég losnaði við þó nokkra þungbúna fréttatíma dagsins og voru það því ekki einungis nokkur fitugrömm sem flutu burt í leiðinni, heldur einnig áhyggjur af stöðu mála.

Eftir að ég horfði á fréttatíma kvöldsins fékk ég samt hálfgert samviskubit þegar ég mundi skyndilega eftir 50 dollurum sem ég á í krukku og mér fannst það eiginlega orðin borgaraleg skylda mín að skipta þeim þannig að Bónus gæti keypt banana og N1 bensín á bílinn.

Ég játa þó fúslega að á þessari stundu hef ég meiri áhyggjur af því að þurfa að vakna eldsnemma í fyrramálið til að taka þátt í 1.500 metra skriðsundi. Keppnin hefst nefnilega kl. 8 og upphitun kl. 7.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er flott hjá ykkur systkinunum mínum þér og Helgu. Mér kæmi ekki á óvart þó hún nældi sér í einhverja verðlaunapeninga.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú segir nokkuð, ég á nokkrar evrur og smotterí í tyrkneskum lírum. Bý nánast við hliðina á Bónus svo ég get bara farið með þetta þangað í fyrramálið, þarf ekkert að taka krók bankann. Annars hefði verið betra fyrir þig að synda þessa 1500 metra í dag, á morgun geta þeir verið orðnir 2500 miðað við ástandið.

Víðir Benediktsson, 4.10.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

:-) Já þetta er rétti andinn. Enda er eins gott að kunna sundtökin ef maður þarf nú að flýja blessað "Skerið"!

Vilborg Traustadóttir, 4.10.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Góður Sigurjón, er ekki mikill sundmaður sjálfur öfunda þig af þessu.  Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að taka þig sér til fyrir myndar er viss um að það hreinsaði svolítið huga þeirra og hristi af þeim slenið.  Gangi þér vel í fyrramálið.

kveðja Róbert

Róbert Tómasson, 4.10.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Syndir" þínar eru þér fyrirgefnar. 

Árni Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 20:15

6 identicon

Ég er svo heppinn að eiga reikning í Danske bank í Danmörk Þessi banki er 5 öruggasti banki í heimi til að geyma peninganna sína í en vextirnir eru ekki háir þar á bæ fyrir vikið Ég er ánægður með vextina þó þeir séu lágir það er fyrir öllu. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands og fv.formaður Frjálslynda flokksins sagði einu sinni að sígandi lukka væri best. Ég held að það sé góð regla á lífshlaupinu eftir veraldlegum gæðum. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband